Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 13
Hann sftor hér við skrifborS sitf, harla alvarlegur maður við ábyrgðarmlklar skrlftir, líklega lögfræðilegs eðlis, og heit. Ir Árni Halldórsson. Þeir þekkja hann fyrir austan, á Borgarfirði og Vopnafirði, og þá rámar kannski I, að hann getur skilið við sig pennan og alvörusvipinn. Svo er fyrir að þakka, að hann er ekki alveg gróinn við lögfræðina. Á þaðtreyst- um við líka, þegar við snerum okkur til hans. presti. Hann var Rangæingur, en var prestur austan lands á átjándu öld, og ec frægastur í sögunni fyr- ir fátækt og basl. Velflestir forfeður mínir bjuggu í Borgarfirði, og þótt sú sveit sé harðbýl, virðast menn hafa kom- izt þar furðanlega af. Það er til dæmis eftirtektarvert, að í móðu- harðindunum deyr þar enginn mað ur af völdum harðærisins, utan einn eða tveir aðkomumenn. Borg- firðingar nutu líka góðs af því að vera svona afskekktir, því að þeir verzluðu ótæpt við duggara, eins og skemmtilega er lýst í ævisögu- broti Tíkar-Manga. Þá virðast Borgfirðingar ekki hafa haft slíka skömm á bók- aramennt sem tíðkazt hefur víða. Til daemis voru fleiri stofnendur að Bókmenntafélaginu úr Borgar- firði en nokkrum öðrum hreppi, ef reiknað er eftir hinni sígildu höfðatölureglu. Og jafnvel þótt þeirri reglu sé sleppt, sést, að í sumum sýslum voru færri höfuð í stofnendahópnum en úr Borgar- fjarðarhreppi. — En hvað um Eorgfirðinga, þegar þú manst fyrst eftir þér? — Gömlu mennirnir voru marg- ir mjög eftirminnilegar persónur. Maður þarf ekki annað en að skoð? myndirnar, sem Kiarvai hef- ur gert af þeim, tii þess að sjá, hversu litrikur söfnuður þetta var. Annars finnst mér nú, að helzta einkenni Borgíirðinga hafi verið félagsiyndið. Þó að þeir hafi rif- izt ótæpt um pólitík, þá gátu þær erjur, né þessi venjulegi nágranna- krytur, aldrei hindrað, að þeir stæðu saman, þegar með þurfti.' Og félagsstarfsemi stóð með miklum blóma. — Hvað höfðu menn sér helzt til skemmtunar? — Það var verið að basla við leikstarfsemi, og sá, sem átti þar stærstan hlut að, var Steinn heit- inn Magnússon frá Kjólsvík. Steinn þessi var bróðir Guðmund- ar, föður Sigurðar ritstjóra Þjóð- viljans, og var þeim bræðrum og fleiri í þeirri ætt'sú náðargáfa gef- in að geta hermt eftir, svo lysti- lega að segja mátti, að þeir hefðu tönn og tungu úr hverjum manni Annars fengust fleiri við þá list. Svo voru auðvitað haldin dansi- böll.' Allir meiri háttar dansleikir stóðu fram undir morgun, og það skal enginn halda, að menn hafi bara komið til þess að sýna sig og sjá aðra, því að jafnt ungir sem aldnir skemmtu sér af lifi og sál. — Eitthvað hafa þeir nú haft sér fleira til skemmtunar? — Já, jú. Þeir uppnefndu hver annan og sögðu skemmtilegar sög- ur hver af öðrum, og einhvern veginn finnst mér nú, að þetta hafi allt verið svo almennt og jafnframt svo græskulaust, að enginn hafi tekið slíkt illa upp. — Gazt þú ekkert af þessu lært? Sagðirðu aldrei skrítnar sög- ur um náungann? — Ja, ég komst náttúrlega ekki hjá því að læra það, sem ég heyrði. — Eins og til dæmis? — Til dæmis söguna af stjóra- róðri Njarðvíkinga. Niðjar Sigurð- ar, sonar Jóns Brynjó sonar, hafa verið nefndir Njarðvíkurætt yngri. Meðal tuttugu og sjö til þrjátíu barna Sigurðar var Steinn, langafi minn, Jón fróði, þjóðsagnaritari í Njarðvík, og Hildur á Víðastöðum, sem var yngst barna hans, fædd 1845, en mun hafa dáið 1939. Ég sá Hildi einu sinni, þá komna nær níræðu. 173 ár munu hafa verið liðin frá fæðingu föður hennar, þegar hún dó, og tvö barnabörn Sigurðar lifðu tvö hundruð ára aí- mæli hans, þau Bergljót heitin Gestsdóttir á Fossi í Vopnafirði og Friðfinnur Runólfsson, sonur Hild- ar. Ég man vel eftir Þorkeli Jóns- syni. Eitt sinn hitti ég hann við slátt á túninu á Bakkastekk, og ávarpaði hann mig þá þannig: „Sæll, frændi. Heldurðu, að þá slá ir áttatíu og tveggja ára?“ Og það sinnið sagði hann mér stjórasög- una, sem Njarðvikingum var víst óspart strítt með á sínurn tíma. Þeir voru í kaunstað á Seyðis- firði, og er þeir komu að Brim- nesi, sem er yzti bær í Seyðisfirði að norðanverðu, lögðu þeir upp að klöpp í Brimnesvogi, fóru til bæj- ar til þess að fá sér kaffi og höfðu kútholu með sér. Njarðvíkingar voru frœgir fyrir rólegheit og á ferðalögum var sagt, að þeirra kjörorð væri: „Ekkert I I M l \ \ SllNNHIi/MiSKI.AÐ 1021

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.