Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Page 8
ákaflega, hóa'ð sig hása. Hann át sjöt í hófi, en saup drjúgum úr gangnapelanum. Hann ljómaði í framan og skein, ekki augun ein, heldur öll ásjónan. Stundu síðar þokaðist sal'nið að réttinni með þungum jarmi, sam- felldum, hundgá og svipusmellum. Féð kom úr tveim áttum, af Hóla- fjalli og úr norðurfjöllunum, og því var líkast sem hóparnir ótt- uðust hvor annan, er þeir sigu sam- an á eyrunum framan við réttina. Forystukindurnar hikuðu andar- tak við og sneru síðan hvorar inn í sína hjörð. En mennirnir þrýstu óvægir að frá þrem hliðum, nokkr- ir tugir þeirra höfðu ráð þúsund- anna í hendi sér, og brátt var safnið inni í almenningi í jarmandi hringi'ðu. Leifur nam staðar við réttarvegg- inn og blés mæðinni. Þá ar tekið um handlegg hans, stórri hendi. „Við skulum fá okkur duggun- arlitinn bita, lasm“, sagði Finn- bogi og leiddi hann meðfram rétt- arveggnum. Leifur var ekki svang- ur, en fór þó með bónda. „Þeir eru ónýtir til alls, sem ekki éta. Matur er mannsins meg- in“, mælti Finnbogi af alvöru- þunga. Leifur minntist þess að liafa heyrt sagt í hálfgamni, að Hölluhúsabóndinn tryði á mat. Þeir snæddu þögulir. Hundar flug- ust á fyrir fótum þeirra. Þar var Tryggur hraklega leikinn að vanda. Hann komst ekki undan þvögunni til að þiggja bita úr hendi Leifs. Bjarni kom til þeirra í togi tveggja vina úr innsveitinni. Þeir hömpuðu réttarpelum og sungu. „Viltu dropa, elsku Bogi minn, elsku Húsa-Bogi?“ sönglaði Bjarni. Finnbogi tók við flösku og saup gúlsopa. „Það væri ykkur hollast, að ég sypi þennan leka allan, strákar“, sag'ði hann og rétti Bjarna flösk- una. „Þá yrði meira lið í ykkur við dráttinn". Þeir fóru syngjandi. „Nú er mál við berum okkur að draga nokkrar skjátur í dilkinn, lasm“. sagðj Finnbogi og ropaði, um leið og hann reis á fætur. Réttin var blaut og hál eftir næturregn. Þar örlaðu bændur um safnið, sumir með hávaða og stór- yrðum, þótt gæfir menn væru í annan tíma. Þeir höfðu stungið silf urbúnum svipum sínum niður í gúmmístígvélin og skipuðu strák- um wg vinnumönnum að draga. Leifur var léttur fyrir. Hann gat ekki dregið nema eina kind í einu, og stundum varð hon- um drátturinn þungur, hraktist. Réttarstjórinn sat uppi á vegg og hvatti inenn, nefmæltur og hás, til að draga rösklega, brátt liðj á dag, fé væri margt. Stundum nefndi hann menn eða bæi og spurði, hvar þessi eða hinn væri niður komnir, hvers vegna menn drægju ekki eins og menn. „Hvað er þetta? Er engirtn mað- ur að draga Hólaféð?“ kallaði rétt- arstjórinn. „Þarna er maður að draga, ef mann skyldi kalla,“ var svarað bjöguðum or'ðum með holum hljómi, Baldi gómur benti á Leif, sem átti þá stundina fullt í fangi með að koma veturgömlum hrút inn í dilkinn. Leif hitaði í vangana, en beit á jaxlinn. „Ég skal draga eins og ég get,“ hugsa'ði hann, „þótt enginn kalli mig mann“. Ilann sveið i augun, en það leið brátt frá. — Hann þekkti lítið til Balda góms, vissi, að hann var liolgóma. Mest furðaði hann sig á, að Baldi skyldi tala manna mest, þótt hann gæti ekki sagt óbjagað