Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Qupperneq 19
þa'ð sýna og sanna jarðlögin. Hvar sem grafið er, skiptast á sandlög og jarðvegslög, mismunandi þykk. Mestur hluti sveitarinnar er flatt land, hallalítið og mishæðalaust, nema sandhólarnir, sem minnzt var á. Bæirnir standa á rimum og smábölum. En að ofanverðu er hraunið, hið eldra sem nokkrir bæri standa á, og nýja hraunið, úfið og illfært, en er nú að gróa upp. Mikill mosi og nokkurt gras, víðir og lyng- gróður er kominn í það. Fjallasýn úr Meðallandi er mjög fögur og margbreytileg. í vestri sést Hjörleifshöfði, Höfðabrekku- fjall, Hatta og Hafursey, þá Mýr- dalsjökull með sína tign og fegurð, þá Skaftártungufjöllin, þar sem Einhyrningur, Strútur og Torfa- jökull gnæfa yfir, og svo austar ýms fjöll á Tungnaafrétti, sem sjást yfir byggðafjöllin. Svo eru Síðufjöllin, þar ber mest á Ár- og Skálarfjalli, Holtborg og svo Kald- bak og loks er Lómagnúpur, eitt hæsta og tignarlegasta standberg þessa lands. Yfir austur-Síðufjöllin skín á skalla jöklajöfursins mikla, Vatna- jökuls. í honum eru eins og dökk- ir deplar Björninn og Pálstindur, og svo að síðustu er í austri Ör- æfajökull með sína háu hnúka og mörgu tinda og mikla tiguleik. Óvíða mun k landi hér víðfeðmari og margbreyttari fjallahringur en einmitt hér. Ströndin — Meðallandssandur •— er slétt og lág, nokkuð boga- dregin. Úti fyrir er oftast marg- faldur brimgarður, sem lemur sandinn sí og æ þungum höggum. Stundum í stórstreymi flæðir up\ yfir kampinn. Ströndin er tali \ hættuleg sjófarendum, enda hafa oft orðið skipskaðar á þessum s'óð- um. Oft er margt fiskiskipa þar skammt undan landi, og ljósin, þegar dimmt er, eru naumast telj- anleg. Oft rekur ýmislegt upp á strönd- ina, og eiga vissar jarðir afmarkað rekasvæði, kallað fjörur. Þær eru aðgreindar með strikum, sem standa ofan við flæðarmál, og eiga jafnan að bera í einhvern tiltekinn fjallshnúk. Fjörumar eru mislangar og mis- rekasælar. Flestar tilheyra þær jörðum í Meðallandi, en nokkrar eru gömul kirkjuítök úr öðrum sveitum. Austast, næst Landbrotsfjörum austan við Eldvatnsósinn, er Efri- Steinsmýrarfjara, þar næst er Syðri-Steinsmýrarfjara. í gegnum hana fellur Eldvatnið í sjóinn. Næst er Fljótafjara, svo Slýjafjara, Svínadalsfjara, þá Skálarfjara, Ása fjara, Hnausafjara, Skarðsfjara, þá Lyngafjara, Búlandsfjara, Gríms- staðafjara, svo Klaufarfjara, Efri- Eyjarfjara, Koteyjarfjara og vest- ast er Sandafjara. í gegnum hana fellur Kúðafljótsós, vatnsmikill með þungum straumi. Færist hann oft til, austur eða vestur, oftar austur, og myndast þá langur tangi milli vatns og sjávar. Stundum kemst ósútfallið austur á Koteyjar- fjöru. Þegar svo er komið, er haf- izt handa og ósinn mokaður út — skurður er grafinn gegnum tang- ann, svo vatnið fái sem næst beina útrás. Þegar svo mikil bugða er kom- in á Fljótið, er meiri hætta á, að það stíflist af krapa þegar frost koma. Við það hækkar vatnið svo, að hætt er við, að það renni yfir láglendið í Suður-Meðallandi. Hef- ur það þannig allt lent undir ís- hellu, sem getur valdið miklum óþægindum og stundum tjóni. Nokkur selveiði er í Kúðafljóti, einnig silungur. Húsaskipun og atvinnuhættir. Fyrrum og allt fram á þessa öld voru nær eingöngu torfbæir í Með- allandi. Veggir voru' hlaðnir úr mýrarkökkum, en úr grjóti á bæj- unum, er standa á hrauninu eða í grennd við það. Kekkir þeir, sem notaðir voru til veggjalileðslu, þurftu helzt að vera stungnir nokkrum vikum eða mánuðum áð- ur en átti að nota þá, svo þeir þornuðu sem bezt. Þeir voru tekn- ir upp úr pælunni og þeim hlað- ið upp í einfalda garða, sem stóðu svo, unz þeir voru fluttir heim til notkunar. Kekkir þurftu að vera vel stungnir, fláalausir, allt að tveimur fetum á lengd og um fet á breidd. í vegginn voru kekkirnir TtMlNN - SUNNUDAGSBLAÐ 3 n

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.