Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Side 7

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Side 7
Ounnar Guðmundssont „Þarna er maður að draga, — ef mann skyldi kalla“ Göngurnar þóttu ekki langar í Hólasveit, en gangnadagurinn var langur, enda var hann réttardagur líka Leifur vissi ekki gerla, hve- nær móðir hans vakti hann um morguninn, líklega um fimmleyt- ið. Hún rétti honum nýja sokka, og nýgerðir skinnskór lágu við rúmstokkinn, gangnaskórnir. Hún brá hendinni undir dökkan koll piltsins, og gómar hennar gældu við vanga hans, um leið og hún lyfti höfði hans mjúklega af kodd- anum. „Flýttu þér á fætur, góði“, mælti hún, um leið og hún sneri í étt til dyra. „Frændi þinn er farinn niður að borða. Við skulum ekki láta hann bíða“. Leifur snaraðist fram úr og klæddist í ákyndi. Til nýmæla taldist, að Bjarni föðurbróðir hans færi fyrstur niður. Vissi vonandi á gott. Matarlystin var ekki mikil svo snemma dags, en þó lauk Leifur við hræringinn, sem móð- ir hans skammtaði honum. í dyr- unum fékk hún honum malpok- ann, kyssti hann á vangann og sagði „Ég treysti þér, Leifur minn“. Áherzlan var á orðinu þér. Bjami var kominn upp á tún. Leifur kallaði á Trygg og hraðaði sér á eftir frænda sínum. Þeir héldu til fjalls. Nóttin ríkti enn, þótt dauf morgunskíma skýrði út- línur fjallanna sunnan fjarðar. Eft ir hálfrar stundar göngu komu þeir að rótum Hólafjalls. Týra frá Hölluhúsum hafði gefið til kynna með nærveru sinni, að gangna- menn þaðan væru á næstu grös- um. Hún vék vinalega að Trygg og sleikti hann í framan. En Tryggur var daufur í dálkinn, eins og hann vissi, hvers konar dagur var í vændum. Hann var fremur lítill hundur, móflekkóttur, rytjulegur og glaseygur. Heima á Hólum undi hann hag sínum, enda vel metinn fjárhundur og talinn skyggn á fylgjur, þó einvörðungu leiðar fylgjur. En í hundaþvögu á messu- dögum var Tryggur hunda vesæl- astur, lá undir hverju kvikindi, og þó var réttardagurinn þeim mun verri sem þar var meiri safnaður hunda en við kirkju. Allt í einu var Finnbogi í Höllu- húsum hjá þeim, risavaxinn maður með yfirskegg og hlýju í augum. Með honum var piltur frá Laugum. Svitaganga upp fjallið. Á brúninni sagði Finnbogi mönnum, hvar þeir skyldu ganga. Leifur gekk á milli Bjarna og Finnboga, sem var næstur austurbrún. Þeim var sagt að hóa svo oft, að hver vissi jafn- an af öðrum, því að þoka var á fjallinu, hráköld næturþoka. Var því naumast sauðljóst, þegar menn dreifðu sér. Finnbogi hafði forsöng. Dimm bassarödd hans drundi austur við brúnina, svo dimm, að hljóðið varð naumast kallað hó. Leifur hugsaði, að þannig mundu útilegumennirn- ir hafa hóað á Sprengisandi, „und- arlega dimmum karlaróm". Sjálf- ur var hann kominn í mútur og gat hvorki hóað eins og drengur né maður. Bjarni hóaði hátt og lengi, og enn heyrðist í Lauga- manni vestar á fjallinu. — í fyrra hafði faðir hans gengið þar, sem Bjarni gekk. Leifur mundi vel, hvernig hann hóaði. Þungur og lamandi dapurleiki lagðist að hon- um nú eins og jafnan, þegar hann hugsaði til föðursíns. Þeir gengu norður fjallið, og Leifur varð var fjárhópa, sem runnu á undan þeim. Hann sigaði Lúfnn og sárfættur eftlr hlaupin. Trygg og hvatti sem mest hann mátti, en hundurinn tók því ólund- arlega, hafði sig lítt í frammi, en lét sér nægja að bofsa og góla upp í þokuna. Upp úr hádegi fór að halla undan fæti, og um það leyti létti þokunni. Þeir, sem gengu austurfjallið, hittust við Grímshól. Þar var venja að taka bita af nesti. Nú hafði Leifur betri , lyst en um morguninn. Kalda kjöt- ið af gangnalambinu bragðaðist ákaflega vel. Finnbogi sneiddi drjúgum í sig af læri með bifur- legum sjálfskeiðungi. Hann talaði um það döprum rómi milli bitanna, að þetta væri gagnslítil leit í svona þoku, eflaust væri önnur hver kind eftir, að minnsxa kosti á vest- urfjallinu. Bjárni lék aftur á móti við hvern sinn fingur, taldi þá hafa leitað sauðlaust, enda hóað Svipmynd löngu liöins réttardags T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 631

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.