Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 9
yfir mig. ó, hive dlásamlégt þa'ð var að standa þarna með þá alla safnaða um sig. Mér þótti um stund að ég sæi yfir ótölulegan grúa, einnig alla þá sem ekki voru þarna staddir til að hlýða á mig, — því þetta er lítið markaðstorg, þar sem ekki koma svo margir, — að ég sæi yfir alla menn á jörð- inni, og alla hungraði og þyrsti ■eftir friði og ég átti að frelsa þá. Þetta var blessuð stund, aldrei skal ég gleyma henni. Ég held að ég hafi verið innblásinn í dag og að þeir hafi skilið mig. Þegar ég hætti, gekk einn þeirra fram og gaf mér kálhöfuð í nafni safnaðarins. Það hafði ég með mér heim og hef í kvöld bú- ið til úr þvi góða og nærandi súpu. Það var orðið langt síðan ég hafði smakkað eitthvað heitt. Guð blessi hann. Skelfing er að hugsa um menn- ina. Allir eru þeir óhamingju- samir, örvinglaðir, allir þjást þeir. Johannson bakari er óhamingju- samur, því enginn verzlar við Ihann lengur, eftir að nýtt brauð- ■gerðarhús var stofnsett við hbð- ina á honum. Brauðið hans er þó jafn gott og fyrr, og oft hefur hann gefið mér köku með heim. Allt brauð er gott. Ekström lög- regluþjónn, sem ég ræði oft við, er óhamingjusamur, því að kon- an hans vanrækir heimilið og kær- ir sig víst ekki um hann meir. Einnig ráðsmaðurinn er óham- ingjusamur, því að hann missti einkason sinn. Aðeins ég er hamingjusamur. Því í mér brennur trúarinnar eld- ur sem aldrei fær slokknað, sem brenna mun og brenna, þar til hann hefur eytt mér með öllu. í mér býr engin órói, engar áhyggj- ■ur, ég er ekki sem þeir. Það má ég ekki vera. Nei, ég má ekki ör- vænta. Því ég á einmitt að trúa fyrir þá. Þeir hafa komið mér fyrir á framfærzlustofnuninni, svo ég sé laus við allt veraldíegt vafstur hg geti helgað mig fullkomlega frelsaraiköllun minni. Ég hef það prýðisgott hér, við fáum mat tvisv- ar á degi hverjum. Hinir hér eru (blásnauðir vesalingar og ég llnn svo mikið til með þeim. Þeir éru góðir og hæglátir og mér íinnst engir hafa skilið mig jafn fiel. Þelr kalla mig Frelsarann, eins og aðrlr, og bera mikla virð- Ðigu fyrir mér. Á kVöldin predika ég fýrir þá. Þeir hlusta andaktugir, hvert orð þrengir sér inn í ííjarta þeirra. Hve augu þeirra Ijóma þegar ég tala. Þeir hafa gripið í mig heljar- taki, í orð mín, eins og sína hinztu von. Já, þeir vita að ég er kom- inn til að frelsa þá. Jafnan eftir kvöldmatinn safna ég þeim í kring um mig og tala fullur hrifningar um hina himn- esku uppljómun innan í mér, tala um þá trú, sem megnar að sigr- ast á öllu, sem breytir þessum heimi í hamingjusamt heimili, sem hin æðsta forsjón hefur gefið oss. Forstöðumaðurinn segir, að þetta megi ég gjarna, það geri ekkert til. Hann er ánægður með mig. Svo göngum við til hvildar. í okkar herbergi erum við fjórir saman. Yfir rúminu mínu hangir stjarnan, hún Ijómar og brennur alla nótt- ina í myrkrinu yfir mér. Hún varp- ar skini sínu yfir andlit mitt með- an ég sef. Ég er ekki eins og aðr- ir hér á höfðinni. Ó, sál mín er full af nagandi angist. Angist og örvinglun kvelur oss alla. Stjarnan er horfin, stjarna frels- isins, sem ein getur leitt oss á rétta braut. f morgun þegar ég vaknaði, var