Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Side 5
Og munkurinn sagði því við Barnabas: „Vinur minn, Barnabas, komdu með mér, og ég mun sjá svo um, að þú fáir inngöngu í munkareglu þá, sem ég er príor yfir. Hann, §em leiddi Egyptana yfir eyðimörk ina, setti mig við hlið þér á götu- troðning þennan, til þess að ég mætti verða þér til hjálpræðis“. Þannig varð Barnabas munkur. t klaustri því, sem hann gekk í, Iofsungu munkarnir dýrlegast guðdóm hinnar heilögu meyjar. Sér hver þeirra tilbað hana með allri þeirri þekkingu og eldmóði, sem guð hafði gefið honum. Príorinn sjálfur, ritaði bækur, er lýstu öllum hinum miklu dyggð- um hinnar heilögu guðsmóður, samkvæmt kenningum miðalda- heimspekinnar. Bróðir Maurice umskrifaði með fagurri rithönd, þessar ritgerðir á pergamentsíður, meðan bróðir Aléxandre skreytti þær með fíngerðum myndum, er sýndu drottningu himinsins sitja í hásæti Salomons, en við fótstall hásætisins héldu fjögur ljón vörð. í kringum höfuð hennar, sem um- vafið var geislabaug. flugu sjö dúfur, og áttu þær að tákna sjö náðargjafir hins heilaga anda: ótta, guðrækni, þekkingu, afl, réttlæti, gáfur og vizku. Með henni voru sex gullhærðar meyjar: aukmýkt, huggun, lausn, virðing. meydóm- ur og hlýðni. Við fætur hennar voru tvær litlar verur, skínandi hvítar og alsnaktar, krjúpandi á bæn. Þær voru ímynd biðjandi sálna. sem fengu fyrirgefningu. Hún frelsaði sálir þeirra fyrir mál- stað bænarinnar. Á annarri síðu mvndaði bróðir Aléxandre Evu í návist Maríu, svo hægt væri að sjá í einu, synd og iðrun kvenlegrar auðmýktar annars vegar og meyj- arlega tign hins vegar. Meðal annarra góðra mynda í þessari bók var uppspretta hins lifandi vatns, lindin og liljan. Þar var einnig tunglið og sólin, og hið lokaða hlið. sem svo mikið er talað um í lofsöngvunum. Þar var og hlið himinsins og borg guðs. Allt var þetta ímynd hinnar heilögu meyj- ar. Bróðir Marbode var líka einn af hinum góðu sonum Maríu meyj- ar. Hann var alltaf önnum kafinn við að höggva myndir úr steini. Skegg hans, hár og augabrýr var hvítt af rýki. Augu hans voru stöð- ugt þrútin og full af tárum. En hann var ötull og hamingjusamur gamall maður, og þ‘að var enginn efi á því, að drottning Paradísar vakti yfir fækkandi ævidögum þessa barns síns. Marbode mynd- aði hana í predikunarstól. Enni hennar var umvafið geislabaug og hringsett perl- um. Hann tók það nærri sér að verða að mynda fellingarnar í reip- ið, sem þakti fætur hennar. En það var í samræmi við orð spámanns- ins, er hafði sagt: „Hin göfuga mey er eins og lokaður garður". Stundum leit hann á listaverkið, sem yndislegt barn, og virtist segja með sjálfum sér: „Drottinn, þú drottinn listarinnar“! Það voru einnig í klaustrinu skáld, sem rituðu óbundið mál. Þeir rituðu lofsöngva á Iatínu til heiðurs Maríu mey, sem er dýr- legust allra meyja. Það var meira að segja einn á meðal þeirra, sem þýddi töfrasögurnar um hina göf- ugu mey á almúgamál og gerði af þeim kvæði. Þegar Barnabas sá aðra keppast við að sýna vegsömun sína með þvílíkri gnægð góðra verka, þá hneig hann í harm yfir sinni eigin fáfræði og einfeldni. „Æ, æ!