Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Side 3
Skarfurimi er alkunnur íslenzkur sjófugl og gnæfir stund-
um hátf af skeri, þegar siglt er um Breiðafjörð. Við höfum
þó aldrei tamið skarfa til fiskveiða eins og sumar aðrar þjóð-
ir. Japanir hafa í þúsundir ára notað skarfa til fiskveiða.
Við vesturströnd Noregs er margt um skarfa, og þegar
leið liggur framhjá skerjum og klettum er tignarleg sjón
að sjá hópa skarfa stinga sér, þegar hættuna ber að.
Þeir fljúga í sjónum eins og svartar örvar og stinga sér
gjarnan undir bátinn. Skarfurinn getur verið heila mín-
útu í kafi.
Enginn veit með vlssu, hve lengi Jap-
anir hafa tamið skarfa til fiskveiða.
Þelr klippa flugfjaðrir fuglanna, svo
að þeir getl ekki floglð brott, og
stundum eru þeir hafðir f bandi.
Þegar dimmir koma margir fiskar,
sem halda slg djúpt I vatni á daginn,
upp á yfirborðið. Japanir veiða þá
með skörfum sínum i skini viðarelds.
Japanir bregða bandi um háls skarfs-
ins til þess að hann geti ekki rennt
veiðinni niður, heldur færi hana hús-
bónda sínum. Þannig kemur skarfur-
inn aftur til bátsins með fiskinn
hálfan í gini.
Skarfurinn ver ekki fjaðrir sínar
vætu með fitu eins og andfuglar,
Þess vegna verður hann að þurrka
vængi sína og fiður eftir köfun, og
þess vegna má oft sjá hann sveifla
rængjum, þar sem hann situr hæst
á skerl, kletti eða staur.
Skarfurinn hvarf alveg úr Eystra-
salti skömmu eftir síðustu aldamót,
en nú hefur hann numið sjó að nýju
við sænskar strendur, og vitað er
um hundrað skarfa samfélag á kletta-
ey í Kalmarsundi. Hér er þo ekkl
um stærsta ættbálk skarfa að ræða.
Á klettaey skarfanna I Kalmarsundi
hefur allur trjágróður visnað og dáið,
og stórar karfadyngjur eru ( kverk-
um dauðra trjáa. Trén þoldu ekkl
skarfadritið. Talið er, að tré þoli illa
áburð eða saur fugla, sem éta flsk
einvörðungu.
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
627