Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 3
Sum dýr bera sannarlega nafn meS renfu. Svo er til dæmis um mauraætuna. Flestar tegundir þessa dýraflokks iifa svo að segja eingöngu á maurum og termítum. Indverska mauraætan tætir sundur hörSustu maura- þúfur með löngum og beittum kióm sínum. Tuttugu sentimetra langri tungu rennir hún niður í ganga mauraþúfunnar. *mm Mauraæta getur ekki tuggið mat sinn. En innan í maganum eru harð- ir, sagtenntir þófar, sem mala maur- ana. Sandur, sem dýrið gleypir, auð- veldar því aðeins meltinguna. Sæti mauraæta árás, vefur hún sig saman. Hún iíkist þá hnykli, og stór- gert hreistrið, sem þekur allan skrokkinn, er hin haidbezta vörn gegn* öllum nema mönnum og tígr- isdýrum. Margar mauraætur eru fimar að kiifra i trjám. Sumar þeirra no-ta halann til að hanga á. Neðan á þeim, er nakinn biettur, og þess vegna get- ur þær þreifað fyrir sér með hon- um. Halinn er mauraætu oftar gagnleg. ur. ráðist hundur á hana, bíður hún kannski, þar tll hann er kominn að henni. Þá slær hún hann með hal- anum. Það getur verjð harla óþægi- legt högg. Vesalings hundurinn rek- ur upp vein og flýr. A hreistrinu eru hvassar brúnir, og þær koma mauraætunni að gagni, þegar hún hefst við í trjám. Hún getur hangið tímunum saman utan í trjábol og spennt skrokkinn út í loftið. Þanníg líkist hún mest brotinni trjágrein. Þetta hreistur kemur sér líka vei fyrir ungviðið. Því veitist auðvelt að skorða sig á baki móðurinnar. Séu óvinir á ferli, vefur hún sig á svipstundu utan um afkvæmi sitt og ver það þannig öllum hættum i faðmi sér. IfUINN SUNNUDAGSBLAÐ 1011

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.