Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Blaðsíða 12
Ágúst Guðimindsson, prentsmið just jóri: Svipazt um á slóðum * Vestur-Islendinga „Og svo ert þú, ísland, í eðli mitt fest, - að einungis gröfin oss skilur-14. ('St. G. St.: Ástavísur til íslands). Saga Vestur-ís endinga er lær- dúmsrikt viðfang^efni Hún er saga ótrúlegustu afreka, í senn glæsileg, örlagaþrungin og ævintýrarík. Ó- sjaldan rituð letri tára og hjarta- sorga. „Menn rífa sig ekki upp með rótum úr aldagömlu umhverfi sínu“, segir einn merkasti landi oik'kar vestra, dr. Richard Beck. Hljótt er nú orðið um þá sögu. Og mættu blöð og tímarit austan hafs taka rögg á sig og halda orð- stír Vestmanna hærra á loft, og með því skara glóð að eldum ís- lenzkrar ættrækni, sem óðurn fer dvínandi með þjóð okkar Hér verður í rr.iög ófullkominni mynd raki.nn sá þátturinn, er okkur prenturum stendur næst. og sem „hefur ætið varðað veginn fyrst/ í vizkuleit og framsókn mannsins anda,“ — eins og einn stéttar- bræðra okkar kemst svo snilldar- lega að orði ÍÞorsteinn Halldórs- son). — Prentlistin eða prentarar hafa dyggilega þjónað þeim mönn- um, sem íremst hafa staðið í orðs ins list og mest og bezt hafa unn- ið íslenzkum málstað í Vestur- heimi. — Þessi sundurlausu brot segja alltof lítið. Geta aðeins ör fárra þeirra manna, sem stað- ið hafa í íararbroddi, og varpað ljóma á íslenzka blaðamennsku vestan hafs. Tilvitnanir í ýmis rit gefa þo ljósa heildarmynd af við- .horfi Vesfur-íslendinga til ferða- 'slóða, virðmgu þtirra fyrir móður- málinu og íslenzKum menningar- arfi. Fyrsta áratuginn — og jafnvel lengur — urðu íslendingar að þola all-almenna lítilsvirðingu vegna þjóðernis sins, er stafaði af van- þekkingu cg vanmati hinna nýju þjóðbræðra þeirra á kostum og göllum íslenzka kynstofnsins. Saga íslands er óþekkt meðal alls al- múga í hinum nýja heimi. Hið eina áberandi tákn er vankunnátt- an í verklegum efnum, óskilj- legt tungumál, kotungslegur klæðaburður og fleira af svipuðum toga. Enginn vissi um fjársjóðina, sem þessir fátæku landnemar fluttu með sér vestur um haf, bækurnar, — bókmenntaarfinn —■ oft aleigu íslenzka einyrkjans ■ En nieð aukinni* borgarmenn- íngu vex þenn ásmegin Þeir taka smátt og smátt að leggja frá sér hakann og skófluna. Verða brátt hlutgengir f þjóða- ,safninu“ til á- byrgðameiri starfa, og með tíð og tíma taka þéir forustuna í ýmsum veigamiklum ípáttum þjóðlifsins. Nægir þar að nefna blaða-j bóka og tímaritaútgáfu þeirra. Bygging- arframkvæmdir, sem eru einstæð- ar, sé miðað við höfðatölu og arfgenga þekkingu í byggingarlist. Ber Winmpeg enn í dag merki hinna stórhuga manna Vart verð- ur .gengin sú gata í hinni snyrti- legu borg a.ð ekki blasi við manni eitt'hvert s orhýsið, sem risið hefur af grunni fyrir atbeina frarn- gjarnra íslendinga. í félagslífi verða þeir einnig áberandi og á- hrifaríkir á ýmsum sviðum. Hér er ekki rúm til að rekja þá sögu, en óneitanleiga er hún girnileg til fróðleiks. ... Móngu hefur verið spáð og margt hefur verið rætt og ritað um fífsskilyrði og lífsmöguleika ís- lenzlks bjóðerniö í Ameríku og langt er nú síðar að menn þótt- T Í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Columbia Press, prentsmiðia Lögbergs fii 1956. Utan dyra standa Einar P. Jónsson, rit- stjóri Lögbergs og kona hans, ingibiörj;, er tók vlS rltstjórninnl aS honum látn- um. 636

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.