Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 17
Þessi mynd er norðan af Ellesmereslandi á 81. breiddarstigi. Steinninn í forgrunninum er þakinn rauðum skófum.
Á þessum slóðum er bithagi sauðnauta.
A HEUARSLOÐ
NORÐURSINS
Það er ofurhversdagslegur við-
'burður, að fólk á Héraði austur
iheyri þungan gný í lofti. Firnahátt
uppi í blámanum þeysist áfram
flugfar, og hverfur fyrr en varir
1 norðvesturátt. Þetta eru rússn-
esku farþegaþoturnar, sem fljúga
yfir norðuriheimskautið á leið sinni
.fná Moskvu til Japans.
Fyrir skenxmstu sáum við sjón-
varpsmyndir af skipi, sem risti ís-
helluna á hafinu norðan Ameríku
rétt eins og börkur væri á mjólk-
urpotti. í fullri alvöru er nú uan
það talað að láta olíuskip sigia
þessa leið.
Þetta sýnist ofureinfalt og auð-
velt, hvort sem við sitjum við hæg-
indi inni í stofu og gónuan á sjón-
varpstjaldið eða reigum höfuðið
aftur á bak austur í Skógum eða
Fellum. En nýtt er það af nálinni,
að þetta sé svona auðvelt. í marg
ar aldir hefur skip siglt af skipi á
norðurslóðir, og ofurhugar hafa
freistað þess, að þrengja sér inn í
ísinn og brjótast í gegn um hann.
Margir hafa komið aítur heilu og
höldnu, en margir hafa líka farizt
og aðrir sloppið naumlega.
Fyrir nærfellt þúsund árum
sigldu íslenzkir menn um suður-
jaðar þessara ísasióða á fleytum
sínum. Við vitum alls ekki, hve
iangt norður á bóginn Leifur
heppni og samtíðarmenn hans
komust, þaðan af síður nafnlaus-
ir menn af hinum næstu kynslóð-
um. Vilhjálmur Stefánsson ætl-
aði, að norrænir menn, íslenzkir
eða grænlenzkir, hefðu ekki ein-
ungis leitað vestur yfir hafið og
fundið Vinland, og þar með meg-
inland nýrrar heimsálfu, heldur
taldi hann, að þeir liefðu siglt
óraleið norður í jötunheima issins,
langleiðina til Ellesmereslands,
sem er úti fyrir Norðvestur-Græn-
landi, norðan Baffínsflóa. Það dró
hann meðal annars af hreiður-
T t M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ
1025