Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 25.08.1968, Page 21
um róandi lyf, en við eigum eng- in núna.“ „Þau þyrftiu ÖU aC fá eitthvað róandi", sagði önnur móðir. Lillelund só, að þetta var satt, þvi annars mund: allur hópurinn finnast. En allir læknar, sem hann þekkti, biuggu langt frá bókaverzl uninmi. Hann fletti upp í síma- skránni og fann nafn ókunnugs læknis í nálægri götu. Útgönigiu- bann var í gildi, en hann læddist samt þangað og læknirinn kom til dyra á náttfötunum. „Hver eruð þér og hvað viljið þér?“ „Ég hef mjög áríðandi erindi“ svaraði Lillelund „M'á ég koma inn.“ Læknirinn var tortrygginn og &tóð eins og klettur í dyrunum. Lillelund vissi, að nærri allir dansk ir læknar fyrir’itu Gestapo og hætti á að segja nonum allt. „Og ég yrði mjög þakklátur, ef þér gæfuð mér svefntcflur handa börn umum.“ „Endemia vitk-ysa", svaraði hinn. ,Slikt er ekki fyrir leik- menn. Bíðið meðar. ég klæði mig.“ „Tíminn er naúmur“, svaraði Liilelund. „Ég fer að minnsta kosti í frakka“, sagði læirnirinn, þreif yf- irhöfn og meðalatösku og hraðaði sér með hinum óvænta gesti tál bókaverziunarinnar. Börnin voru enn hágrátandi og foreld'ramir titrandi af skelfingu. Með hröðum handtökum gaf læknirinn þeim ivfjasprautur, svo þau hnigu útaf ems og liðin lik. „Þau rakna við eftir nokkra klukkutíma“, sagði hann, neitaði að taka greiðslu og var horfinn. Fólkið sat náfölt eftir. Faðir, með son sinn meðvitundarlausan í fanginu, fór að kjökra: „Hvað hafa þau gert af sér. Hvers vegna eru Þjóðverjarnir á hælunum á þeim. Þau eru bara börn. Börn.. Lillelund gat erki norft á þau lengur. Hann viss/ varla, hvernig hann stau'aðist fram í verzlun- ina áð skrifborði Staffeldts, en þangað komst hann og grúfði sig fram á handleggina Harðgeri skemmdarverkamsðu'rinn, sem sprengdi upp verksmiðjur án þess að hvi'ka, hann Jens Lillelund, brast í grát Eftir þetta varð það föst varúð- arráðstöfun að gefa börnum svefn lyf áður ’.n flótti hófst. Lillelund tókst að ".'eppa undan Þjóðverjum öll striðsá'in og þegar OhurchiH kom til Danmerkur, var þessi hetja andspyrauhreyfingarinnar kynnt fyrir honum. „Já, Lillelund, ég hef heyrt margt af yður,“ sagði brezki foTsætisráðherrann. „Þakka yður fyrir, nerra Chur- chili,“ svaraði sá danski, „ég hef líka heyrt mikið talað um yður.“ Það kvað við skelliLlátur. Staffeldt og vinir hans höfðu getið þess rétt til, að sjúkrahúsin í Kaupmannahöfn yrðu þeim hauk ur í horni. Bisbebjerg-sjúkrahúsið reyndist bezt aí öllum. Meðal lækna þar var Karl Henry Köst- er og viku eftir að Þjóðverjar höfðu gert hina misheppnúðu til- raun til að fangelsa alla Gyðinga, kom einn af nemendum Kösters, Ole Secher, til hans og sagði: „Við læknanemarnir hóium fundið eina fjörutíu Gvðinga { skóginum fyrir sunnan Kaupmannahöfn og ætlum að flytja pá með vörubifreið ann- að kvöld í fiskibáta hjá góðum mönnum, en Þjóðverjarnir er að leita 1 skóginum og við þorum ekki að senda bifreiðina þangað. Væri mögulegt að fela þá hér í sjúkrahúsinu og íáta aka þeim héð an.“ „Það væri sjálfsagt hægt“. svar- aði Köster, „en hvernig komast þeir hingað?