Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Side 22

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Side 22
Iands, lief ég reynt »tð hafa svo nærri sanni, sem é\< hef haft tek á. En að sjálfsögðu mætti margt grafa upp til fyllingar og viðbæt- is, ef að væri leitað. Nú, árið 1970, þegar ég renni augum yfir línurnar og endurrita þær, sé ég ekki ástæðu til að breyta neinu, sem máli skiptir. En nú er öld önnur, hagir og hættir aðrir. Önnur og þriðja kynslóð komin til sögunnar — feðra og mæðrakjör og þungi þeirra daga að falla í gleymsku. Sveitin hefur tekið undramikl- um breytingum. Mýrum og fenj- um hefur verið breytt í þurrlendi með miklum skurðagreftri. Gróð- urlag er því allt annað, tún orðin stór og góð á hverjum bæ. Sand- arnir eru friðaðir með girðingum og þekjast gróðri smátt og smátt. En austan Eldvatns þrengir vatn í vaxandi mæli mjög að, og mun erfitt að bæta úr því, enda eru byggð ból orðin fá þar, aðeins á Efri-Fljótum og í Fljótakrók. Góð- ur vegur er að og um sveitina alla, og samgöngur greiðar. Vegur- inn er nú frá brúnni á Ásavatni suður yfir hraun hjá Leiðvelli og Melhól, beint þaðan suður á Egg- ina hjá Strönd, eftir henni um brú á Rennsli. norðan við Efri-Ey um brú á Skurðinum hjá Langholti skammt fyrir vestan bæinn, norð- an við Skarðsmýri í austur um brúna á Eldvatninu hjá Syðri- Fliótum, yfir hraunnef hjá Efri- Fliótum upp með hrauninu og fyr- ir upptök Steinsmýrafljóts, beint yfir Efri-Steinsmýrareyjar upp í Landbrot, nálægt Hrauni, og að brúnni á Skaftá nálægt Kirkjubæj- arklaustri. Þannig eru afkomuskilyrði orð- in allt önnur og betri en áður var. En þó hefur byggðum býlum fækk- að. og flest heimili eru fámenn. Enginn býr á Efri- né Syðri- Steinsmýri eða Feðgum, ekki held- ur í Lágu-Kotey, Nýjabæ, Rofabæ né Söndum eða á Leiðvelli. Þess er vert að geta, að sá stóri sandhaug- ur, Gljámelaalda, er fokin burt og undir henni kom í ljós fornt bæj- arstæði. Hvað sá bær hét eða hve- nær hann stóð, veit enginn. Ef til vill hefur Skarð verið þar einhvern tíma, og vera má, að Eysteinn Hranason hafi geneið þar um stíga. Fiskeldi er hafið í Eldvatni og gefur góðar vonir. Einar Sigurfinnssou. TEKIÐ HEIMA - Framhald af 371. síðu Ær, mylkar 240 á 27.— Ær, geldar 67 tt 35.— Veturg. gimbrar 53 it 28.— Sauðir 15 tt 40.— Hrútar 9 ti 30.— Lömb 259 tt 10.— Samtals gerði þetta í krónum 13.769.— en frá dróst andvirði fjögurra ærkúgilda, það er 24 ær með lömbum á 37.—, samtals 888.— krónur. Greiddi ég því Þór- arni 12.881 krónur fyrir féð. Enm- fremur keypti ég hús, hey, timb ur og fleira fyrir 1.200 krónur af honum, og var þá upphæðin kom in upp í 14.081 krónu, sem ég skuldaði Þórarni. Allmikið fé var það á árunum milli stórstyrjald- anna. Þó tel ég, að öll þau kaup og viðskipti, sem ég átti við Þór arinn Árnason, bafi verið svo hag- stæð mér sem frekast varð á kos ið. í fám orðum sagt reyndust þau hjón, Þórarinn og Ólöf, mér í all- an máta fádæmavel, og var ég þeim þó algerlega óþekktur. Þetta sama haust, sem að framan er frá sagt, borgaði ég Þórarni sex þús- und krónur upp í okkar viðskipti. Eftirstöðvarnar átti ég að greiða á næstu þrem árum og 4% í vexti. Ég sagði Þórarni, að ég skyldi gefa út vottfast skuldabréf fyrir skuld inni — taldi það aTveg sjálfsagt. Þá sagði Þórarinn nokkuð, sem ég bjóst alls ekki við að heyra: „Ég þarf _ ekki og tek ekki skuldabréf. Ég þekki þig af orð- spori, og það er mér nóg“. Við þessi orð Þórarins varð ég algerlega orðlaus af undrun. Og oft hef ég hugsað um það síðan, að forhertur svikari hefði sá mað ur mátt vera, sem hefði getað feng- ið sig til að bregðast Þórarni frá Herdisarvík eftir að hafa heyrt hann segja framangreind orð. Ég álít, að Þórarinn í Herdísar vík hafi verið allsérstæður maður. Hann seldi sem hann seldi og gaf sem hann gaf, var al'lra manna orðheldnastur. Og þá spillti kona Lausn 14. krossgátu hans honum ekki, einstök gáfu-, merkis- og gæðakona. Viðskiptum okkar Þórarins lauk 4 þann veg, að ég gat staðið við gerðan samning sem betur fór. í þáð skipti sáumst við Þórarlnn í SÍðasta skipti. Þá var hann búing að missa konu sína og bjó með oústýru. RÆTT VIÐ HÁKON - Famhald af 376, síðu. ja, til hvers erum við þá að reyna að lifa i þessu landi? segir skóg- ræktarstjóri að lokum. Hér lýkur samtalinu við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra. Víst hefur hann ekki lagt sig í fram- króka við að þylja okkur eigin af- rek, né heldur hlífzt við að kveða upp þungan dóm um samtíð sína og sambúð okkar við landið. Hitt er öllum augljóst, að aldrei hefur verið eins mikið unnið að skóg- rækt á íslandi og í tíð núlifandi manna — og hver myndi hafa haft þar megin-forystuna? Og þeir, sem leggja stund á lestur fagurbókmennta, mega gjarna minnast þess, þegar þeir lesa þetta viðtal, að það var skóg- ræktarmaður, sem Stephan G. var að yrkja um, þegar hann skrifaði þessar ógleymanlegu línur, sem síðan eru orðnar að spakmæli: . . . að hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum. —VS. <ruj Hfl N-OG £ R fl u a * N u Á? L UO S H U G L fl 7? N'fí K 'a fí M A N C fl £ A U N £ N S N u M 9 L £ fí H £ A %TQRL£GRt-l N fl U r fl fl T / O N A Í-T fl K M fí U $ A '0 r T fl N fl U M R A K S T '0 L i ‘A R T A l I B 'fl T A K fl E fl fí ff t N ‘fl L K fl K fl N H A R íffl 5 i T fl P £) fl H fl a £ I T fl H 0 L L I AfiSfífl fl M I L L fí T'O ft L V fl fl t\ SLftTTfíNfl L Ö F N SABSAMAHA L P] N _ ð S I KAHAKbL'flNfl 382 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.