Tíminn Sunnudagsblað - 08.03.1970, Side 14
ÞannLg orti Jón ólafsson:
Halaklett ég upp komst á
ennpá koman þar mig gleður.
Þá var bjart og bezta veður.
Út um hafið allt ég sá
— sá á Papey suður þá,
eygði svo í einum svip
fjörutíu franskar duggur
og fimmtán róðrarskip.
Pabbi var góður vinur franSks
skipstjóra, sem hét France Bom-
Iaire, og þegar von var á honum
á vorin, fór pabbi alltaf með kíki
upp á klettana fyrir ofan bæinn
heima. Hann þekkti skútuna hans,
þegar hún kom. Hann var frá
Dunkerque, eins og þeir voru
margir, þessir frönsku fiskimenn.
Þeir klöppuðu hvor öðrum, hann
og pabbi, og kysstust á báðar kinn-
ar, þegar þeir hittust. Faðir Bom-
laires hafði einnig verið skipstjóri,
og afi minn þekkt hann, þannig
að pabbi og Bomlaire þekktust
frá því þeir voru strákar. Marg-
ir frönsku skipstjóranna tóku syni
sína með sér á sjóinn strax
og þeir voru orðnir tólf eða þrett-
án ára. Sögðu, að það væri svo
©rfitt fyrir mæður þeirra að ráða
við þá„ þegar feðurnir væru á ís-
landsmiðum. Einu sinni fór pabbi
méð honum suður í LónSbug. Bom-
laire sagði, að hann væri alltaf
hræddur við suðurströndina, því
að þar væru svo miklar grynning-
ar — hann þyrði ekki að fara ná-
lægt ströndinni. Svo að úr varð, að
pabbi fór með honum einn túr.
En mömmu var nú ekkert vel við
það. Það gekk samt allt vel.
— Hvenær ársins komu þeir
hingað?
— Þeir komu oftast í miðjum
marz og höfðu bækistöðvar sínar
í Fáskrúðsfirði. Þá kom alltaf
franskt herskip, stórt og m.tkið
skip, og spítalaskip inn á fjörðinn.
Pabbi sagði mór það einu sinni, að
veturinn 1882 hefði hann selt
Frökkum á herskipinu hvítabjarn-
arskinn á fimmtíu krónur. Það var
einn morgun, að fólkið á Höfða-
húsum, þar sem afi minn bjó, vakn
aði við hundgá, og þegar að var
gætt, hverju þetta sætti, kom í
ljós, að ísbirnir höfðu gengið á
land — það var allt samfrosta vet-
urinn 1882. Þeir höfðu brotizt inn
í hjallinn og voru farnir að gæða
sér á hákarli. Pabhi fór á næsta
bæ til þess a3 fá lánaða byssu —
gamlan afturhlaðning. fsbirnirnir
Efregaard skipstjórl, kona hans og dóttir.
182
voru síðan eltir — þelr voru tveir.
annar var skotinn í f jörunni, en
hinn forðaði sér út á ísinn. Þeir
eltu hann, en töldu ekki ráðlegt að
fara lengra á eftir honum en út
á móits við Skrúð.
— Áttu íslendiugar ekki mi'kíl
skipti við Frakkana?
— Jú, við fengum alltaf brauð
og kornvöru hjá þeim og létum í
staðinn ullarvöru: prjónles og vett
linga og peysur. Svo fengu íslend-
ingar hjá þeim flatningsbnífa, línu
og sökkur, sem allt kom sér vel.
Þeim þótti líka gott að fá nýtt
kjöt — en föluðu aldrei raii'ð-
hærða stráka eins og sagt var í
þjóðsögunum. Einu sinni kom á-
höfn Bomlaires heim með tvo poka
af kexi, og vildi skipta. Þar sem
búið var að láta allt okkar prjón-
les áðnr, vildi mamma losna við
þá, en þeir létu sig ekki, og þá
fór mamma að tína saman peysur
og sokka af heimilisfólkinu. >á
urðu þeir ánægðir.
— En hvernig var það, var ekki
stirt um samræður við Frakkana?
— Margir töluðu við þá á ein-
hverri mállýzku. En Georg Georgs-
son læ'knir -sagði, að bræðurriir Jón
og Ólafur Finnbogasynir og pabbi
hefðu talað ótrúlega góða frönsk-u,
þó að ómenntaðir væru.
— Þarna voru fleiri en Frakk-
ar?
— Já, mikil ósköp. Þarna voru
einnig Norðmenn, Þjóðverjar og
imikið af Færeyingum. Fyrir tutt-
iugu árum var ég á leið heim til
íslands m-eð Drottningunni frá
Kaupman-nahöfn, og auðvitað var
komið við í Þórshöfn. Þar vantaði
mig nýja mjólk, svo að ég fór upp
á bryggju. Þar -á ég hóp af Fær-
eyingum, gekk til þeirra og spurði,
hvort ekki væri hægt að fá mjólk
einhvers staðar. Nei, sö-gðu þei-r —
það var allt lokað. Svo spurðu
þeir mig, hvort ég væri Dani. Nei,
ég sagðist vera íslendingur. Þá
kom til mín -gamall maður og
spurði mi-g, hvaðan ég væri af ís-
landi. Éig sagðist vera af Austfjörð-
um. Og hvaðan? Fáskrúðsfirði,
sagði ég. Og frá hvaða bæ? Vík.
„Nú, ertu þá dóttir hans Sig-
björns í Vík“? „Já“, sag-ði ég.
„Komdu“, sagði gamli maðúrinn,
„ég skal útvega þér mjólk“. Svo
fór ég með homum og fékk mjðik-
ina. Hann hafði þá verið á.íslands-
miðum á yngri árum og dvalizt
í Fásíkrúðsfirði og þekkt pa-bba vel.
JWár.
T 1 H I N N — SUNNUDAGSBLAÐ