Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Síða 4
Anatole France TILBEIÐSLA SJÓN- HVERFINGAH1ANNSINS Á dögum Louisar konungs var uppi fátækur sjónhverfingamað- ur, Barnabas að nafni. Hann var fæddur í Comiégnehéraði, en flakk- aði um borg úr borg og lék listir sínar af mikilli leikni og þolinmæði. Á góðviðrisdögum var hann van- ur að breiða gamla og slitna ábreiðu á markaðstorgið, og þeg- ar hann hafði dregið að sér at- hygli nokkurra barna og iðjuleys- ingja, með ýmsum skemmtileg- um setninguun sem hann hafði lært af görrlum sjónhverfinga- manni, en þær setningar endurtók hann nokkrum sinnum undan- tekningarlaust eins, og án þess að brengia til einu einasta orði. En á meðan gerði hann hinar undarleg- ustu líkamsæfingar og lét blikk- plötu vega salt á nefbroddi sín- um. í fyrstu horfði hópurinn á hann, án þess að veita honum sér- staka athygli, en þegar hann stóð á höfði og höndum, og kastaði sex glitrandi koparkúlum upp í loftið og greip þær aftur með fót- unum, eða þegar hann sveigði sjálfan sig aftur á bak, unz hak- an snerti hælana og myndaði þann- ig fulikomna hjóllögun, og lék í þessari stöðu með tólf hnífa í loft- inu, þá lustu áhorfendur hans upp fagnaðarópi og smápeningum rigndi á ábreiðuna hans. Barnabas frá Compiégne átti samt sem áður erfitt með að draga fram lífið, eins og flestir þeir, sem lifa fyrir hugsjónir sínar. Með því að vinna á þennan hátt fyrir brauði sinu í svita síns and- litis, hlaut hann meira en honum bar af ógæfu þeirri sem á okkúr öll er lögð, vegna yfirsjóna forföð- ur okkar, Adams gamla í Paradís. Auk þess gat hann ekki unnið eins mikið og hann hefði viljað, því að til þess að geta notað hina dásamlegu gáfu sína þarfnaðist hann, eins og trén, hita sólarinnar og hlýju dagstins. Á veturna var hann því aðeins eins og tré, sem svipt hefur verið laufi slnu, raun- verulega hálfdauður. Frosin jörð- in var of hörð fyrir sjónhverfinga- manninn. Eins og trjátítan, sem Marie de France minnist einhvers staðar á, þá þjáðist hann bæði af hungri og kulda yfir hinn erfiða árstíma. En af því að hann var í hjarta sínu einfaldur, bar hann þjáningar sínar með þögn og þol- inmæði. Hann hugsaði aldrei mikið um auðæfi, hvernig þeirra er aflað, eða hin misjöfnu kjör mannanna. Hann trúði því fastlega, að ef þessi heimur væri djöfullegur, þá hlyti hinn að vera góður og þess vegna sætti hann sig við kjör sín. Hann var ekki eins og þeir gáfuðu menn, sem selja djöflinum sál sína. Hann lagði nafn guðs aldrei við hégóma. Líferni hans var heiðar- legt, þó átti hann sjálfur enga konu, né heldur girntist hann eig inkonu náunga síns, því að konan er óvinur hins sterka manns. Það lærum við af sögunni um Samson, sem sagt er f.rá í ritningunni. Sannarlega snerist hugur hans ekki um holdlegar óskir og það olli honum miklu meiri kvölum, að verða að neita sér um að drekka, en þótt hann yrði að fara á mis við kvenlega blíðu. Samt sem áður var hann engin fyllibytta. Hann hafði aðeins ánægju af að drekka, þegar heitt var í veðri. Hann var góður maður, óttaðist guð og til- bað með guðhræðslu hina heilögu mey. Þegar hann fór í kirkju brást það ekki, að hann féll á hné frammi fyrir mynd guðsmóð- urinnar og ávarpaði hana með eft- irfarandi bæn: „Göfuga kona, vaktu yfir lífi mínu, unz drottni þóknast að láta mig deyja, og þegar ég er dauður, sjáðu þá svo um, að ég verði gleði Paradísar aðnjótandi". Kvöld eitt að afloknum regnsömum degi gekk hann hryggur og niðurbeygður með koparkúlurnar sínar undir hend- inni og hnífana vafða inn í gömla ábreiðuna og leitaði sér að hlöðu, þar sem hann gæti lagt sig til svefns, þótt hungraður væri. Þá varð á vegi hans munkur, sem hann ávarpaði virðulega og þar sem þeir áttu samleið eftir gang- stígnum fóru þeir að tala saman. „Vinur minn“, sagði munkur- inn, „hvernig stendur á því, að þú ert grænklæddur? Þú ætlar ef til vill að fara að leika fífl í einhverj- um sjónleik?í‘ „Nei, alls ekki, faðir“, sagði Barnabas. „Ég heiti Barnabas og er sjónhverfingamaður. Ég held að það myndi vera bezta lífsstarf á jarðríki, ef ég hefði eitthvað til að borða alla daga“. „Vinur minn, Barnabas“, svar- aði munkurinn. „Gættu að hvað þú segir. Það er ekki til betra lífs- starf en að vera munkur. Þeir til- biðja og vegsama hátíðlega guð, hina heilögu mey og dýrlingana: Líf munksins er stöðug tilbeiðsla til drottins“. Og Barnabas svaraði: „Faðir, ég viðurkenni, að ég talaði eins og fáviti. Mín staða verður ekki bor- in saman við þína. Þó að það geti verið dálítið varið í að dansa og sýna undrandi fólki jafnvægisæf- ingar með prik standandi á nef- inu, þá er það ekki sambærilegt við virðuleik og gildi þinnar stöðu. Faðir, ég vildi óska, að ég gæti eins og þú, sungið messu á hverj- um degi, og sérstaklega þjónað hinni heilögu mey, sem ég tilbið mest og trúi á, af öllu hjarta. Ég væru fús til að segja skilið við list- ina, sem ég er þekktur af, í yfir sex hundruð borgum og þorpum, allt frá Soissons til Beauvais, til þess að geta hafið munkalíferni. Munkurinn komst við af einfeldni sjónhverfingamannsins, og af því að hann var sjálfur eng- inn einfeldningur sá hann, að Barnabas var einn þessara eðlis- góðu manna, sem drottinn hafði sagt um: „Friður sé með þeim“. 628 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.