Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 19.10.1969, Page 14
Einu sinni áður hefur blaðamaður frá Tímanum fengið að koma í Karmel- klaustrið: Guðni Þórðarson ræðir við príorinnuna gegn um stálgrindur árið 1952. stúdentum í sumardvöl á íslenzk sveitaheimili, og einn vetur var hann sendikennari — kenndi í há skólanum hér í skiptum fyrir dr Alexander Jóhannesson, sem kenndi í Utrecht í staðinn. — Voru margir, sem lögðu stund á norrænunám í Utrecht á þessum árum? — Nei, við vorum ekki nema tvö. Hinn nemandinn var kandidat frá Suður-Afríku, og hann samdi doktorsritgerð um kenningar í nor rænnm og engilsaxneskum skáld skap. Seinna varð hann háskóla kennari í Stellenbos í heimalandi sínu. Nú — ég lauk framhaldsnámi mínu árið 1925. Ég hafði ætlað mér að hafa Laxdælu að verkefni í doktorsritgerð mína. En þegar ég var búin að vinna að þessari rit- gerð nokkurn tíma, kom til mín norrænunemsndi úr háskótanum í Leiden, van Ham að nafni, og sagðist einnig vera að skrxfa um Laxdælu. Hann gaf mér i skyn, að hann væri kominn talsvert áleið is með þetta og hálfmæltist til þess, að ég veldi mér annað verk- efni. Ég var alveg í öngum mín um og fór til van Hamels og spurði hann ráða. Honum tókst að telja mig á að halda áfram með Laxdælu, en eftir hálfan mánuð fór ég aftur til hans og sagði hon uim, að ég hefði breytt fyrirætlun minni og ætlaði heldu'r að snúa mér að Njálu. Það er miklu meiri efniviður í Njálu, þó að róman- tíkin sé meiri í Laxdælu. — Að hvaða niðurstöðu komstu, systir Ólöf, í doktorsritgerðinni? — Prófessor R. Heinzel og pró fessor A. Heusler og fleiri þýzkir norrænufræðingar höfðu mikinn áhuga á bóhmenntaleguim yrkisefn um í ísiendingasögunum, og ég hafði hugsað mér að rannsaka Njálu frá því sjónarmiði. Ég vann að doktorsritgerðinni í ríkis- bókasafninu í Kaupmannahöfn ár ið 1926, og þá kynntist ég Finni Jónssyni og dr. Valtý Guðmunds syni, sem báðir vorix prófessorar við Hafnarháskóla. Ég sótti fyrir- lestra hjá þeim. Skoðanir þeirra voru alit aðrar en hinna þýzku norrænufræðinga, og það olli mér miklum heilabrotum. Dr. Valtýr var mér alltaf ákaflega hlýr og góður, og mér varð mikill styrk ur að hjálpfýsi hans. Þó gat ég ekki orðið honum sammála um það, að Njála væri bókstaflega sönn í heild sinni. — Svo kemur þú til fslands stuttu eftir að þú laukst við dokt- orsritgerðina? — Já, í janúar 1928. Ég kynnt ist í Kaupmannahöfn stúlkum, sem höfðu verið við norrænunám í Reykjavík. Ein þeirra sá um, að ég fengi herbergi í Reykjavík. Ég bjóst við því, að húsnæði á íslandi myndi vera fátæklegt, en ég varð steinhissa, því að ég fékk inni í nýju og glæsilegu húsi við Laufás veginn hjá Friðriki Jónssyni, föð- ur Sturlu Friðrikssonar erfðafræð ings. — Og hvert var erindið til ís lands? — Að læra íslenzkuna betur. Mynd, sem Suðni Þórðarson tók í gegnum stálgrindurnar árið 1952 inn í kapelluna, þar sem nunnurnar grúfa sig á bæn. 830 TtMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.