“ andvarpaði hann, er hann var dag einn á gangi ein- samall í litla garðinum, sem liul- inn var í skugga klauslurveggj- anna. „Ég er svo óhamingjusam- ur. því að ég get ekki, eins og aðrir bræður í klaustrinu, látið hinni heilögu móður guðs í té, neina nógu dýrlega vegsömun. Henni hef ég þó tileinkað allan kærleika hjarta míns. Æ, æ, ég er heimsking, án nokkurrar listagáfu, og einskis nýtur. Göfuga mev, cg tek aldrei þátt í neinum uppbyggi- legum helgiathöfnum. skrifa aldrei fagrar ritgerðir. sem styðj- ast við orð ritningarinnar, engin fögur málverk, engar vel höggnar myndir og engin kvæði. Æ, æ, ég hef ekkert til brunns að bera,‘. Þannig bar vesaldómur og ógæfa lians hann ofurliðl. Kvöld eitt, þegar munkarnir voru að ræða saman, sér til skemmtunar, heyrði hann einn þeirra segja frá munki, sem ekk- ert gat sagt annað en AVE MARIA. Hann var fyrirlitinn fyrir fáfræði sína. En eftir dauða hans sprungu út fimm rósir i minni hans, sem táknuðu hlna fimm bóc- stafi í nafninu Maiía. Þannig varð heilagleiki hans augljós. Er Barnabas lilýddi 4 þessa sðgtt; opinberaðist honum enh einu slnni" góðsemi hinnar heilögu meyjar. En hann lét sér ekki nægja að heyra söguna um hið dásamlega kraftaverk, heldur fylltist hann ákafa, því að hann vildi fá tæki- færi til að þjóna hinni heilögu mey himinsins og vegsama hátíð- lega dýrð hennar. Hann leitaði án árangurs að leið til að gera það. Hver dagur færði honum auknar sorgir, þar til morg un einn, að hann stökk í gleði vímu fram úr hengirúminu sínu og hljóp til kapellunnar, þar sem hann var einn í meira en klukku- stund. Hann sneri þangað aftur strax að miðdegisverðj loknum og upp frá þeim degi var hann I kap- ellunni á hverjum degi eftir að hún var orðin mannlaus. Þar eyddi hann þeim tíma. sem hinir munkarnir notuðu til að sinna bók- fræðistörfum og vísindun. Ilann var ekki framar hryggur, eða and- varpaði. En svo undarleg og skjót breyting vakti undrun liinna munkanna og þeir spurðu sjálfa sig hvers vegna bróðir P.arnabas færi svo oft einn sín liðs. Þar sem það var skylda príorsins að vita allt það er munkarnir aðhefðust, ákvað hann að njósna um Barnabas. Dag einn, þegar Barnabas var einn í kepellunni, fór príorinn þangað ásamt tveimur af elztu bræðrun- um í reglunni, til þess að sjá, hvað hann aðhefðist þar. Þeir horfðu í gegnum skráargatið á hurðinni og sáu þannig hvað ' fram fór fyrir innan. Þeir sáu Barnabas frammi f.vrir m.vnd hinnar heilögu meyjar. . Hann stóð þarna á höfðinu með fæturna upp í loftið og lék listir f sínar með sex koparkúlur og tólf hnífa. Til dýrðar hirini heilögu mey lék hann þessar listir sinar, sem í gamla daga höfðu fært hon- um frægð og heiður. Hinir öldr- uðu bræður skildu ekki, að með þessu helgaði hann þjónustu hinn- ar heilögu meyjar beztu hæfileika sína. Þeir hrópuðu upp yfir sig yfir þvílíkri saurgun helgidómsins. Príorinn vissl, að Barnabas var einfaldur, en samt hélt liann, að nú væri hann búinn að missa sitt litla vit. Þeir þustu því allir þrlr til, og ætluðu að fjarlægja Barnabas út úr kapellunni, en þá sáu þeir hina heilögu mey stíga hægt niður af altarinu og þurrka, með hinum Framhald á bls. 646. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 629

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.