Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Blaðsíða 16
Víggirt háborg Kazan Kazan er rússnesk borg vlS Volgu, þar sem hún þverbeygir úr austanför sinni suS- ur sléffurnar. Þarna í krikanum, þar sem þveráin Kazanka fellur f Volgu, setfu tatarar virkisborg einhvern tíma á öldunum milli 900 og 1300. Nú eru ibúar Kazans um 650 þús. og þar er mikil flufninga- og samgöngumiðstöð. Þar er einnig há- skólasetur og iSnaSur mikill. Eftir 1300 var Kazan hálfsjálfstætt borgríki og ailvel víggirt, en 1469 tók fvan þriSji borgina, og eftir þaS reistu rússneskir keisarar þar víggirta háborg „kreml", og blasa múrar hennar enn viS óskemmdir aS mestu af tímans tönn, enda ramgervir mjög, eins og myndin sýnir. AS baki rísa turnar þess- arar „kremlar". una. Það var voríð 1930, og ég orðin fimmtug, eða því sem næst. Fyrr hafði ég nú ekki ráð á því að „tapa vorinu“ — eða öllu held- ur að nota það fyrir sjálfa mig. Vorið eftir bauð Einar mér hing- að suður til þess að vera á öðru námskeiði, og auk þess bauð hann mér bæði fæði og húsnæði heima hfá sér á meðan á námskeiðinu stæði. Mér þótti ákaflega vænt um þetta höfðinglega boð Einars, eink- um vegna þess, að það sannfærði mig um að hann hafði þó ekki talið mig svo lélegan nemanda í fyrra skiptið, að ekki væri ómaks- ins vert að gefa mér kost á nám- Skeiði í viðbót. — Fórst þú svo ekki að kenna garöyrkiu eftir þetta? — Ekki var það nú mikið. Jú, ég ferðaðist um Hrútafjörðinn og sveitirnar þar í kring ein fimm vor eftir þetta og leiðbeindi um garðrækt Á þe*sum árum var tals- verðtir áhugi fyrir matjurtarækt hiá mönnum fyrir norðan, en ann- ars er það nú sannast að segja, að ekkj þrífast kartöflur í Hrúta- firði í nærri öllum sumrum. En gulrófur má rækta þar í flestum árum. — Segðu mér nú eitt, Ingi- björg: Hvað hefur þér þótt skem’-ntilegast um dagana? — Útivera. Ég var alltaf, eins og ég sagði áðan, ákaflega mikið gefin fyrir náttúrufræði, en fékk aldrei neitt tækifæri til þess að láta eftir þeirri löngun, svo ég held að ég sienni allri frekari orðræðu um það. — Það er kannski ekki alveg óhugsandi, að systursonur þinn, dr. Finnur Guðmundsson, fugla- fræðingur, hafi sótt eitthvað af sínum mikla náttúrufræðiáhuga í þína ætt? — Hann þarf nú ekki lengra að leita, blessaður, en til hans föður síns. Áhugi Guðmundar og þekk- ing á náttúrufræði er alkunn. Jú, ég er ekki að bera á móti því, að í móðurætt minni megi finna fólk, sem áhuga hefur haft fyrir þess- um hlutum, en, eins og ég sagði þér áðan, þá vil ég helzt sem fæst um það tala. En það var þessi spurning um hvað mér hefði þótt skemmtileg- ast um dagana. Mér þótti alltaf gaman að kenna, og því meira yndi veitti það mér, sem ég stund- aði kennsluna Iengur. Já, svona fjarri var ég því að fá þennan margumtalaða starfsleiða, sem all- ir eru nú með á vörunum. — Þú hefur kannski valið þér þetta ævistarf í upphafi vegna þess, að þú hefur fundið, að það átti vel við þig? — Á mínum uppvaxtarárum áttu ungar stúlkur varla nema tveggja kosta völ: Annað hvort var að vera alla ævi í vinnumennsku, eða þá að gifta sig og gerast hús- mæður og mæður. Ég gerði hvor- ugt, heldur valdi mér það hlut- skipti, sem ég áleit að vera myndi einna frjálslegast. — Og ég sé ekkert eftir því. — Þú ert þá eklkert óánægð með lífið, þegar þú lítur til baka, komin á tíunda tug æviáranna? — Nei, ég er ekki óánægð með lífið, enda hef óg e kki undan neinu að kvarta. Það hljóta auð- vitað allir, sem ná háutn aldri, að missa marga, sem þeim hafa verið kærir, og það hefur orðið mitt hlutskipti, ekki síður en annarra, sem gamlir verða. En ég er og hef verið ánægð. Heilsa mín, sem lengi vel var eklci alltof sterk, hef- ur sízit farið versnandi með aldrin- um. Og það er ágæt elli að dvelja hér á Hrafnistu. Svo lengi er nú búið að syngja þann söng, að heimur versnandi fari, að unglingar séu á glapstig- um og að eiginlega séu allir hlut- it á hvínandi spretti undan brekk- unni norður og niður, að maður er löngu hættur að nenna að ljá slíku eyra, enda þótt manni hafi upphaflega og oft síðan fundizt slíkt tal á verulegum rökum reist. Það er því meir en lítil hressing í því að hitta níræða konu, sem fylgzt hefur með börnum og ungl- ingum allt sitt líf og fylgist enn skyiggnum huga með því, sem gerist í kringum hana, en þorir þó að halda því fram, að þrátt fyrir allt og allt, sé það nú mestan part undir okkur, hinum fullorðnu, komið, hversu úr börnum okkar rætist. —VS. 640 lilSlMN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.