Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Side 15
anum var gömul Scandiavél með teinaskiptingu, og höfðum við ver- ið að bakka, þegar bólfærið lenti í skrúfunni. Við gátum þvi ekki ferðazt nema aftur á bak. Bökk- uðum við nú í hlé undir Viðvíkur- björgin, ogtókst þá Bergi og hin- um hásetanum, sem heitir Gunn- laugur Sigurjónsson, að skera draslið úr skrúfunni. Á meðan sauð ég glænýjan fisk, með slori og öllu saman, í austursskjólunni, og var tekið til matar þegar að loknum skurði. En þegar lagt skyldi af stað, kom í ljós, að hringur einn mik- ill í skiptibúnaði var brotinn. Berg- ur var ekki lengi að sjá ráð við því. Hann tók spýtukubb og stíf- aði mekanismann af, svo að nú gátum við farið ferða okkar, þann- ig að stafn horfði fram. Allt þetta hafði tekið svo sem tvær til þrjár klukkustundir, og nú var kominn strekkingsvindur á móti. Þegar við höfðum þannig keyrt dulitla stund, og allt virtist í bezta lagi, kvað formaður upp úr með það, að nú færi hann fram í lúkar að leggja sig, þar sem við strákarnir ættum landstímið. — Og þetta hefur allt gengið vel? — Ég er nú hræddur um það. Samkvæmt skipun formannsins fylgdumst við með pvi, hvort sjó- vettlingurinn góði þornaði óhæfi- lega fljótt, því að vettlingurinn var mælitæki sem sýndi, hvort úr- bræðslan í höfuðlegunni væri hættuleg, og áttum við að vekja formann, ef svo reyndist. Þegar komið var inn með Tanga- sporði, var hann orðinn hvass á suðvestan, beint á móti, með krappri vindkviku. Steypti nú bát urinn stömpum og gaf svo mikið á, að ég hafði varla undan að dæla. Og í því ég ætlaði að fara að ræsa formann, stakk hann höfði upp úr lúkarnum, gáði til miða og sagði: „Þetta gengur nú bara bæril'ega‘‘. Rétt í þessu sjáum við, hvar Ásmundur Jakobsson kemur út fjörðinn á Auðbjörgu sinni og fer mikinn. Hann var þá að leggja upp í dauðaleit að okk- ur. En enga aðstoð þurftum við og vorum komnir í höfn fyrir mið- nætti. \ Það er af skiptihringnum að segja, að mor.guninn eftir hjálp- aði ég Bergi að losa hann, og fór- um við svo með hann á kaupfé- lagsverkstæðið. Svo vel hittist á, að þar var einmitt staddur yfirvél- fræðingur Fiskifélags íslands, og átti nú að fá hjá honum góð ráð um viðgerð. Fræðingurinn kvað upp úr með það, að þar sem hring- ur þessi væri úr potti, þýddi ekki að reyna að brasa hann saman. Slík ur hringur myndi nú ófáanlegur, hvar sem leitað væri, og yrði því að senda hann til Akureyrar og láta steypa annan eftir honum Bergur var brjóstvitsmaður og tók hæfilegt mark á ráðleggingum fræðingsins. Hann fékk sér nú rör- bút, sagaði hann að.endilöngu og gerði úr plötu. Boraði hann síðan göt, eftir því sem við átti, og spengdi skiptihringinn. Næsta morgun fór Fálkinn i róð- ur eins og vanalega, og þau sum- ur, sem Bergur hafði þessa vél i honum eftir þetta, þurfti aldrei að gera við skiptibúnaðinn. — Þú hefur væntanlega ekki verið neitt hræddur þarna í róðr- inum, fyrst þú minnist þessara daga sem skemmtilegustu stund- anna í lífi þínu? — Nei, biddu fyrir þér. Enda er rósemi Bergs slík, að það væri undarlega innréttaður maður, sem léti sér bregða við smámuni, þeg- ar hann er nærstaddur. Seinna reri ég með honum einum, og það segi ég alveg satt, að engum manni myndi ég betur trúa fyrir lífi mínu á sjó. — En hvað um Færeyingana, sem þú minntist á áðan? — Ja, Færeyingar. Já, þeir eru bezta fólk, sem guð hefur skapað. Færeyingar reru frá Borgarfirði, þegar ég man fyrst til. Siðan kynntist ég þeim á stríðsárunum. Það hefðu ekki allir farið í föt- in þeirra, þegar þeir voru að flvrtja fiskinn til Englands á gömlu skút- unum vélvana. Þeir áttu sér sömu höfuðdyggð og Bergur vinur minn, rólyndið og æðruleysið. í sumar var ég vikutíma í Klakksvík og kynn‘ist færeyskri gestrisni, og þá komst ég að raun um, að það er mikill misskilningur, þegar ís- lendingar halda, að þeir séu gest- risnasta þjóð í heimi. — Og ein- hvern tíma sagði Gylfi: „Misskiln- ingur er verri en enginn skilning- ur“. — Ég sé hér i bókaskáp þínum mikið af ferðasögum. — Já. ég hef safnað dálitlu af Geitfell og Svartfell. Nær: Klðubjörg og höfnin. Ljósmýnd: Þorsteinn Jósepsson. rlniNN SUN NUD AGSBLAÐ 1023

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.