Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Qupperneq 3
Háhyrningurinn er ættingi hinna friðlátu höfrunga. En
honum kippir ekkl í kynið. Hann er hið mesta rándýr
— tigrisdýr hafsins, sem öðrum sævarbúum stendur af
mikil ógn. Ekkert, sem verður á leið hans, er óhult.
Norðhvaiur er miklu stærri en háhyrningur. En háhyrning-
arnir skirrast ekki við að ráðast á hann, Þeir hópa sig
saman, sækja að honum margir samtímis, og þegar hann
opnar ginið, rífa þeir úr honum tunguna.
Græðgi háhyrninganna er taumlaus.
Leifar af þrettán hnísum og þrettán
selum hafa fundizt í háhyrnings-
maga. Fjórtándi selurinn sat fastur
í koki háhyrningsins og hafði kæft
hann.
Mörgæslr eru frábærir sundfuglar.
En jafnvel þeim er um megn að
komast undan soltnum háhyrningi.
Háhyrningatorfurnar elta bráð sina
með fjörutíu kílómetra hraða á
klukkustund.
í norðurhöfum synda háhyrningarn-
ir undir isinn til þeirra stöðva, þar
sem selirnir hafast við. Þeir brjóta
ísinn með bakinu, lyfta honum upp
og hremma svo selina, þegar þeir
stinga sér.
Árið 1955 lokuðust 180 háhyrningar
inni i vök við Grahamsiand. Þar gátu
visindamenn gefíð háttum þeirra
gaum í heilan mánuð samfleytt. Þeir
vöndust mönnunum svo vel, að þeir
hreyfðu sig ekkl, þótt þelm væri
strokið um snjáldrið.
Nokkru eftir 1950 voru háhyrningar
í þúsundatali við Suðvesturland. Þar
komust þeir upp á lag með að hirða
aflann úr netum sjómannanna, auk
þess sem þeir eyðilögðu veiðarfærl,
er voru margra milijóna króna virði.
Þá voru sendar á vettvang flugvélar,
sem skutu á háhyrningavöðurnar úr
vélbyssum og köstuðu jafnvel - á þá
sprengjum. Það mun hafa verið í
fyrsta skipti, að loftfiota var teflt
gegn hvöiwm, sem sóttu í veiðarfæri
sjómanna.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
171