Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Blaðsíða 11
Og þessi tónn sem virðist svo lUndirhyggjulaus, atS lesanda (koma í hug orð eins og heilög einfeldni, Í'eynir á sér. Líkt og hin fögru þjóðkvæðastef kveikja þessi Ijóð grun í huga lesandans. Slíkur er galdur fkáldskapar: Aiein sat hún við öskustóna. — Hugurinn var frammi á Melum Hún var að brydda brúðarskóna. — Sumir gera allt í felum. Hér eru hárnæmar skáldSkynj- anir, færðar í eins viðhafnarlaus- an búning og verða má. Stjörnurnar, sem við sjáum sindra um himininn eru igleðitár guðs, sem hann felldi, er hann grét í fyrsta sinn. í þessari bók ólga tilfinningar: angist og sæla, auðmýkt og stór- læti, draugahræðsla, ástarþrá og 'kvenhatur. Allt kann þetfca aö vera framandlegt í aug- um inútímamanna, því að nú þykir •kuldann hæfa bezt. Víst mun það í betra samræmi við eðlisfar þjóð- arinnar, eins og því er löngum lýst, að brynjast skel, mæla fæst þegar geðið er heitast. En Svartar fjaðrir eru vaxnar af því grátljóða- skeiði, sem Þórbergur Þórðarson hefur lýst af mestri sniMi í ís- lenzkum aðli. Þá var expression- isminn að ryðja sér til rúms í ís- lenzkum skáldskap, menn tjáðu geðhrif sín með hamislausari hætti en áður var talið hæfa. Þar hittu Stefán frá Hvítadal og Davíð Stef- ánsson bezt í mark. Og þar sem þessum skáldum tekst að hemja örar tilfinningar í listrænu jafn- vægi, þurfa ljóð þeirra engrar skýringar eða afsökunar við, — og eiga enn greiðan veg til áhrifa. ■ Svartar fjaðrir eru að því ieyti sérstæðar sem frumsmíð, að þær birta öll helztu einkeinni skáldsins, styrk þess og takmarkanir. Vita- skuld orti Davíð síðar margt ágætra kvæða, en í Svörtum fjöðr- um nýtur sín einkar vel sú ljóð- ræna skáldæð, serix öll beztu ljóð hans eru runnin af. En það hversu algjör Davíð kom fram á sviðið með fyrstu bók sinni varð honurn á sinn hátt fjötur um fót, hindr- aði að hann tæki þeirri þróun og endurnýjun, sem æskileg er og nauðsynleg til að vinna lesendur að nýju. Ljóð hans hættu að koma á óvart, raunar strax eftir fyrstu bækur, en sú aðdáun sem þær hlutu, nægði til að halda við vin- sældum skáldsins meðal samtíðar- mianna. En fábreytnin varð til að sljóvga áhuga hinna yngrl en imaklegt var. Örlög Davíðs Stefánssonar urðu þau aö stríða gegn straumi aldiar. Þótt hann yrði í æsku maður nýrr- ar aldar í íslenzkum bókmenmtum, var íhaldssemi og festa bóndans mjög rík í eðli hans. Á efri árum þótti honum flest ganga úrskeiðis í skáldskap og þjóðlífi, hann bæði óttaðist og fyrirleit bylgjur nútím- ans. Davið snerist öndverður við þeirri framþróun og breytinigu Ijóðlistar, sem sumir nefna bylt- ingu, og leit illu auga tilraunir skálda til að losna úr viðjum hins hefðbundna Ijóðforms. Sjálfur kvað hann af æ meiri trúnaði við hefðina. Þetta olli því að hann einangraðist frá gróanda Ijóðlistar og ungu fólki er leið á ævina. Þrátt fyrir þetta eru beztu ljóð Davíðs vitaskuld í fullu giidi. þau eiga jafnan að vera Ijóðalesend um handbær og aðgengileg. Kvæðasafn hans er svo mikið að vöxtum en misjafnt að gæðum, að brýn þörf er að taka beztu ljóð hans saman í eina bók. Ef slíkt úrval yrði gert af smekkvisi, myndi það án efa auka veg skálds- ins og gera ungu fólki ljósara, að framlag Davíðs til skáldSkapar er mikilsvert og perlur hans mega ekki gleymast. Gunnar Stefánsson. Knútur Þorsteinsson: EKIÐ SUÐUR Á REYKJANES Hérna reið fógetinn fyrwim, í fjöruna að hitta þá Bátsenda-'baunverjana og búendarétti að ná. í sæ hefur síðan rumnið svimandi vatna mergð. Og Útnesín erja ekki lengur við afveginn danskan verð. Nú svissneskt og amerískt silfur hér sindrar um heiði og vík. Hvað roundi hetjan Skúli hafa hugsað um nábýli slík? T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 179

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.