orð. Sami dilkur var fyrir Hóla og Hölluhús, og drengurinn veitti því athygli, að þangað var komið allmargt fé á ekki langri stundu. Hann hafði ekki gefið mikinn gaum að drætti Finnboga til þessa. Hálfboginn með útbreiddan faðm sveimaði Finnbogi um réttina, vofði yfir hjör'ðinni, minnandi á örn yfir bráð. Sauðskepnurnar voru jafnléttar í höndum hans, livort sem hann þumaði í lamb- kettling eða vænan hrút. Fyrstu kindinni stakk hann milli fóta sér og valdi til þess hyrnda skepnu, síðan tók hann sína í hvora hönd og fetaði sig í átt að dilknum, alltaf með sama hraða, hvort sem hann var laus eða með þrjár í drætti. Leifi sýndist tvær af hverj- um þeim kindum, sem Finnbogi dró, vera úr Ifólafé. Er Finnbogi kom að dilknum með þrjár kind- ur, brá hann stundum þeirri, sem hann dró með hægri hendi, einn- ig á milli fóta sér og hélt þeim þar tveimur, meðan hann lauk upp hliðinu. Eitt sinn, er svo bar við, sagði Ketill á Grund, sem dró í næsta dilk: „Nú kemur sér að hafa svigaklof, Bogi“. „Já“, anzaði Finnbogi góðlát- lega án þess að líta upp, „sumir hafa bara kjaftinn, ekki einu sinni klofið“. Grundarbóndinn var óvenjulega skrefstuttur. Bjarni lét sig dráttinn engu skipta, en Leifur þóttist þekkja söngrödd hans meðal margra radda, sem bárust frá tjöldum sunnan við réttina. „Nú skalt þú, lasrn, ná í skját- urnar fyrir mig,“ sagði Finnbogi við Leif, þegar fækka tók í almenn- ingi. Og síðan unnu þeir saman með þeim hætti, að Leifur stökk á kindurnar, en bóndinn tók þá vi'ð og dró. Báðir höf'ðu þeir fjárauga, en Leifur þekkti þó einvörðungu fé móður sinnar, og því gekk það fyrir Hölluhúsafénu. Leið því ekki á löngu, þar til það var flest dreg- ið í dilk. „Farðu nú, hróið mitt, og leiktu þér dálitla stund með krökkunum, þangað til við leggjum af stað heim,“ mælti Finnbogi við Leif. Pilturinn vildi draga me'ð ná- granna sínum og launa bonum með því hjálpina, þótt í litlu væri, en þessu vildi bóndi rá'ða. Sagði hann, að verið væri að ná í grindur til að þrengja að því fé, sem eftir væri, og þá yrði hann ekki lengi að kippa sínum rollum í dilkinn, enda væri víst helmingur þeirra enn á fjalli. Það væru ekki kollheimtur hjá sér í fyrstu göngum. „Það er nóg, að Bjarni leiki sér,“ sagði Leifur fastmæltur. Finnbogi leit til piltsins, og á stóru andliti hans vottaði fyrir spurnarsvip. „Jæja, góði, við verðum enga stund að þessu, tveir“. Drætti þeirra félaga var lokið. Blautir í fætur, óhreinir og sveitt- ir gengu þeir suður fyrir réttina. Orð Balda sóttu á huga Leifs, — „ef mann skyldi kalla“. En smám saman dró heldur úr sárihdum þeim, er þau ollu. Þeir Finnbogi höfðu þó ekki orðið seinastir að llraga. Að vísu hafði Finnbogi dregið flest Iíólaféð. Ifann var þó alténd maður. Leifur reyndi að telja sér trú um, að eðlilegt væri að hafa þessi orð um hann, hann væri strákur, ekki maður. „Nú fáum við okkur góðan bita, karl minn“, sagði Finnbogi. Hann hafði hraustan maga. En Leifur hafði enga matarlyst. Hann reikaði meðfram réttarveggnum, þangað sem unglingar léku sér, «32 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.