Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Page 15

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Page 15
Kjörseyrarhjónin og fjölskylda þeirra á gullbrúðkaupsdaginn 15. júií 1919. Aftari röð frá vinstri: Ragnhildur Finnsdóttir, Matthildur Finnsdóttir, Guðmundur G. Bárðarson, Sigurður Finnsson, Þórunn Finnsdóttir, ingibjörg Finnsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir. — Fremri röð frá vlnstri: Jóna Guðmundsdóttir, Helga Finnsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Finnur Jóns- son, Finnur Guðmundsson, Jóhanna Matthíasdóttir, Guðrún Jónsdóttir. — Myndin er úr bókinni „Þjóðhættir og ævisögur'* eftir Finn Jónsson á Kjörseyri, en séra Jón Guðnason annaðist þá útgáfu. vetur að læra tungumál og reikn- ing. — Nú hefur þú, Ingibjörg, kennt börnum nær því alla ævi þína. Hefur það e'kki stundum tek- ið á taugarnar? — Ég get sagt þér það sama, sem ég hef áður sagt öðrum: Ég á ekki eina einustu beiska endur- minningu frá ölium mínum kenn- araferli. Farkennsla þykir erfið, og víst er hún það að sumu leyti. En einn kost hefur hún þó, og hann stóran: Þegar maður ferðast bæ frá bæ og kynnist foreldrunum, börnunum og heimilisbragnum öll- um, þá verður kynningin svo náin, að það má lieita nærri útilokað annað, en maður verði vinur alls heimilisins. Nú þurfa kennarar að hafa ákveðna „foreldradaga", til þess að geta rætt við foreldra barnanna vandamál kennara og nemenda, ef einhver eru. Og auðvitað er þetta ágætt og meira að segja bráðnauð- synlegt til þess að vega upp á móti hinu ópersónulega lífi bæjanna. En farkennari, sem ferðast á milli sveitabæja og kennir börnum, hjá honum eru allir dagar foreldra- dagar. — Voru krakkarnir ekkert ódæl við þig? — Nei. Auðvitað eru börn mis- jöfn eins og annað fólk, en það er mjög mikið gott í mannlegu eðli, og börn standa nær uppruna- legu eðli, en hinir, sem fullorðn- ir þykjast. Ég hef aldrei á ævi minni kynnzt vondu barni, og ég geri ekki ráð fyrir því að eiga það eftir. Það var hér um daginn, að nokk- ur börn voru að leika hér á tún- inu í kringum húsið. Ég gaf mig á tal við þau og gekk með þeim út á melinn, hérna rétt -hjá, en lét þess getið, að ég gæti nú ekki gengið langt. „Við skulum leiða þig“, sögðu þau þá. Svona eru börn. Það er með þau, alveg eins og skepnurnar. Það skiptir öllu máli að fara vel að þeim og eignast trúnað þeirra. Þá fer oftast allt vel. Ef maður leitar hins góða í börnunum, fær maður það venju- lega frafn. — Er það misminni mitt, Ingi- björg, að þú hafir lært garðyrkju hjá Einari Ilelgasyni í Gróðrar- stöðinni í Reykjavík? — Nei, misminni er það nú ekki. En það var aldrei svo stórt í sniðum, að mörgum orðum sé á það eyðandi. Náttúrufræði var eitt af því, sem mig hafði alltaf langað mikið til þess að læra, en aldrei fengið til þess neitt tækifæri. Jú, ég fór hingað suður til Reykjavíkur eitt vorið, þegar ég var laus við kennsl- T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 639

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.