Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Qupperneq 17

Tíminn Sunnudagsblað - 18.07.1971, Qupperneq 17
Gömul hús í Fuglafirði, sem kastar ellibelg Sú var tíðin, að Færeyingar komu á trillum sínum hingað til lands og reru sumarið á enda til fiskjar frá ýmsum ver- stöðvum á Norðaustur- og Aust- urlandi. Þar voru sum þorp liálffæreysk á sumrin. Síðar komu aðrir tímar er Færey- ingar réðust hundruðum sam- an á íslenzka vélbátaflotann á vetrarvertíð eða sumarsíldveið- um. Sá tími er einnig liðinn. Færeyingar þurfa ekki lengur að leita skiprúms hingað. Þeir eiga nógar fleytur sjálfir og segja má, að þeir séu hlutfalls- lega betur skipuin búnir nú en ísiendingar og reki útgerð svo vel, að þeir geti boðið sjómönn- um betri kjör en íslenzkir sjó- menn hafa nú. Fuglafjörður er mjög vax- andi verstöð um þessar mund- ir, og þar fjölgar veiðskipum ört, og fiskiðnaður færist sífellt í aukana. Þó mun Klakksvík enn vera langstærsta verstöð og fiskiðnaðarbær Færeyja. Fuglafjörður var áður lítil byggð, en þar fjölgar fólki ört. Þar hefur verið bjggð síldar- verksmiðja, sem einnig bræðir ýmsan annan fisk og úrgang', og bryggjumannvirki allmikil ts hafa verið reist þar. Tvö luað- frystihús eru þar og það er ekki aðeins að allir Fuglafirðingar hafi atvinnu þarna, heldur sæk- ir fólk frá nágrannabyggðum þangað. Færeyingar eiga nokkra nýja skuttogara og tvo verksmiðju- togara, og sumir þeirra leggja upp í Fuglafirði, en auk þess stunda togbátar þaðan veiðar. Skipin í Fuglafirði bera kunn- ugleg nöfn, svo sem Ólafur helgi, Fuglfirðingar, Gullbrand- ur, Gulldrangur, Rifstangi, Haf- dís, Úranus o.s.frv. í Fuglafirði eru gömul hús færeysk mjög að gerð, sem reynt verður að verja og gcyma sem þjóðminjar, og er myndin hér efst á síðunni af einu þeirra. Gönnil hús eru allmörg til í Færeyjum, stæðileg vel, enda vel viðuð í upphafi og jafnan tjörguð, svo að þau hafa geymzt betur en íslenzk timburhús. Þau týna nú samt tölunnj smátt og smátt, en ris- in er í Færeyjum áhugaalda um varðveizlu þessara húsa, svo og annarra gamalla minja í byggðum, sem óðum eru nú að kasta ellibelgnum. Kirkjan í Fuglafirði (mynd að neðan) er talin hið merki- legasta lnís. Hún á hundrað ára afmæli í suinar og er talin fjórða kirkjan, sem þar hefur staðið frá landnámstíð þar í firðinum. Þetta kirkjuhús er byggt úr liöggnu grjóti, að nokkru úr fyrri kirkju, sem þar stóð á aðra öld. Hin gamla kirkja 1 Fuglafirði Framhald á bls. 646. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 641

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.