Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Síða 11
ÓLÖF J. JÓNSDÓTTIR? SIGUR Hlustaðu, þú heyrir niðinn, alltaf sama hljóðfallið. Sjá þú fossinn, sem fellur niður silfurgrátt bergið. Hann fellur, rennur, rennur og fellur, aftur og aftur sömu leið, unz hann hverfur inn í eilifðina, þar sem hann bíður lífgjafa síns. Tveir fossar renna saman Tvö hjörtu sameinast eftir langa, þjáningarfulla bið í heimi mannanna. Hlustaðu. Þú heyrir hjartslátt tveggja, sem unnu sigur. annarra í Herdis rvík snerti var é® ekki búinn að hugsa neitt ákveð ið. En ég ætlali að vera þar iil að gæta fjárins, svo og húsa og annars þess, sem á jiirðinni var og kynni að verði. Ég varð því að fá mann, og það g >5an fjármann, og nú var að snúa sér að því að reyna að ná sér þ umig mann góðan og galialausan. Þá var réU- ur okkur hinn annar lykill að veru okkar í Herdísarvík. Það gerði maður, sem ég hefði víst aldrei árætt að nefna við að vera hjá mér allan veturinn á svona af- skekktum stað, sem Herdísarvíkin var þá, áður en þjóðvegur kom þar við túngarða. Maður sá, sem hér um ræðir, var elzti sonur hjón- anna í Vesturkoti á Hvaleyri, Guð- finnu og Gisla, Sigurður að nafni, þá rösklega tvítugur, og bar með sér, að hann var fjármaður með betra móti. Að fyrra bragði orðaði hann við mig, hvort mig vantaði ekki mann með mér um veturinn í Herdísarvík, en heimili okkar átti að öðru leyti að vera á Hvaleyri til vorsins. Þetta varð brátt að samkomulagi, og því góðu, á milli okkar, og fannst mér sem ég hefði orðið fyrir miklu happi. Þá fannst mér, að Herdísarvíkin hefði opnazt mér að fullu, og reið nú á öllu að gæta þeirra lykla vel og dyggilega. Sigurður gerðist árs maður okkar næsta vor. Hann er einn af hinum vandfundnu mönn- um, sem er afbragð til allra verka og í allri umgengni. Honum, for- eldrum hans og systkinum á ég imikið að þakka. Ég fann Þorstein í Lónakoti, sem sagði mér, hvaða dag væri vant að mala heimaland í Herdísarvík fyr- ir lögréttir. Þann dag, sagði hann, að þeir, sem ætluðu að smala land- ið, yrðu að vera komnir að Her dísarvík Ég átti von á einum hjá- leigubóndanum af Nestorfunni, sem vanur var smölun á Herdísar- víkurlandi, röktum kindamanni, sem gaman hafði að öllum smöl- unum. Þá yrðum við fjórir og tal ið allvel mennt, þótt iandið sé stórt og allt erfitt yfirferðar, ým ist brött fjöll eða ógreitt liraun að mestu. Við þessir fjórir smalar, hittumst allir í Herdísarvík kvöld ið fyrir smaladaginn. Þar höíðum við nóg að bíta og brenna, og bjuggum við nokkuð að leifum af mat, kaffi og matarefni frá veru okkar Sigrúnar fyrr um sumarið, auk þess sem við Sigurður vorum vel nestaðir. Hesta okkar höfðum við í túni, svo ekki þyrftum við að hafa áhyggjur af þeim. Eldavél- in var rauðkynt allt kvöldið, borð að, drukkið kaffi og rabbað sam an langt á vöku fram. Og bærinn í Herdísarvík, sem svo lengi hafði hljóður verið, bergmálaði nú af glaðværu tali okkar fjögurra, sem hefði mátt segja um, að komnir værum sinn úr hverri áttinni. Aldrei höfðum við Sigurður séð Selvogsbóndann fyrr. Þetta reynd- ist glaðvær og skemmtilegur mað ur og virtist vel í essinu sínu, þar sem hann nú var kominn. Við Sig urður létum þá Þorstein og Guð- mund segja okkur nokkuð frá bú skap Þórarins, því að báðir höfðu þeir Þorsteinn, sem var í mörg ár heimilismaður Þórarins og fjár maður einstakur, og Guðmundur smalað hér haust og vor mörg undangengin ár. Annars hafði gamall vinnumgJ5ur Þórarins og einnig aðrir sagt mér eitt og ann- að um búskap í Herdísarvík fyrr og seinna, og virtist mér flest af því lofa góðu. Áður en fullbjart var orðið morgun hinn næsta, lögðuim við þrír, sem á fjallið ætluðum, af stað og fannst okkur ókunnugum það vera bratt og erfitt upp að ganga, sem þó komst upp í vana. Fjórði maðurinn, Þorsteinn, var neðan fjalls og í brekkum. Bjart veður og gott var á fjallinu, og átti því að geta smalazt vel, sem og reyndist, því klukkan tvö vor um við búnir að koma fénu í rétt. Byrjað var á að draga óskilin, það er aðkomufé úr heimafénu. Aðkomuféð átti að reka til lögrétt- ar næsta dag. Þar næst hófst verzl unin, ef svo mætti segja. Tveir drógu að okkur Þorsteini, og haga merktum við hverja kind, sem afhent var og talin, fagurrauðri slettu í hnakkann, skrifuðum nið- ur og bárum okkur saman við fimmtu hverja kind. Fyrst voru allar ær teknar, mylkar og geldar, en hver hópur talinn sér, þar eð verð var ekki það sama á báðum flokkunum. Þannig var hver flokk urinn fyrir sig tekinn. Alls tók ég á móti þennan dag, sem var 27. september 1927, 364 sauðkindum, en það fé, sem ég keypti af Þór- arni þetta haust, sundurliðast þannig: Framhald á 382. síðu T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 371

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.