Tíminn Sunnudagsblað - 11.05.1969, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 11.05.1969, Blaðsíða 3
! í grasinu og runnunum geta brúðkaupsnæturnar orSið bardagi upp á Hf og dauða. Ástarsæla skordýranna snýst stundum í drápsfýsn. Köngurló ein gengur ævinlega af maka sínum dauðum, og fleiri skorkvikindi eru karldýrinu skæð að lokinni mökun. En ekki eru samt öll þessi skordýr ruddaleg að sjá. Sum leika viðhafnarmikla ástarleiki. Dansflugan er alkunn, og það er unun að sjá karldýrið leika listir sínar. Ðrúðkaups- dans sinn þreytir hann ævinlega að kvöldlagi í mýrlendi eða inni í skógariundum. Að jafnaði er dansflugan meinlaus öðrum skordýrum. En karlinn veiðir lítið skordýr áður en hann bregður sér f biðilsbuxurnar, svo að hann verði síður hryggbrotinn og með það flýgur hann í dansinn. Þegar hann hefur koslð sér frúna, láta þau fallast til jarðar og setjast á laufblað eða grasstrá. Þar setzt kvendýrið að kræsingunum, og karl dýrið uppfyllir lífskvöðina. En síðan er því hollast að hafa sig brott. Flugfimustu dansararnir eru af hil- ara-ættinni. Karldýr þeirrar ættar hefur svo mikið, að þau spinna eins konar knött utain um skordýrið, sem þau verða. Það er nokkurs kon ar bekkjargjöf handa frúnni. Kvendýrið étur þó ekkl skordýrið, sem í knettinum er. Hún verpir í hann eggjum sínum, og síðar geta aðrir biðlar boðið upp á sama knöttinn. Enn ein dansflugnategund skreytir knöttinn litlum laufblöðum. Samt fer svo stundum ,að blessaðtr karl- ar komast ekki lífs frá ævintýrinu. mmmmmmmmmtaa Vissulega eru það dapurleg endalok hugulsams biðils, þegar brúðurin étur hann upp til agna. En svo er fyrir að þakka, að biðlar sleppa oftar en httt. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 387

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.