Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Síða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Síða 2
 íslendingar eiga sér nafna- hefð, sem er einstök í Norður- Evrópu, norrænn menningararf ur, sem við varðveitum nú einir að mestu, þótt ef til vill megi finna leifar hans í norðanverð um Noregi. Fyrir þúsund árum var þessi nafnavenja svo að segja allsráðandi á Norðurlönd um. Þetta er sú venja að kenna börn við föður sem son eða dótt ur en bera ekki ættarnöfn. íslendingum er nú allmikill vandi á höndum um varðveizlu þessarar nafnahefðar og nor- ræna menningararfs í síauknum samskiptum við aðrar þjóðir og umheiminn. Ættarnöfn eru enn sem betur fer undantekning hér á landi, þótt þeim fari sífjölg andi. Á sautjándu og átjándu öld mynduðust ýmis ættarnöfn, einkum á þá lund, að íslenzk nöfn voru afbökuð upp á latínu eða dönsku. Á nítjándu öldinni kom alda íslenzkra ættarnafna, mjög í anda rómantískrar stefnu, og eru allmörg slík nöfn orðin föst við íslenzkt fólk. Einnig hafa bætzt við nokkur ættarnöfn af erlendum toga, sem flutzt hafa og ílenzt með erlendu fólki, sem hér settist að og fékk íslenzkt ríkisfang, áður en lög komu til um það, að slíkt f'ólk skyldi taka sér ís- lenzk nöfn. Nú er því svo háttað um ætt- arnöfn, að þau eru dæmd til þess að breiðast út, og útrýma smátt og smátt innlendu nafna venjunni. Þetta er ofur auðskil ið mál, sem skýra má með dæmi. Þegar karlmaður með ættar- nafn, erlent eða innlent, kvæn ist stúlku með íslenzkt nafn, er kölluð dóttir föður síns, hljóta börn þeirra öll ættarnafnið, svo og hún sjálf, eða að minnsta kosti hefur raunin orðið sú. Af þessari reglu leiðir, að gamla nafnvenjan verður víkjandi en ættarnafnavenjan ríkjandi. Ætt arnöfnin festast við fleiri og fleiri, en æ færri kallast synir og dætur feðra sinna. Vafalítið hefur útrýmingarsaga norrænu nafnavenjunnar orðið þessi, en einangrun haldið henni við hér. Sú vörn er nú ekki lengur hald bær, og því verðum við að grípa til nýrra ráða, ef við viljum halda þessu við, og við skulum gera okkur ljóst, að hér er um mikilvæga menningarleifð að ræða, og hún er meira að segja í mjög góðu samræmi við jafn ræðishugmundir nútímans. Ef við gerum ekkert hlýtur íslenzka nafnareglan að víkja fyrir ætt- arnöfnum á tveim eða þrem öld um, og íslendingar bera eftir það einhver nafnskrípi, flest af erlendum uppruna, eða ís- lenzka hortitti heldur ósmekk- lega, ef ekki væri að gert og brunnurinn byrgður í tíma. Slíkt er auðvitað ekki geð- fellt tilhugsunar, og því var það vii’ðingarvert, þegar Bjöfn Ólafs son, fyrrum menntamálaráð- herra beitti sér fyrir viðnámi og Alþingi setti lög um það, að hver sá erlendur maður, sem hér sezt að, skyldi taka sér nafn að íslenzkri nafnvenju, um leið og hann fengi íslenzkt ríkis fang. Eigi að síður eru ann- markar á þessum lögum, og þau eru engan veginn nægileg líftrygging íslenzku nafnvenj- unni. Fyrst er það, að telja má nokkuð harkalegt og ekki mikil gestrisni að skipa nýjum borg ara að skipta um nafn. Nafnið er mörgum kært og í vitund manna hluti persónunnar. Sama árangri hefði mátt ná með mild ari hætti, til að mynda þe;m að leyfa hinu erlenda fólki að bera ættarnöfn sín meðan það lifði, en skylda það aðeins til þess að taka upp íslenzkt skírn arnafn, en lögbjóða síðan, að böm þess væru skráð og kennd við föður að íslenzkri nafn- venju. Þannig hefði erlenda ættarnafnið þurrkazt út í ann- arri kynslóð. Þá er og á hitt að líta, að það er lítið samræmi í því að banna erlendu fólki að bera út- lend ættarnöfn sín hér, meðan til er í landinu allmikill fjöldi ættarnafna, mörg með erlend um blæ og af erlendum upp- runa, og þessi ættarnöfn eru því eðli gædd að margfaldast og færast á æ fleiri landsmenn og víkja íslenzku reglunni til hlið ar. Lögin um nafnskipti erlenda fólksins eru því engan veginn einhlít, þó að þau tefji svolítið fyrir þróuninni. Augljóst er, að íslenzka nafn- venjan lýtur alveg í lægra haldi á tveim eða þremur öldum, ef ekki er að gert. Gerir það nokk- uð til, munu ýmsir spyrja? Er þessi fágæta og skrítna venja ekki aðeins til trafala og vand- ræða í erlendum samskiptum? Er ekki rétt að létta af trúföst um eiginmanni þeim vandræð- um, sem hann lendir stundum í, þegar hann kemur í erlent gistihús með konu, sem ekki ber nafn hans, þótt hann segi hana eiginkonu sína? Svo mun vafa Iaust einhverjum finnast. En ég er á öðru máli. íslenzka nafnvenjan er sterk ur sproti af fornri og stórbrot- inni menningarhefð norrænna manna, og við varðveitum hana einir þjóða. Nú á tímum jafn réttis kynjanna og aukins lýð frelsis hefur gildi hennar stór aukizt. Þess vegna eigum við að reisa þær skorður, sem' duga henni til varnar. Við ættum að Framhald á bls. 646. 6% IÍM1NN SUNNUDAGSBLAÐ ✓

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.