Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Page 6
J
Vísnagátur séra Sveins Víkings
Séra Sveinn Víkingur var
meðal vinsælustu útvarps-
manna, einkum fyrir þætti sína
um daginn og veginn, en þá
flutti hann marga. Á síðari ár-
um tók hann upp þá venju að
enda þátt með gátu, sem hann
hafði samið, og bauð mönnum
að glíma við til næsta þáttar,
er hann flutti. Þessar gátur
voru allar ferhendur og gerðar
á þann hátt, að myndir máls-
ins voru notaðar til lýsinga.
íslenzk tunga er fjölskrúðug,
og mörg orð eiga þar fleiri en
eina og fleiri en tvær merk-
Séra Sveinn Víkingur
ingar, sem ráðast og skýrast af
stöðu orðsins og tengingum.
Þetta notfærði Sveinn sér og
lét hverja hendingu gátuvís-
unnar segja eina merkingu
orðs, sem geta skyldi, og kom
þannig allt saman í eitt. Marg-
ar þessar gátuvísur voru vel
gerðar og mjög rökvísar á alla
lund. Síðar voru gátur þessar
gefnar út á vegum Kvöldvöku-
útgáfunnar í þremur smáheft-
um, og hafði sér Sveinn þá
bætt mörgum við þær, sem
hann hafði flutt í útvarpið.
Þessi gátusöfn hafa orðið
mjög vinsælt tómstundagaman
meðal landsmanna, einkum
þeirra, sem yndi hafa af því
að skoða myndir málsins og
velta fyrir sér merkingu orða
og tals&átta. Kvöldvökuútgáf-
an hét verðlaunum fyrir rétt-
ar ráðningar sem henni bárust,
og var dregið úr réttum lausn-
um, og er úthlutun verðlauna
fyrir ráðningar á gátum í
þriðja hefti nýlokið, og hafa
þau verið send þeim, er hlutu,
að sögn útgáfunnar.
Margir hafa hins vegar ósk-
að eftir því, að ráðningar á
gátum séra Sveins Víkings birt-
Framhald á bls. 646.
RAÐNINGAR A GATUNUM
1. hefti. 2. hefti. 3. hefti.
1. Ráðning 1. Lausn 1. Lína
2. Borð 2. Hundur 2. Fiskur
3. Lag 3. Bolli 3. Bálkur
4. Völlur 4. Brestur 4. Garður
5. Bakki 5. Hæll 5. Bindi
6. Fat 6. Lán 6. Lest
7. Marfc 7. Önd 7. Lykill
8. Kerling 8. Bjór 8. Lopi
9. Biti 9. Bætur 9. Nef
10. Krókur 10. Brot 10. Gangiu-
11. Mál 11. Flóki 11. Lómur
12. Band 12. Dráttur 12. Sjór
13. Skeið 13. Geitur 13. Gat
14. Áburður 14. Háls 14. Fjöður
15. Bekkur 15. Hani 15. Skuld
16. Tala 16. Leggur 16. Kross
17. Hald 17. Snúður 17. Kvarnir
18. Strengur 18. Sókn 18. Koppur
19. Nálar 19. Stafir 19. Laupur
20. Ráð 20. Háttur 20. Haus
21. Botn 21. Hyma 21. Bein
22. Fang 22. Hnappar 22. Skjöldur
23. Egg 23. Hringur 23. Skella
24. Harpa 24. Leppar 24. Skip
25. Bragð 25. Lykkja 25. Barði
26. Strútur 26. Mát 26. Barð
27. Króna 27. Rafur 27. Færi
28. Ás 28. Skák 28. Mót
29. Far 29. Rót 29. Gengi
30. Slóði 30. Stakfcur 30. Spor
31. Spaði 31. Skurður 31. Leið
32. Varp 32. Slag 32. Kefli
33. Bóla 33. Spil 33. Goggur
34. Kambur 34. Steinn 34. Sláttur
35. Fall 35. Vængur 35. Grein
36. Blað ' 36. Fluga 36. Kverk
37. Andvari 37. Stóll 37. Kinn
38. Hvarf 38. Vísir 38. Hæð
39. Skot 39. Ver 39. Hjarta
40. Póstur 40. Strokkur 40. Fjöl
41. Dálkur 41. Taumur 41. Lát
42. Kjölur 42. Kútur 42. Lofit
43. Kló 43. Broddur 43. Hlaup
44. Skaut 44. Stöng 44. Hom
45. Laukur 45. Skrá 45. Skál
46. Húnar 46. Þáttur 46. Grind
47. Skil 47. Torfa 47. Kast
48. Kostir 48. Staður 48. Stokkux
49. Skör 49. Vargur 49. Burður
60. Hljómsveit 50. Lok 50. Endir
X í M I N N — 8UNNUDAG9BLAÖ