Tíminn Sunnudagsblað - 24.05.1970, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 24.05.1970, Síða 5
Lýðháskólinn í Ollerop þá sem oflar tveimur íslenzkum stúdentum góða samastaði til að njóta sumars og kymast dönsku þjóðlífi. Var mér úthlutað dvöl í lýSskólanum í Ollerup á Fjóni og á stórbýlum úti á miðjum Jót- landsheiðum — Grove-Hedegárd og Videvang, hálfum rnánuði a hverjum sta'ð. Glaður i bragði tók ég mér far með lestinni til Ollerup hinn 1. júlí og hafði meðferðis grasatínu, grasapressu og danska flóru. Sum- arnámskeið stóðu yfir í báðum skólunum, })að er lýðskólanum og íþróttaskólanum rétt hjá Var auð- sjáanlega góð regla »g strangur agi á báðum stöðum. Hion alkunni Eukli æfði stóra ungmeyjaflokka úti á grasfiötinni, og heyrðust skipanir hans langar leiðir. Bæk- höj íýðskóJastióri var liressilegur og glettinn. Ómaði oft söngur i skólanum. Sparneytni virtist í heiðri höfð og nýtni í flestum hlutum. Matarskammtur fremur naumur, en vel matbúið og snvrti- lega fram borið. Skólastjóri sett- ist við borðsendann og gerði l>æn sína áður en tekið var til matar. Hann útbýtti líka pósti við borðið. las utan á bréfin. kastaði þeim til viðtakenda og hitti nákvæmlega, en nemendur vanir að gripa á lofti. Á kvöldin beið okkar kaffi inni hjá skólastjórahjónunum eða bor- in voru frarn jarðarber með rjóma og svkri. Fékk margur í magann um jarðarberjatímann. Farið var í skemmtiferð — að meslu sjóleiðis — suður að landamærum Þýzka- Jand-s, gengið á Dybbölshæðir og skoðaður „skansinn“. þar sem Danir vörðust Þjóðverjum lengi í stríðinu 1864. „ Hér féllu margir hraustir Danir“ (ég man ek'ki töl- una), let-ruðu Þjóðverjar þarna á minningartöflu. Já, auðvitað sk-rif- uðu þeir hraustir til þess að sýna fra-m á eigin hreysti að sigra þá, sagði Bækhöj. Einhvers staðar hér á ströndinni við landamærin var það, að Kon-ráð Erlendsson kennari „sy-nti milli landa“. Ég gekk daglega út um haglendi, engi og skóga að safna jurtu-m, en var held-ur lat-ur, enda var hitinn suma daga um og yfir þrjátíu stig. Þá flatmagaði fólkið -fáklætt i görðum sínu-m, bak við há og þétt limgerði. Það er eitthvað suðrænt yfir Fjónbúum og landið eitthvert gróskumesta hérað Da-nmerkur. „Smjörholan“ er Fjón nefnt í garnni. Líkingi-n er tekin úr -matar- málinu. f þyk-kan hrísgrjónagraut er gerð hola og smjör látið í til smekkbætis. Ef danskir hermenn koma i þorp eða bæ, er Fjónbúinn jafnan fyrstur að komast I 'kunn- ingsskap við kvenfólkið, hennir gamall danskur orðrómur. Málhreimur Fjónbúan? er syngj- andi og oft gneistar af honurn fjörið. Fjónsk gróska brauzt fra-m í skáldskap H.C. Andersens, ævin- týraskáld-sins fræga. „Hann And-ri minn“, sagði Grímur Thomsen. Eftir hálfsmánaðar dvö] í Olle- rup lá lei'ðin út á józku heiðarnar. „Hrokalausi hægi, þétti heiða landsins sveinn" og svo framvegis, segir Matthías. Fólkið er rólegra hér en á Fjóni. en mjög alú'ðlegt. og góður var viðúrgerningur, józkt kjarnafræði á Grove-Hede- gárd, en fremur borgarmatur á Videvang, enda mörg gestaboð, og þar hef ég étið beztar og flestar lagkökur- Þarna bjó á sumrin ek-kja Áge Meyer-Benediktsson- ar. sem fyrrúm var framámaður í dansk-íslenzkri sa-mvinnu. Á heiðabænum bjó Andreasen, ósvikinn, józkur stórbóndi. þéttur á velli og þéttur í lund. Á kvöid- in var jafnan sungið á báðum bæj- unum og leikið undir i hljóðfæri. Sun-gnir voru föðurlandssöngvar og rnörg alþjóðleg lög, og þótti söngvið fólk aufúsugestir. Ég er mjög fljótur að læra lög, en lief aldrei mikill raddmaður verið, en tvær ísienzkar sumardvalar- stúlkur. Ben-gta og Elín, héldu dyggilega uppi heiðri landsins útl á „heiðabænum“. Sigurður Skag- field hafði dvalizt þarna fyrir fá- urn árum og su-ngið svo undir tók í stofunum. Ég rei-kaði talsvert um heiðarnar, safnaði jurtum og skoðaði landið. Greip líka stund- um i að g-risja gamalt eikarkjarr i Videvang og -höggva í eldinn. „Varaðu þig á höggormunum“, sagði blessað fólkið. Þótti sums staðar öruggast að vera í háum stígvélu-m úti í heiðakjarri og berjamó. Jótlandsheiðar eru næsta ólík ar íslenzkum heiðalöndum. Þær eru lág flatneskja að mestu, áður T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 339

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.