naglinn, sem ég hengi hana á, auður. Enginn veit, hvert hún hefur farið, Myrkrið umlykur oss, ég leita stöðugt einhverrar Ijósglætu, en finn ekkert, engan veg út úr hinu hræðilega myrkri. Allir signa sig, allur bærinn ber sorgarsvip. Héðan frá framfærslu- stofnuninni sjáum við, hvernig sorgin hvílir yfir honum eins og öskulag, himininn er grár og drungalegur, enginn Ijósgeisli sjá- anlegur. Hvernig eigum vér að frelsast úr nauðum vorum? Hvar er leið að finna út úr þeirri örvinglan, sem hefur gripið oss? Von allra mænir á mig. En hvað er ég, ef stjarnan Ijómar ekki yfir höfði mér, ef hið himneska ljós vísar mér ekki veginn. Þá er ég ekkert, jafnsnauður og allir hinlr. Hver skal frelsa oss? Nú er hún komin aftur, allan daginn hef ég þakkað og sungið lofgerð á hnjánum. Enok gamli hafði tekið hana. Við fundum hana undir dýnunni hans. Nú erum vér allir glaðir og fullir trausts á ný. Trú mín er orð- in enn ákafari eftir þá prófraun sem fjyrlr mig hefur verið lögð. ■Hann hafði aðéins gert þetta af j prakkaraskap. Ég hef fyrlrgefitf. honnm. Stundum finnst mér svo ein- manalegt og tómt í kring um mig. . Mér finnst mennirnir ekki skilja þann boðskap, sem ég hef að flytja, þeim. Ég efast um vald mitt yfir sálum þeirra. Hvernig á ég að geta endurleyst þá? Þeir hlæja jafnan svo hjartan- lega, þegar ég tala, bara ef þeir sjá mig, hýrna andlit þeirra. En trúa þeir raunverulega á mig? Mér finnst það svo undarlegt, að • þeir skuli ekki skilja, hver ég er, að þeir skuli ekki þekkja þann eld, sem brennur innan í mér, mína himnesku uppljómun hvernig allt er glóandi og uppbrennandi innan í mér. Sjálfur þekki ég þetta svo vel. Stundum þegar ég predika er því líkast, að ég sé aleinn, þrátt fyrir hinn mikla fjölda, sem stend- ur og hlýðir á allt í kring. Ég er eins og logi, sem logar hærra og hærra, sem hefst æ skærari og hreinni mót himni. En enginn vill ylja sér við hann. Ó, efasemd — þú, sem vilt brjóta mig á bak aftur! Hvað er það, sem gerir oss svo snauða og , niðurlægir oss svo mjög sem þú? í dag hef ég verið úti á meðal blómanna og fuglanna, þeir glödd- ’ ust svo yfir komu minni. Lævirkj- , arnir sungu fagnaðarljóð, sóleyjar • og fjólur stungu höfðinu alls stað- ar upp úr grasinu. Ég predikaði i um stund og naut fyllstu athygli. / Allt hlustaði. Lævirkjarnir flögr- ( uðu yfir höfði mér til að hlýða á. \ Hvílíks friðar ég kenndi í sál minni úti í náttúrunni, þar sem allt skilur mig svo vel. Ef mennirnir væru blóm og tré, ' þá myndu þeir einnig skilja mig. Já, þeir myndu vera miklu ham- ingjusamari þá. En þeir eru bundnir við jörð- j ina, og samt heyra þeir ekki jörð- , inni til. Þeir eru blóm, sem kippt i hefur verið upp með rótum, sól- ' in aðeins brennir þá, og moldin óskar aðeins, að þeir verði að mold. Ebkert hefur gert þá ham- > ingjusama, ekkert getur írelsað þá , nema boðskapurinn frá himni, sem ég vil fœra þeim. Þá mun birta ' yfir öllu og jörðin ilma af liljum. , Þá öðlast þeir frið. Þegar óg um kvöldið sneri aftur til borgarinnar, hafði margt fólk > nafnazt saman fyrir utan krárnar, j f í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1017J

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.