Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 6
Enn um Tröllatunguætt Mér hefur góðfúslega verið á það bent, að í grein minni um Tröllatunguætt, sem birt er í 35.— 37. tbl. Sunnudagsblaði Tímans, sé ranglega sagt, að Ólöf Björnsdótt- ir, prests, Hjálmarssonar, hafi ekki gifzt, en átt tvær daetur. Nú er það að vísu rétt, að Ólöf eígn- aðis tvær dætur, en aðeins önn ur þeirra fæddist utan hjónabands, því að skömma íyrir 3840 mun hún hafa gifzt Magnúsi Sigurðs- sini, bónda í Stóra-Mú'.a í Saur- bæ í Dalasýslu, og var þeura dótt ir Guðrún (f. 1838), kona Stefáns í Húsavík og síðar á Hrófá. Hjóna- band Ólafar varð skammætí, þvi að Magnús maður hennar andaðist um mitt sumar 1843 Hina dóttur- ina, Sigríði að nafni, átti Ólöf með Jóni bónda Jónssyni í MiðdalsgrÖí, og mun það hafa verið nokirru áð- ur en hún giftist Magnúsi. Eins og fyrrnefnd grein um Tröllatunguættina ber með sér, var hún ekki hugsuð sem óskeikiil og því síður tæmandi verk um þá ætt. Slíkt rit myndi fylla stóra bók Eigi að síður hjálpaðist ég við all- mörg heimildarrit, og eigin kynni við fjölmarga af ættinni, auk þess að vera sjálfur einn þeirra. En nú vill svo til, að meiri hluti hinna skráðu heimildarrita minna telur, að Ólöf hafi ekki gifzt, þó að aðr- ar fari rétt með það atriði, og þjón- ar engum góðum tilgangi að rekja það nánar. Yfirsjón mín er sú, að fara eft- ir þeim heimildum, sem hermdu rangt, en ekki hinum, þó að færri væru. Einkum finnst mér óafsak- anlegt, að mér skyldi sjást yfir það í sjálfsævisögu séra Björns, að hann segir Ólöfu, dóttur sína, vera ekkju, sem sker alveg úr um það, að hún hefur verið manni gefin. Hefði ég veitt þessu athygli 'S tíma, myndi ég hafa athugað m/%íð bet- ur, en þar villtu heimildírfit, sem ég trúði of vel, um fyrir niér. Jóhann Hjaltason. varð hann sem goðvera í hugskoti margra íslendinga — sumum jafn- vel hugtækari en sjálfur Jónas Hallgrímsson. Enn kunna þúsundir íslendinga vísur eftir Sigurð Breið fjörð, og enn ganga menn að Sunnudagsblað Timans flutti í nóvembenmánuði síðastliðnum þætti eftir Jóhann Hjaltason „Kringum Tröllatungu og Tröllatunguætt". Ég kann Jó- hanni Hjaltasyni þakkir fyrir. Bæði er fróðlegt og skemmti- legt að lesa um Tröllatungu- presta og margt fleira í þessum sögnum. Hann víkur þarna töluvert að ættingjum mínum, svokallaðri Ormsætt, Samúel Guðmunds- son í Miðdalsgröf var faðir minn og margir ættingjar okk- ar voru á þeim slóðum. Jóhann setur í þessa þætti gamanvísur, ortar 1 orðastað Guðrúnar Bjömsdóttur frá Heiðarbæ, en man aðeins þrj'ár þeirra. Nú vill svo til, að kona mín, Steinunn Guðmundsdóttir frá Felli í Kollafirði, lærði vís- urnar á þeim tíma, er þær voru ortar. Ef ritstjóra Sunnudags- blaðsins sýnist að setja þann viðbæti við Tröllatunguþætti, þá eru vísumar hér í réttri röð. Sæll vertu nú, Siggi minn. Seint vill koma borgunin frá þér, svo ég firrist grin, fyrir handaverkin mín. Velli þínum vann ég á, varð þar bæði að raka og slá Ávallt það mér eykur hryggð hvað illa þú mér launar dyggð. Lömbin sendir þú mér þrjú, þau ei voru í skammti drjúg. Þegar þau gengu hingað heim, hreint var enginn mör í þeim. En hvað kjötið allt var rýrt, ekki get ég frá því skýrt, ullin stutt og ekki góð, úr þeim fékk ég lítið blóð. leiði hans í Hólavallarkinkjugarði til þess að horfa á varðann og grasið, sem grær í kring um hann. Það hefði verið gagnslaus sóun, ef prestur hefði farið að semja Skelfing voru skinnin ljót, skæði fékk ég ein og bót hverju þeirra aðeins úr, ónýt hreint í flökkutúr. Það, sem stendur eftir enn, átján krónur segja menn, bið ég þig að borga strax, • bóndi góður, mér til hags. Innskriftina eg mér kýs af því ég er í skuld við Riis. Heimtar það oft kýr á Kinn Hólmarvfkurfaktorinn. Steingr. Samúelsson. HÉÐAN OG ÞAÐAN Klæðaburður Jakobs ísakssonar. Jón Ólafsson, bóndi í Torfumýri í Skagafirði, vók sér einhverju sinini að sökmarpresti sínum í sam- kvæmi og mæltti: „Hi nú — segðu mér, prestur mimm: Veiztu, hvort hamm Jakob ísaksson lót sortulita fötin sím, þeg- ar hamrn klæddist mislita uUarhár- inu af fénu simu?“ Á vísan að róa. Fátækur maður kom til séra Árna Helgasonar í Gorðum og bað hanm líknar. Lét harnn þess getið, að vamiséð væri, að hann gætj end- urgoldið það, er fyrir hamm væri gert sökum örbirgðar sinmar, og yrði þaö Mk'lega úrræði sitt að biðja góðan guð að lauma velgerðamönm- um síuum. „Ekki er nú í kot vísað“, svar aði séra Ármd. „Þú raumt eiiga hjá homum“. ræðu og tala yfir gröf slíks manns. Orð hans heíðu fokið út í vind- inn á samri stundu. Þar gat efck- ert slaðnæmzt nema rödd skáids- ins sjálfs, hins gæfusnauða og margseka. T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.