Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 22
aT, sem útiloka mig með grjót- ikasti! Þeir hrækja á mig, þeir troða á mér niður í svaðið! Ég hef þó til að bera eðlisfar skálds- ins, sem guð gaf ekki mörgum, og sem ég á dauðastundinni mun biðja hann um að gefa þessu fólki aldrei framar! — Hvílikt eitur streymir ekki um æðar mínar um þessar mundir! — Þegar ég var ungur gat ég grátið. Nú get ég það ekki. Ég get aðeins verið stolt- ur — hatað, fyrirlitið — gefið sál mína iilkim vætturn á vald, til að finna augnabliks fróun. — Hérna í þessari stóru ókunnu borg er ég umkringdur frægustu og göfug- ustu andans mönnum, sem sýna mér ástúð, taka á móti mér sem nánurn ættingja, en í heimkynn- um mdnuim sitja strákar og spýta á bezta sköpunarverk hjarta míns! Já, þótt ég eigi von á sömu dómum eftir að ég er fallinn frá, þá segi ég: „Danir geta verið vondir, kald- ranalegir, djöfullegir! Þeir eru þjóð, sem hæfa öldiungis vel þess- um votlendu, myglugrænu eyjum (Munið þér ættjarðarsöng hans: „Þér grænu eyjar, heimkynni hjarta mins“?) þessum votlendu, myglugrænu eyjum, sem Tycho Brae varð útlægur frá, þar sem Eleonora Ulfeld sat í dýflissu og Ambrosius Stub var hafður að fífli af heldri mönnunum, og þar sem margir aðrir hafa hlotið illa meðíerð. Og þó, ég haga orðum minum eins og einkennandi er fyr- ir skáld, sem hrópað hefur verið niður, þetta bréf mitt ætti að prenta og Kaupmannahöfn fengi sína gleðistund! — Bara að ég þyrfti aldrei að sjá þann stað! Bara að hinn eilífi guð láti aldrei mann með mínu eðlisfari fæðast þar! Ég hata og mig hryllir við heimkynni mínu, eins og það hatar mig og spýtir á mig! — Biddu guð fyrir mér Biddu þess, að ég megi hljóta skjótan dauða, og að ég þurfi aldrei að líta þann stað, sem ég er ókunnugur á, ókunnugri en nokkurs staðar er- lendis. 1855 heimsótti hann frú Serre 1 Maxen, og þaðan skrifar rann Jette, eiginkonu Edvards, m.a. þetta: Frú Serre hefur ekki færri hunda en sex. Þegar ég kom með henni hingað, þustu þeir allir á móti okkur með miklum gleðilát- um og í þeim faðmlögum náði einn hundurinn í mig og beit mig. Ég varð yfir mig skelfdur og all- ir í húsinu urðu dauðhræddir. Ekki blæddi samt, aðeins tanna- förin sáust í holdinu, og þau djúp, en húðin er alveg heil, svo að fóik telur þetta algerlega hættu- laust. En þér megið trúa því, að ég er smeykur og óttast að fá hundaæði. í Leipzig brotnaði ein framtönnin í mér. Hún hefur leng- ur hótað brottför sinni. Og á járn- brautarstöðinni í sömu borg féfck ég tösku mína í hendur með brotn um lás. Sko, slíkar eru þjáningar mínar. En þægilegir viðburðir eru heldur ekki svo fáir. Sjáið þér til: Á leiðinni milli Hamborgar og Lehrte las ung dama upphátt úr dæmalausri bók: Myndabók án mynda. Fólk var mjög hrifið, og þegar það síðan kynntist höfund- inum — já, það hlýtur að vera dásamlegt að vera frægt skáld. Seinna komast ég í félagssfcap tveggja göfugra frúa, sem spurðu, þegar þær fréttu, að ég var dansk- ur, hvort Andersen væri enn á lífi. Ég játti því og varpaði af mér pílagrímskápunni. Skömmu síðar kom vinkona þeirra inn í vagninn og hrópuðu þær á móti henni: Hugsaðu þér bara, danska skáldið Thorvaldsen er hérna hjá okkur! í Dresden kom ég á hænsna- sýningu. Þangað kom konungur- inn líka, hann þekkti mig strax og talaði við mig. Fólk hélt víst, að ég væri ókunnugur prins. Þegar ég fór, tóku konungsþjónar allir djúpt ofan fyrir mér. — Og svo þorir hundkvikindi að bíta mig — og það aftan frá! Hér eru margar skáldkonur, og ein þeirra, sem er raunar ágæt, er skæð með að ráðast á mig með kossum, þegar ég hef lesið eitthvað upp. En hún er gömul, feit og heit. Ef ég bara vissi, hvenær ég mætti eiga von á árásunum, þá gæti ég flúið af hólmi. En það var við borðið um daginn, að ég varð skyndilega fyrir slikum faðmlög- um, sem veitt voru af góðum huga. Önnur skáldfcona hvíslaði þá að mér: Ef þér hljótið slík verðlaun Lausn 42. krossgátu oftar, þá öfunda ég yður efcki! — En víkjum nú ÖUu spaugi til hlið- ar. Ég er frískari í dag, en ég geng með lifandi flugu niðri í mér. Ég igleypti hana 1 gær, og sé hún dauð, þá reika ég nú um sem lifandi legsteinn yifxr dauðri flugut Þýðing, Ragnar Jóhannesson. Við tökum fólk tali . . . Framhald af 1024. síðu. prófi í gær, myndirðu þá aftur leggja út í lögfræðina, eigandi yf- ir höfði þér allt það anstalt, sem henni fylgir? Nú verður löng og dramatísk þögn. Árni horfir fast á bókina, sem liggur á borðinu fyrir fram- an okkur og vísifingurinn fer ná- kvæma rannsóknarferð um skegg- stæðið góða: Efri vör, haka —■ haka, efri vör. . . En ég bíð svars- ins. Og loksins kemur það, ofur- hægt og rólega: — Jah. Því ekki það! ★ Stephan G. fcvartaði einu sinni yfir því í bréfi til vinar sins, að skrifuð orð segðu svo lítið, því að þar væri hvorki hægt að koma við raddblæ né svipbrigðum. Fyrst sá mikli snillingur fann til vanmátt- ar við að láta slíka hluti skina í gegn um rit sín, skyldi enginn hneykslast, þótt honum fyndist mér hafa mistekizf að koma frá- sagnarmáta og persónulegum ein- kennum Árna Halldórssonar til skila í þessu stutta blaðaviðtali. Um það tjáir nú ekki að sakast. Hér var ekki annarri tækni til að dreifa en ritvélinni og pappírnum. VS. J 'O t í V £ I w M ÖLflC I I J9 A i L fl 6 A & I fl F fí A fl t> M'fl Ð flS> fJ i> fl N N i J? A K O L fl N fl b U 5 fl R K E R fl H fí Mimu fl L K fl S a s | J? I & fls I T KK’aHKKA% Grflf F fl S’o LfiR UN R S'AKflSTflK SHAKfl H A T fl U, A L T fl K 14 i Ú )? rt'fl AU i> G'fl K <£ T / N T'ONN I NNl I Íl/ÍUM A G A £ I l< R A M I 'AK A 'O F É l n s l 'on t 'as An M Dj I L M / K S K U T C i S I '0 H fl R 'fl L I J> -»£T'OR T ■* K £ K T I i 1030 f tMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.