Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 4
VIS RáðhústorglS í Kaupmannahöfn Ingólfur Davíðsson magister: „Ljúft er hrós fyrir liðna stund" Fyrrum þekkti ég hana Höfn, heiman sigldi um íslandsdröfm, iærði á bók og lærði á lýð, ‘liðna sjö ár,a stúdentstið. Löngum voru mér blómin bræður, blíðust stund út í grænum lund. Forlögum sá, er fyrir ræður, flest lét heppnast við Eyrarsund. Fyrir fjörutíu árum þóttist sá stúdent hólpimn, sem fékk tólf hundruð króna styrkimn. Það var þá hæsti styrkurinn, veittur fjór- nm á ári til fjögurra ára. Hundr- að 'krónur á mánuði nægðu nokk- um veginn fyrir litlu herbergi og fátæklegu fæði úti í Kaupmanna- höfn i þá daga. Hve mikið þarf nú? Hinir styrklausu fengu venju- lega dálitía úrlausn í hinni dönsku deild sáttmálasjóðs. En vitaniega var oft þröngt 1 búi hjá stúdent- um. Ekki gátu þeir leikið sér að því að fljúga heim um jólin eins og allalgengt er nú. Þeir héldu jafnan jólin erlendis. Fyrir heimsstyrjöldina var nóg framboð af herbergjum með nauð- synlegustu húsgögnum fyrir 25— 35 krónur á mánuði. Stúdentaráð- ið danska vísaði á herbergi, en einnig lásu menn auglýsingarnar í Berlínaranum eða Politiken. Fóru síðan út í borgina til að iíta á her- bergi og húsráðendur, semja og veija. Venjulega voru það helzt rosknar konur, sem leigðu her- bergi, eftir að börnin voru flogin úr hreiðrinu. Flestir íslenzkir stúdentar sigldu heim á vorin til að vinna. Sögðu þá lausum herbergjunum og tóku önn ur á leigti að hausti. Þannig bjó ég á níu stöðum í Kaupmainnahöfn á árunum 1929—1936. Sumir bjuggu samt árum saman í sama matsölu- stað eða pensjónati, þar sem þeir höfðu bæði fæði og herbergi. Á Gamlagarði bjó þá aðeins einn ís- lendingur, en nýir stúdentagnrðar voru í deiglunni. Mörgum þótti hentugast lausafæði — fengu sér til dæmis hádegismat á mats.ofu stúdenta í Nörregade, rétt hjá háskóianum, en keyptu ennfremur aukabita hér og hvar eftir aura- ráðum eða mölluðu eitthvað heima hjá sér á primus eða við gasloga. Víðast þurftu menn sjálfir að kynda ofninn sinm og kaupa brenni, koks og kol. Ég bjó fyrsta haustið í Norður- götu 40 og borgaði 105 krónur á mánuði fyrir fæði og herbergi. Tveir hnellnir Jótar og söngvinn Svíi bjuggu í næstu herbergjum. Þarna á horni Norðurveggjar var umferð mikil og ónæðissamt, svo ég fluttist um áramótin í lítið, frið- sælt herbergi í Vonarhólmstrjá- göngum 49 — i húsakynnum syst- ur R. Jessens grasafræðiprófess- ors og borgaði 25 krónur á mán- uði. Morgunhressingu og hádegis- mat keypti ég í matsölu í grennd- inni og borgaði fjörutíu krónur á mánuði. Fékk ég mér flesta daga aukaskammt einnvers staðar úti t bæ á 25 aura, 50 aura, 80 aura, 1,50 og svo framvegis. Háskóla- deildirnar voru þá þegar á ýmsum stöðum. 172 T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.