Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Side 9
Gunnlaugur J. Gunnlaugsson:
Laxárdaíur
Ferðaðist um fjöllin víða,
fram á dalbrún kom ég þá,
við mér blasti byggðin fríða,
blómlegt allt var til að sjá.
Öllu þó ég ákaft hrósi,
augað sem að fyrir ber,
fljótið breiða fram að ósi,
fegurst perla dalsins er.
Unaðslegum eftir sveitum,
ána fagrir hólmar skreyta,
byggðir fugli og blómareitum,
birtu og yl í lífið veita.
Fagur söngur fossins prúða,
flytur dal í æðra veldi,
blikar sól í björtum úða,
bakka vökvar gróðurfeldi.
Öllu skal nú af þér svipta,
unaðslegi fjallasalur,
fegurð þinni og frelsi rifta,
færa í kaf, þig Laxárdalur.
ferðamenn o.g gestir, að orðrómur
sé uppi, jafnvel haft eftir ráða
miönnum orkuimiálanna, að ráðlegt
væri að auika vatnsmegin Þjórsár
með vötnum, sem norður fa'Ua,
þeim sem tæknilega verður náð
til.
Og enn vakir imér í huga hið
öllum grænna gróðurflæmi undir
ArnarfeMi hinu mikla. Ferðamað-
ur, er kominn í einurn áfanga
norðan frá Kiðagili, hestarnir orðn-
ir svangir, þreyttir og sárfættir eft-
ir furðulegar vegalengdir Sprengi
sands. Hér birtast þeim félögum
æðstu óskir — hestarnir jafnvel
tölta niður melölduna, stikla létti-
lega yfir mýrarsundið heim að
toofarústunum í Eyvindaveri.
Hefurðu setið á kofaveggjum Ey
vindar í tovöldsvalanum, þegar
hestarnir bíta grængresið niður
með lindunum? Veiztu það, að lind
in, sem getið er í upphafi þessa
máls, er bæjarlækur þeirra al-
kunnu útlaga, Höllu og Fjalla-Ey
vindar, en lindin sú býður betri
drykk en nokkurn tíma var á bik
ar borinn? Stargresið bylgjast i
blænum, fuglarnir draga höfuð
undir væng, og ungarnir safnast
til mæðra sinna: Hin algera, vold-
uga þögn öræfalandsins hleðs, að
þér, svo þú sofnar, sitjandi uppi
við blómum skrýdd veggjarbro*- út-
laganna, og nýtur hvíldarinnar
ríkulegar en nötokur sæng fær
veitt. Eða manstu morgunstundina
um árið, þegar hestarnir lágu nið-
ur með lindunum — eða varstu
máski í jeppanum þínum, sem þá
hefur staðið austur á melnum?
Sólin er að lyfta sér yfir fann-
hvítar hábungur Tungnafeilsjök-
uls, breðabungan mMa handan við
ána — Hofsjökullinn — glitrar í
litskrúði, sem engin orð fá lýst né
litir túlkað, en hágnípur Keriing-
arfjalla standa voldugan, eiiífan
vörð lengst við norðvestur. Þá
lyfta fuglarnir 9vanhvítum vængj-
um sínum og teygja hálsinn langa,
hefja tónana, hljómkviðuna —
fegurri, máttugri en annars stað
ar hefur heyrzt. Slíkan lofsöng
flytja álftirnar hvern kyrrlátan
morgun hér í paradís fugtanna,
Þjórsárverum.
Bak við melöldurnar í norðaustri
er sem eilífðin þrumi yfir eyði-
mörkinni miklu, Sprengisandi, og
sennilega finnst þér ógnarlangt
norður í dalina grænu — að
minnsta kosti ef þar liggja þín
heiimalönd og æskuslóðir.
Við vorum lítillega búin að minn
ast á Laxá í Þingeyjarsýslu. Veiztu
það, að vatnið í Laxá er frjórra
en nokkurt vatn annað, sem fellur
til sævar á norðurslóðum? Gróð-
urinn á bökkunum, hann tekur
fram öllum öðrum gróðri, er fyrir
finnst hér í norðurbyggðum. Eig-
um við að 'hlusta um stund á nið
hennar — mjúklátan, mátcugan,
friðsælan nið, ólíkan þungum
vatnagný annarra faltvatna. Hvar
sem til hennar heyrist — upp hjá
Arnarvatni, niður um Þverá og
Kasthvamim, út um Brúarfossa eða
norður um Nes og Knútsstaði. Það
væri næsta fróðlegt að gefa sér
tóm til að telja saman skáldin og
rithöfundana, seim stigið hafa æstou
spor sín eða háð ævistarf sitt á
bötokum Laxár eða í nágrenni henn
ar síðustu sjötíu til hundrað árin
— allt frá Arnarvatni til Laxamýr-
ar.
Heyrðir þú hana Lissýju á Hall-
dórsstöðum syngja? Veiztu það, að
hún á unglingsárum yfirgaf ætt
land sitt »g æskuslóðir við Forth-
fjörðinn skozka, giftist fjárbónda
norðan úr Laxárdal og var hús-
freyja á Halldórsstöðum fast að
sjö áratugi? Söngrödd hennar var
svo fögur, svo mild og þó svo
máttug, að jafnvel héluslegnir
dalabændur og fjailferðamenn
garnla tímans finna yl fyrir bringu,
er þeir minnast söngvanna hennar
Lissýjar á Halldórsstöðum. Söngur
inn hennar var þrunginn himin-
hárri ást til heimalandsins hand-
an við höfin miklu. Vorbiær bing
Framhald á 838. síðu.
Hciðagæsir hefja flug tM ísfands. Verða Þjórsárver sokkin eins og
AHantis eiffhvert vwriS, er þaer koma í öræfageiminn íslemka?
f ÍUINN
SUNNUDAGSBLAÐ
825