Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Page 2
*
A ýmsum nótum
„Ég vaknaði
glaður og írjáls-
I Jnrlir- ari €n °£
wna r fagnandi vor-
EFTA-sól inu stökk ég á
dyr“, sagði
Davíð Stefánsson. Það var víst
í maí. Þessu líkt var það með
mig hér á dögunum, og hafði
hnettinum þó ekki unmizt tími
til að velta norðurhvelinu
nema hálfa leið inn í langdeg-
ið og vorgæzkuna. En sólin,
sem skein í heiði, var hreint
ekki venjuleg Innnesjasól, held-
ur ósvikin EFTA-sól, svo und-
ur móðurleg og nærgætin í at-
lotum sínum. Þessi hundrað og
níutíu pund, sem ég ber utan
á beinunum, voru ekki lengur
nema rétt mátulegur stjóri til
þess að varna því, að ég ryki
upp í sjöunda himim með loft-
belgjunum.
Á svoma morgni eru menn
fljótir í brækurnar, og engin
hætta á, að þei-r lendi með
báða fæturna í sömu skálm-
inni, því að h-ugsunin verðnr
svo skýr og hreyfingarnar hnit-
miðaðar. Og ekki er nema
augnabliksverk að raka sig með
Gillette Super Silver-rakblaði.
Þegar ég kom út, fann ég und-
ir eims, að þetta var miklu
notalegri góa en ég hef átt að
venjast. Og ég sagði við gjafara
þessarar óviðjafnaniegu góu
eins og Job við Jehóva sinn:
„É-g veit, að þú megnar allt og
að erngu ráði þinu verður varn-
að f-ram að ganga“.
Það var ekkert
Bella og neyðarbrauð að
forstjór- leggóa af stað í
1 miorgunljómann.
inn Galvaskir stik-
uðu menn um
göturnar með bínarðinn upp í
loftið eins og hnarreistir her-
foringjar í námunda við götu-
sópara í Natóstöð. Fínir for-
síjórar, embættismenn og iðju-
höldar sátu í skrifstofum sínum
með uppbrettar ermar, og
höfðu verið á fótum þegar hani
gól og í allri borginni var ekki
ein einasta Bella, sem svo
væri forfölluð eftir böllin um
helgina, að hún léti undir höf-
uð leggjast að koma í bankann
sinn eða búðina í stuttpilsinu
sínu, hvað þá að nokkrum
manni fyndist lengur hóflega
snemma komið í skrifstofuna,
ef honum vannst ráðrúm til
þess að fara úr frakkanum, áður
en hann varð að snaka sér
í hádegismatinm. Mér er næst
að halda, að Svíþjóðarfararnir
hefðu verið reiðubúnir til þess
að setjast aftur að kjötkötlun-
um í Huskvarna, ef ekki hefði
verið sótzt eftir þeim úr öllum
áttum til þess að metta nýja
EFTA-markaðimn íslenzkum
varningi. En hann vill hafa
dúsuna sína að totta og í hama
verðum við að vera dugleg að
tyggja, enda er okkar þægðin
og gróðinn.
Það var eitt
Spari- með öðru, að
sjóðsbókin ég uppgötvaði
1 undir eins, að
min vöruverðið hafði
stórlækkað og
var orðið alveg við mitt hæfi.
Það voru, nota bene, tollarnir,
sem höfðu verið lækkaðir.
Þessi hugulsemi var ekki lengi
að segja til sín. Sparisjóðsbók-
in mín, númer 14789, sem
alltaf hefur legið á því lúalagi
að rýra verðgildi auranna, sem
hún átti að geyma —-* raunar
alla stund síðan Hitler heitinn
gerði drengina sína út af örk-
inni með nesti og nýja skó til
þess að lappa upp á heiminn,
— var orðin dýrmæt eins og
Hrappseyj arprent á uppboði
hjá Sigurði Benediktssyni.
Þetta endar líklega með því, að
maður fer að safna svona bók-
um, sem þrútna allar á meðan
maður sefur.
Þetta hafa flelri fundið en
ég, að peningarnir voru orðnir
drjúgir, því að niðri í gjald-
heimtunni í Tryggvagötu var
slík ös fólks, sem vildi losna
við mesta kúfimn af peninga-
eigninni, að til vandræða
horfði. Sumir í biðröðinni
höfðu meira að segja orð á því,
að það yrði að hækka skattana
dálítið, ef það gæti heldur
stuggað fólki frá. Væri ekki
ráðlegt, að skattayfirvöldin
settu þá reglu, að persónufrá-
dráttur mætti aldrei fara fram
úr strætisvagnakostnaði og
kirkjugarðsgjaldi?
Batamerkin,
Urn rnink- sem fylgja hin-
• _ __ um fyrstu
'”n 09. EFTA-geislum,
Margeir eru mörg og
eindregin. í
Norðanfara fininum við lausn á
ævafornum vanda — sem sé
hvérnig eiginkonan á að þókn-
ast mannimum, kannski eilítið
duttlungafullum. En þar ríður
mest á að hringja ekki í hann
að deginum, nema þá kviknað
hafi í húsinu, sem varla kem-
ur til. Borgarstjórinn í Reykja-
vík hefur gert um það fram-
tíðaráætlun, hivernig skal
„spara atvinnu“ á yfirráða-
svæði hans, því að það er auð-
vitað lokamarkið, að enginn
þurfi að ge,ra neitt frekar en
eilífðannefndirnar, sem fást við
þjóðfélagsvandamálin. Stjörnu-
spár sýna, að nú eru frábær
vaxtarskilyrði fyrir vindhár á
minkum, sem koma mun fram
hjá Pólarminki og Arktíkkminki
og mikið má vera, ef ekki væri
óhætt að fara aftur á flot með
Pekingendurnar og glerverk-
smiðjuna.
Raunar ber ekki á nema
einn skugga, og það er þetta
með Margeir, sem þó hefur
misserum saman kostað upp á
auglýsingar í Morgunblaðinu í
því skyni að glæða kirkjusókn
í höfuðstaðnum. En vonandi
man himnasmiðurinn honum
hugulsemina, þegar mest ligg-
ur við.
17»
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