Tíminn Sunnudagsblað - 24.05.1970, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 24.05.1970, Síða 9
Hundmð mitljóna fyrir sötuvöru úr sjávargróðri • - * - V > -í <■; •:: ... ■■-:• ' \ ' í*-: Þegar skrápur af vsenum há- karli hefur verið verkaður eins og vera ber, til þess að hann sé hæf- ur til bókbands, kostar hann að sögn fimmtán hundruð krónur danskar hjá Jensen í Breiðgötu i Kaupmannahöfn. Það eru ekki nema forlátabækur, sem svo miklu er til kostað. Fleira er það úr sjónum, sem við áttum okfcur kannski ekki á, að sé mikils virði, er verður Dön- um að féþúfu. Þar f landi eru til dæmis þrjár verk9miðjur, sem breyta þangtegundum — einkum er það furcellaria — í verðmæta vöru, og er flutt er úr landi fyrir tuttugu milljónir danskra króna á ári. Efini það, sem úr þanginu fæst, er notað í búðinga, hlaup, marmi- laði, sýklaeldi, lyfjatöflur og margt annað. Það er meira að •segja áreiðanlega pít ,og iðulega á matborði okkar. Þessi nýting þangsins átti upp- haf sitt í Japan fyrir nokfcrum öldum. Þar var notuð þangtegund sú, sem á latnesku máli nefnist gelidium, Smám saoian var farið að nota það í margs konar mat- vöru, og árið 1881 feomst þýzkur sýklafræðingur, Koch, að raun um, að þarna var einnig fengin hin ákjósanlegasta næring við ræktun sýkla. Nýting þangsins breiddist út í mörgum löndum, þar sem til voru heppilegar þangtegundir, en eigi að síður voru Japanir áfram for- ystuþjóð á þessu sviði. í hoims- styrjöldinmi síðari varð þurrð á þessari Vöru, er Japanir voru komnir í stríð, og það varð til þess, að Dantr hófust handá um þangsuðu sína. Síðustu stríðsárin tvö áttu þeir ekki völ á ,öðru þang- hlaupi en því, sem þeir öfluðu sér sjáiíir. Eftir stríðið lögðu Japanir á ný undir sig meginhluta markaðsins. Danir héldu þó velli á sumum svið- um, og skiptist nú markaðurinn mjöig eftir því, til hvens þanghlaup ið eraetlað. Upphaflega var hráefnisins afl- að við smáeyjar. fyrir sunnan Sjá- land. En þar var sjór.mjög meng- aður pg kostnaðarsamt að hreinsa gróðurinn svo, að hann væri not- hæfur. Þess vegna var brátt leit- að á aðrar slóðir norðan Sjáiands. En þegar notkunin jókst, gekk þangið þar til þurrðar. Við nýja rannsókn kom í ljós, að mikið var af góðum furcelleria tegundum við Djunsland, og voru þær síðan nýtt ar í fimmtán ár. En nú var þaní- tekjan orðin býsa mikil, kom^t jafvel upp í tuttugu þúsund lest- ir árið 1962. Það er meira en þang- miðin þarna þola, og hin síðustu ár hafa Danir flutt inn hráefni. Þanginu ér safnað í vörpur, sem taka allt ajð þrjár lestir I ’einu. Þegar í lasnd er komið, r er það hreinsað og blandað efnum, sem eyða lit þess. Þar á ©ftir er það hreinsað til fullrar hlítar og síðan soðið. Soðinu er hellt í mót, þar sem það verður að hlaupi, sem geymt or í frysti einn sólanhring. Síðan er það mulið og þítt og þurrtkað, unz úr verður duft. Tvö grömm af þessu dufti jafngilda fjöruthi giömmum af kartöflu- mjöli til Mðingsgerðar. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 393

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.