Tíminn Sunnudagsblað - 18.05.1969, Síða 3
N
Margar lífverur afla sér fæðu með skrítnum og kyn-
legum hætti. Sætúlípanana má til dæmis taka um
það. Þeir standa á höfði, Ijúka upp skeiinni og sparka
inn í hana fæðuföngum sínum með fótum sínum tólf.
Til er krabbategund, sem lætur sæfífla veiða handa sér i
matinn. Krabbi þessi lyftir sæfífii í klóm sér, og þegar
fifillinn sveiflar öngum sínum, festist í þeim sitthvað
það, er krabba þykir gómsætt.
jipiij
Óðinshanar geta ekki kafað að
neinu ráði. Þeir synda í hringi á
grunnu vatni og koma róti á það.
Við það berast lirfurnar af botn-
inum upp i vatnsborðið, þar sem
fuglarnir ná þeim.
Slöngur sumar hlykkja á sér halann
á þann hátt, að minnir á hreyfingar
maðka. Með því ginnir indverska
vatnsmokkasían til sín eðlur. Aum
ingja eðlurnar ætla að grípa maðk
inn.
í sömu andrá glennir slangan slungna
upp ginið og steypir sér yfir eðluna.
Ekki þarf að spyrja að leikslokum.
Eðlan fær ekki neinn maðkinn, held-
ur gleypir slangan hana.
í Indlandshafi er rauður marhnút-
ur. Hann hefur beitu, sem líkist
maðkl, á þræði ofan á höfðinu.
Smáfiskar laðast að honum og ætla
að glefsa f beituna. Þá étur mar
inúturinn þá.
Köngurlóartegund eln spinnur sér
ílangt veiðibyrgi í grassverðinum og
grefur sér þar undir bú. Síðan fer
hún í byrgi sitt og biður þess, aí'
fluga komi og setjist á það i granda
leysi.
Nú kemur flugan, og samstundis
heggur köngurlóin, sem leynist i
byrginu, vesalings fluguna til
dauðs. Siðan dregur hún hana nið-
ur i búið, gerir við byrgi sitt og
bíður nýrrar bráðar.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
411
wagaSii^PmTT^'-■ ™ "s*1”