Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Síða 9
þótt honum væri ekki leikur í hug,
þreyttur og í þungu skapi. Hann
|ettist á grasigrói'ð barð og fann,
íiim leið og hann var setztur, hve
igott var að sitja.
Þá var tekið í öxl honum og
spurt: „Viltu koma í hryggspennu?
Við höfum aldrei reynt með okk-
tir“. Geir í Nesi var sá, sem spurði.
Leifur horfði á fætur Geirs.
Hann var í nýjum gúmmístígvél-
um. Sjálfur var hann í skældum
skinnskóm og réttarskíturinn upp
á mið læri. Gúmmísiígvél vovu
kjörgripir þeirra ára. Leifur var
ekki vígreifur og liikaði við Þrr
Geir höfðu aldrei tekizt á, enda
hálf sveitin á milli heimila þeirra
og kynni fremur lítil. Geir svndist
knálegur piltur og var víst vanur
tuski. En þeir voru jafnaldrar og
álíka stórir, svo að Leifur þóttist
varla geta mælzt undan einni
bröndóttri.
Þeir tóku hryggspennutök, og
Geir hóf snerpulega sókn. Stæltir
armar hans lögðust fast að síðum
Leifs, svo að honum þyngdist um
andardrátt, og mátti hann í fyrstu
lotu hafa sig allan við að kikna
ekki undan átökum Geirs. Leifur
þóttist vita, að hann yrði brátt brot-
inn á bak aftur, en þráaðist við,
tók á því, sem hann átti til, ráð-
inn í að gefast ekki upp fyrr en í
fulla hnefana. Honum hitnaði í
hamsi við þá hugsun að lúta í
lægra haldi, liggja fyrir jafnaldra
sínum.
Ekki skorti áhorfendur að fangi
drengjanna. Kunningjar og félagar
hvöttu þá óspart. Þeir tóku að
mæðast, ofsinn í sókn Geirs dvín-
aði heldur, jafntefli sýndist lík-
legt.
„Jæja, karlinn, hvar er nú allt
heljaraflið?“
Þessi orð voru sögð þýðum rómi.
Þar var komin Þóra, systir Geirs,
ásamt öðrum stelpum. Þóra var
ári yngri en Geir, falleg stúlka og
mannvænleg. Hún horfði á glímu-
kappana blikandi augum og í
þeim vottaði fyrir kvíða. Ef til vill
hélt hún, að piltarnir kynnu að
reiðast.
„Skyldi hún, — skyldu þau öll
hafa heyrt það, sem Baldi sagði?“
hugsaði Leifur.
Geir jókst ekki þróttur við orð
systur sinnar, en Leifi hljóp nokk-
urt kapp í kinn. Hann beit á jaxl-
inn og neytti allrar orku, og næst-
um á sarnfi stundu fann hann tök
Geirs linast, þar til hann var næst-
um máttlaus í fangi hans. Leifur
þurfti ekki annað en beygja sig
lítið eitt áfram og fleygja Geir á
grundina. Hann sá fyrir sér við-
urkenningu, jafnvel aðdáun, í svip
þeirra, sem á liorfðu, nema ef til
vill í bláum augum Þóru. — En
þá kom honum annað í hug.
Hann sleppti tökunum, steig eitt
skref aftur á bak, rétti Geir hönd-
ina og sagði „Við Geir erum vist
jafnir“.
Finnbogi og Leifur ráku féð
frá bæjum sínum heim á leið út
hlíðina í mildu rökkri, rökkri síð-
sumars, sem á sér töfra umfram
önnur rökkur. Hálfgagnsætt líkt
og það hafi sigið saman úr
björtum nóttum sumarsins er það
yljað af sóldögum og ilmar af síð-
sprottnum blómum. í skuggum
þess leynist þó líka hrollur þess
vetrar, sem að fer. Þreyta lang-
degis sekkur mjúklega í fang
þessa rökkurs í leit að langri, hvíl-
andi nótt.
Þeim liöfðu verið sendir hestar,
svo að Leifur sat á Grana, gæð-,
ingi, sem faðir hans hafði átt. Féð
rakst vel, vissí, hvert halda skyldi,
Og nú var Tryggur betri en eng-
inn. Hann skaut upp kollinum,
þegar þeir voru komnir spölkorrí
frá réttinni, liafði hrakizt frá
hundaþvögunni eitthvað út í mó
en beðið þar eftir húsbónda sínum.
T f M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
633