Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Blaðsíða 2
BREF TIL BJARGAR
Við ieggjum diáölítið fé að
mörkum til þess að græða upp
sanda og örfoka auðnir. Við er-
um að rækta barrskóga, sem
geta gefið af sér nytjavið, þegar
stundir líða. Við erum að feta
okkur áfram með. fiskeldi og
reynum að auka laxastofninn í
ánum.
Allt þetta virðist þess eðlis,
að sérbver maður ætti að gleðj-
ast yfir slíkri viðleitni og
leggja henni lið. Þar sýnist ill-
kvittni og óviM varla eiga sér
leikvang. Eða viljum við ekki
öll gera landið okkar betra og
fegurra?
Svo undarlega bregður þó
við, að menn, sem af heilum
huga og allri orku hafa helgað
sig þvilíkum verkefnum, sæta
æ ofan í æ harkalegum árásum,
sem jaðra við róg. Nú seinni ár-
in hefur sandgrœðslan að vísu
verið látin í friði, að ég held,
en sú var tíðin, að einnig hún
sætti miskunnarlausum and-
róðri.
Það er alkunna, að líklegra
er til árangurs að gróðursetja
barrplöntur í kjarrlendi en á
bersvæði. Því veldur skjólið og
þeir eiginleikar, sem jarðvegur-
inn hefur fengið við lauffallið.
Nú nýlega hefur það verið gert
að árásarefni á skógræktar-
menn, að þeir tortimi birki-
kjarri vegna barrviðanna.
Ég er þess sinnis, að ég tel
tvímælalaust, að við eigum að
leggja rækt við birkiskóga, því
að ekki er völ á sumarfríðari
og yndislegri skógargróðri í
landi okkar. En ég get með
engu móti samsinnt mönnum,
sem hallmæla Skógrækt ríkis-
ins fyrir þær sakir, að hún
ræktar barrskóga, þar sem von
er um beztan og skjótastan vöxt.
Annað væri auðvitað fásinna og
svipað því, ef bóndi, sem á völ
á góðu landi til ræktunar, gengi
fram hjá því og reyndi í þess
stað að erja útskæfur, sem
hæpið væri, að nokkurn tíma
yrðu tún í lagi.
Mér virðast þessir menn
grunnfærnir. Birkiskógar eru
til prýði og yndisauka, veita
skjól og varna uppblæstri. Barr-
skógar eru nytjaskógar í öðrum
mæli, og þeir eiga að verða
okkur til fjárhagslegs ávinnings
seinna meir. Á þessu er að
nokkru leyti .sami munur og
túninu og úthaganum, sem
vissulega hefur sína fegurð.
Þetta virðist mér þeir, sem
deila á Skógrækt ríkisins, ekki
hafa gert sér ljóst.
Það kann einnig að stafa af
takmarkaðri þekkingu á mál-
efninu, að þeir saka skógrækt-
armenn um að eyða birkiskóg-
um. Sannleikurinn er sem sé
sá, að Skógrækt ríkisins og
skógræktarfélögin hafa eðlilega
umfram aila aðra aðila í land-
inu stuðlað að verndun birki-
skóga, og væri nú bert land,
og sjálfsagt örfoka að meira
eða minna leyti, þar sem falleg-
ir kjarrskógar dafna, ef hennar
hefði ekki notið við. Hver, sem
vill, getur einnig sannfært sig
um það, að skógræktarfélög og
skógræktarmenn hafa með
góðri liðveizlu Skógræktar rík-
isins, komið upp birkilundum,
sem hiklaust mun mega nefna
birkiskóga 1 fyllingu tímans,
víða um land, eins og til dæmis
í Þingeyjarsýslu, Eyjafjarðar-
sýslu og Skagafirði. Hitt finnst
mér tortryggilegt, þegar þeir,
sem segjast bera birkiskógana
fyrir brjósti, sjá eftir þeim
birkiskógum einum, sem notað-
ir eru til þess að gróðursetja í
barrviði, en minnast ekki á
það, sem tortímt er, án þess að
neitt komi í staðinn. Víða er
þó birkigróður að farast á hin-
urn feguretu stöðum landsins
sökum átroðnings og illrar um-
gengni manna, sem þangað
hópast, og annars staðar eiga
skógar og kjörr sýnilega mjög
í vök að verjast vegna ágangs
búfénaðar.
Af þvi, sem ég hef nú sagt,
má ljóst vera, að mér er annt
um birkiskógana, þótt ég telji
sjálfsögð búhyggindi, að við
ræktum nytjaviði, alveg eins og
við græðum sanda og ræktum
vatnafiska okkur til hagsbóta.
Og mér er ekki einungis annt
um þær skógarleifar, sem við
eiguim, heldur tel ég, að við
eigum að leggja fram aukið fé
og aukið starf til þess að koma
upp nýjum birkiskógum. Sums
staðar lifa enn birkirætur í
jörðu, og þar nægir að friða
landið, en sums staðar þarf að
gróðursetja birkið. Þetta tel ég,
að við eigum að gera til þess,
að nóg verði af birkiskógi handa
þeim, sem þar vilja leita sér
hvíidar og unaðar á sumrin, og
nóg af skjólgóðu og heppilegu
landi á næstu öld handa þeim,
sem starfa að ræktun barrskóga.
Akureyringar hafa skákað
Reykvíkingum við ræktun
birkiskóga á nöktu landi. Ég
ráðlegg þeim hér syðra, sem
ranglega beina geiri að Skóg-
rækt ríkisins, að fara að dæmi
skógræktarmanna á Akureyri,
festa kaup á fjallshlíð í ná-
grenninu eða einhverri annarri
spildu og rækta þar birkiskóg.
Það yrði þeim til meiri ánægju
en hnotabitið, og það glæddi
skilning þeirra á skógræfct.
Skógrækt ríkisins yrði þeim
áreiðanlega liðsinnandi við
þetta, og skógræktarfélögin
myndu reynast þeim traustur
bakhjarl.
J. H.
S18
TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