Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Page 10
STRENGJATÖK HÁLFRAR ALDAR
Á liðinu hausti var þess minnzt
með viðhöfn, að fimmtíu ár voru
liðin frá útkomu Barns náttúrunn-
ar, fyrstu bókar Halldórs Laxmess.
Einmig var þess getið, að minnsta
kosti í einu dagblaðanna, að bók
Sigurðar Nordals, Fórnar ástir, var
fimmtug um sömu mundir. Hins
vegar taldi enginn ástæðu til að
minnast opinberlega þriðju bók-
arinnar, sem átti slíkit afmaeli, og
er þó sess hennar í bókmenntasög-
unni sízt ómerkari en hinna
tvegigja. Á þessu tíðindasama ári í
íslenzkum bókmenntum, 1919,
beindist mesta athyglin að fyrstu
Ijóðabók Davíðs Stefánssonar,
Svörtum fjöðrum. En fimmtíu ár-
um síðar var hún hið gleymda af-
mælisbarn.
Þótt menn létu hjá líða að minn-
ast Svartra fjaðra á afmælinu, þarf
slíkt ekki að stafa af gleymsku eða
vanmati. Sá siður að halda upp á
afmæli bóka hefur ekki verið iðk-
aður hér, enda „í sjálfu sér ab-
strakt“, eins og skáld vorf komst
að orði í Háskólabíói. En ef menn(
ikjósa að minnast slíkra afmæla,
cg meira að segja bókar, sem nú
væri gleymd, ef ekki kæmi til
firaegð höfundar af öðrum bókum,
— er í fyllsta mæli ómaklegt að
ganga firam hjá Svörtum fjöðrum.
Þegar rætt hefur verið um skáld
skap Davíðs Stefánssonar í seinni
tlð, er stundum vitnað til orða
Steins Siteinars, að Davíð væri
DAVÍÐ STEFÁNSSON
— fyrsfa Ijóðabók hans, Svartar
fjaðrir, kom út fyrir hálfri öld, og
þar með komst nafn hans á hvers
manns varir.
skáld deyjandi kynslóðar og mikið
vafamál, hvort aðrir gætu skilið
kvæði hans og metið til fulls. Þetta
má að vísu til sanns vegar færa,
Davíð höfðaði framar öllu öðru til
samtíðar sinnar. En mjög væri
ranglátt, ef ungt fólk drægi af því-
líkum ummælum þá ályktun, að
Davíð hefði ekkert að bjóða, því
skáldskapur hans á fortakslaust
erindi við þá, sem slíku vilja sinna.
Hitt er jafinvíst, að stærstur hiuti
þess, sem unnið er í lisit og bók-
menntum, gleymist furðu fljótt,
ekki síður það, sem hrífur fastast
í svip. Sárafáum auðnast að skapa
verk sem lifa, og verður skerfur
þeirra manua þó einatt rýr að
magni. Davíð var einn hinna út-
völdu. Hann kvað eitt sinn í orða-
stað Jónasar Hallgrímssonar:
Hitt gleður niig, ef geymist
vísa ein, —
fær griðastað í hjörtum
íslendinga,
Og oft er eins og leynist
Ijúfur ylur
í Ijóðinu, sem barnið man
og skilur.
Líklega er erfitt þeim, sem nú
eru ungir, að skilja, hvert var það
áhrifamagn, sem Svartar fjaðrir
bjuggu yfir, og vkðist hafa átt þá
gagnvegi inn í hugi fólks; sem
mörg vitni votta. Þetta er síður en
svo einstakt um Svartar fjaðrir, en
hér sannast áþreifanlega að fæst-
ar bækur, fremur en menn, eru
ungar nema einu sinni. Tónn þess-
ara ljóða, ásláttur þeirra og stíll,
er löngu samrunnið íslenzkum ljóð
arfi, þess vegna getur reynzt tor-
velt að greina þá nýjung sem í
þeim fólst á sinni tíð.
Sjálft ljóðmál Svartra fjaðra er
skáldleg opinberun, hinn sjálf-
sagði einfaldleiki þeirra og heið-
ríkja. Hér er það orð sem liggur
hverjum manni á tungu, en ein-
ungis er á færi snillinga að tendra
af skáldskap:
Sumir eiga sorgir
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimuim
uppfyllast má.
Nœshi vikur mun Gunnar Stefánsson útvarpsþulur skrifa nokkra bókmcnntaþætti tH birtingar i Sunnudags-
blaBimi. Mun hann jöfnwm höndum fjalla um skáld og r ithöfunda og einstakar bækur þelrra, strauma og stefnur
4 eviöl bókmennta og ágrelnlngsefnl, sem uppi eru.
Sökum starfs sins *r Gunnar nálega sem heknilisvin ur flestra fslendinga, þótt þau kynni sóu meS þekn
Haettl, at hann leggur fátt tH mála frá eigin brjóstl. Hir geta þeir, sem hlueta dagtega 4 rödd hans, kynnet
M nokfcuB, sr tiabum Hggur sjólfum 4 hjarta.
17S
T 1 M 1 N N — BUNNUDAGSBLAÐ