Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Page 14
liggur á, nóg verður blessuð blíðan í nótt“. Eftir hæfilega dvöl á Brimnesi héidu þeir svo róandi áfram norð- ur til Njarðvíkur, en á milli þess- ara staða eru sennilega um tutt- ugu og fimm sjómílur. Sagði Þor- kell, að þeir hefðu verið taldir seigir ræðarar, en í þetta skipti gekk þeim svo seint, að þeir undr- ust stórum, og voru þó alltaf að hvetja hvern annan. „Á norðurfall inu miðaði nokkuð, en á suðurfail- inu gekk bara ekkert“, sagði Þor- kell. Ég held, að niðurlag sögunnar hafi verið orðrétt svona: .„Þegar við komum í Njarðvíkur- sand og höfðum brýnt bátnum svona hálfa lengd sína, stóð allt fast. Þá óð Steinn, langafi þinn, aft- ur með bátnum og sagði: „Ekki er nú von, að vel hafi gengið. piltar, hann nafni minn er á eftir“. Þá sagðist Þorkell hafa sagt: „Helvít- is asni varstu að skera ekki á og halda kjafti“. En ástæðan til þess- ara orðaskipta var sú, að þegar Njarðvíkingar komu í Brimnes, lögðu þeir stjóra aftur af bátnum. Dvölin varð það löng, að komið var, að háflæði, er þeir fóru. Hafði þá stjórinn verið laus úr botni, og þeir svo góðglaðir, að enginn tók eftir þessu fyrr en á Ieíðarenda“. — En hvað um æviferil þinn? — Fyrsta embætti mitt var að vera búðarloka í kaupfélaginu hjá föður mínum. Á Eiðaskóla fór ég svo fimmtán ára gamall. Ég var þar yngstur nemenda, því að skóla- systkin mín voru flest þetta átján til tuttugu ára, og ég gekk undir nafninu Stúfur hjá herbergisfélög- um mínum, enda fengu þar flest- ir lagfæringar á nöfnum sínum. Þá var Jakob Kristinsson Skólastjóri á Eiðurn, og hann er kannski eini maðurinn, sem ég hef borið fyllstu virðingu fyrir u-m dagana. Síðan lá leiðin í menntaskólann á Akureyri. Á skólaárum mínum vann ég hin ólíkustu störf eins og tíðkazt hefur hjá íslenzkum náms- mönnum. — Og hvað finnst þér nú skemmtilegast af því, sem þú hef- ur lagt stund á um dagana? — Ég veit ekki, hvort það var, þegar ég var háseti á Fálkanum hjá Sigurbergi Höjgaard á Vopna- firði, eða þegar ég var kontrollör við fiskmóttöku í færeyskar skút- ur á stríðsárumim. — Geturðu ekki sagt mér eitt- hvað af þessu? — Ég reri tvívegis nökkra róðra með Bergi. f fyrra skiptið var það að haustlagi. Svo er það einu sinni sem oftar, að við vorum með línu undan Viðvíkinni, og vorum að draga inn endabólið, þegar síðasta trillan, sem þarna var með okkur renndi fram hjá á heimleið. Allt í einu stóð allt blýfast. Helvítis bólfærið hafði nefnilega farið í skrúfuna. Nú var reynt að skera úr, en það var komin vestankæla o'g illt að athafna sig. Bergur, vinur minn, er allra manna stilltastur, og varð því ekk- ert uppnæmur yfir svona smámun- um. Vélin gekk á meðan á þessu stóð, og þar sem enginn gaf sér tíma til að gæta að austrinum, viss- um við ekki fyrr en svinghjólið var farið að ausa sjó upp á vél- ina. Þá þurfti tappinn á smurkass- anum endilega að vera fjarverandi, og þess vegna kominn sjór í smurn inguna. Nú þreif Bergur sjóvettl- ing einn mikinn, bleytti hann og lagði á höfuðleguna fremri. í Fálk- Borgfirðingar úr myndasafni Kjarvals: 1. Ingvar á Lindarbakka: Grímseyingur, sem fluttist austur — hagyrðingur og taflmaður góður. 2. Guðmundur á Hól: Eljumaður á sjó og landi. 3. Högni í Högnakoti: Hjartahreinn sómamaður — pæklaði salt- kjötið hjá kaupfélaginu. 4. Þorkell á Bakkastekk: Kraftamaður og frægur ræðari — var í förinni, þegar Njarðvíkingar reru með stjórann. 1022 T f M I N (V ST!NNUn/\GSBI.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.