“ „Okkur hefur dottið ráð í hug. Vdð getum liátið íta út eins og þeir séu í jarðariör, gefið þeim blóm og látið þá ganga á eftir lík- vagni gegnum borgina í grafreit sjúkrahússins." Köster féllst á þetta og það var ákveðið að Gyðingarnir kæmu dag inn eftir og biðu í kapellunni, þangað til hægt væri að aka þeim til strandar. Klukkan. hálfátta morguninn eftir hringdi áhyggjufullur kirkju garðsvörð'.r til Kösters. „Það er komið hérna fullf af fólki til að vera við jarðaríör. Hvernig get- ur staðið á þessu? Ég hef verið vörður hérna í þrjátíu og fimm ár og aldrei vitað jarðarför svona snemma morguns “ „Tfcnamir eru óvenjulegir, land ið hernumið", svaraði Köster. „Ég þurfti að framkvæma erfiðan upp skurð í gærkvöldi og steingleymdi að segja þér, að búast við svo sem fjörutíu syigjendum." „Þeir eru meira en fjörutíu“, sagði vörðurinn ÆtL hundrað og fjörutíu væri ekki nær lagi.“ Fréttin um ,,jarðarförina“ hafði kvisazt og um hundraö flóttamenn bætzt við. Fólkið fékk að báða í Kapeliunni um dagin, unr vöru- biíreið með segldúksyfirbreiðslu rann í hlað. Fjörutíu manns, vald- ír af handahófi úr hópnum, flýttu sér upp ó pallinn Rétt sem því lauk, sást Gestapo koma upp stræt ið. Vörubi4! eiðin ók af stað. Skyndi lega kom litil barnshönd fram und an yfirbreiðslunm og flóttabarn kailaði „Verið öli bless“ Síðan hvarf hör.din og ekkert grunsam- legt var ’.engur að sjá, en Gestapo- bifreiðin sveigði J humátt á eftir flóttafólkinu. Fjarlægðm milli bifreiðanna var nokkuð mikil og hugsanlegt, að Þjóðverjar hefðu ekkert séð, en grunsamlegt að þtir skyldu elta. Læknirinn Gammaltoft sem nær- staddur var, stökk upp í bifreið sína og flýtti sér á eftir peim. Hann ætlaði að asa utan í Gestapo bifreiðina, eins og af klaufaskap, og stöðva hana þannig En rétt sem hann var kominn í færi og um það bil að auka hraðann vegna ákeyrslunrar, beygðu óvinirnir nið ur veg, sem lá i aðra átt. Þeir höfðu eksi tekið ertir neinu. Þeir flóttamannanna sem enn biðu í kapellunni voru faldir á geðsjúklingadeildinni, þangað til hægt yrði að koma þeim undan. En morguninn eftir hringdi kirkjugarðsvörðurúin aftur: „Fleiri syrgjendur, minnst tvö hundruð. ..Seinra um daginn komu hundrað að auki Paul Köst er var alveg í vandræðum og sneri sér til Signe Jansen yfirhjúkrun- arkonu. Árangunnn varð sá, að allar hjúkrunarkonui spítalans lögðu frarn hjálp sína Þær opn- uðu íbúðir sínar tyrir bláókunn-. ugu flóttaíólki og hlynntu að því á alla luwd. Án þeirrar hjálpar; hefðu ekki tvö þúsund Gyðingar sloppið undan Gestapo með því að fela sis, í B’sbebjerg sjúkra- húsinu. Allt þetia fólk xagðr sig í mikla hættu. Það kom fyrii að Þjóð- verjar réðust ina skurðstofur sjúkrahússins. Væri sjúklingurinn á skurðarborðinu Gyðingur, skutu þeir alla viðstadda ti: bana með vélbyssum. sjúkling, íækni og að- stoðarfólk. Einn btzti vinur Köst- ers í skurðlæknastétt lét lífið á slíkan háfct. Fr&i.thald f næsta fcfeðl. T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 645

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.