Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Page 4

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Page 4
Mér hefur lengi leikið hugur á því aS vita meira um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum en hægt er að lesa í íslenzkum heimildum. Vakti það forvitni mina, að Tyrkir skyldu leggja það á sig, að fara alla þessa óraleið norður á yztu höf og geta ratað þangað, og að Vestmannaeyingar voru svo alger- lega óundirbúnir og varnarlausir. Þó var ekki langt síðan bæði Englendingar og Spánverjar höfðu rænt á íslandi. Og engan áttu Vest- mannaeyingar sér Ara Magnússon, til að halda verndarhendi yfir þeim- Að vísu mun ekki vera hægt að segja alla söguna eins og hún gerðist, fyrr en lesið verði það, sem Tyrkirnir sögðu sjálfir um þennan atburð, en ég hef þó í nokkur ár notað hvert tækifæri til þess að komast yfir erlendar heimildir og safnað nokkrum fróð- leik um Tyrkjaránið. Og þar sem fjölmiðlarnir hafa nú drégið nafn- ið Rabat í dagsins ljós og marg- sagt frá uppreisninni þar, án þess að minnast þess, hve eftirminni- lega þessi staður hefur komið við sögi. íslands, þá ætla ég nú að rifja upp þá sögu, skýra hana og bæta við fáeinum upplýsingum Rabat er nefnilega sá staður, þar sem „Hundtyrkinn" átti aðsetur, þegar hann fór til íslands árið 1627. Og þar sem sagt er, að að- eins tíundi hver hertekinn íslend- ingur hafi komið heim aftur, þá er ekki óhugsandi, að einn eða annar þeirra manna, sem komu við sögu í uppreisninni, séu af- komendur þeirra, sem eftir urðu þarna suður frá árið 1636. Algeirsborg. íslendingar hafa reyndar nefnt staðinn Algeirsborg, sennilega eft- ir enskri fyrirmynd. En A1 Dsché- sair var allt önnur borg. Hún lá við Miðjarðarhafið, reist (á 10. öld) -á þeim stað, þar sem borgin Nico- sium hafði staðið á tímum Róm- verja. Miðjarðarhafið hefur lengi verið miðpunktur hins þekkta heims. Allt í kring um það lágu mörg gömul og rík lönd, sem arð- vænlegt var að ræna. Og greið var ferðin yfir hafið. Á Miðjarðar- hafsströndum lágu sjóræningja- hreiðrin þétt hvert hjá öðru, en voldugast þeirra og frægast var Algeirsborg. Þar iðkuðu menn sjó- rán þígar á 15. öld. Var Algeirs- bong þekktasta sjóræningjaborgin og sennilega sú eina, sem Norður- landabúar vissu um með nafni. Og þó *ð hun væri gömul og rótgró- in sjóræningjaborg, þá komst hún fyrst til verulegra valda og frægð- ar, eftir að Tyrkir höfðu setzt þar að. Og þar sem ekki mun vera almennt kunnugt, hvernig stendur á dvöl Tyrkja í Algeríu, ætla ég að segja hér frá því. Tyrkir. Stríðið milli kristinna og Mú- hameðstrúarmanna var í algleym- ingi um 1500. Það var háð af mik- illi grimmd, bæði á Indlandshafi og Miðjarðarhafi Ferdínand hinn kaþólski, sá sem hafði tekið Gran- ada 1492 og rekið Múhameðstrúar- mennina úr Spáni, barðist á móti þeim við Afríkustrendur. Árið 1509 tók hann tvær borgir við norðurströnd Afríku, Oran og Bugia, og 1510 tók hann sjálfa Algeirsborg. Lét hann reisa kast- ala við höfnina þar og þrengdi mjög að sjóræningjum í þessu neyðarástandi kallaði emírinn í Algeirsborg á hjálp, og fékk hann tyrkneska sjóræningja- aðmírálinn Horuk Barbarossa sér til aðstoðar. Horuk þessi lenti 1 Algeirsborg 1515. Hann byrjaði á því að láta myrða emírinn og gera sjálfan sig að æðsta manni í land- inu. Gerðist hann fyrirferðarmik- ill, háði stríð á báðar hendur, en féll frá 1518. í hans stað kom bróðir hans, Chaireddin (Khairud- din), enn fyrirferðarmeiri og enn grimmari. Hann varð einn ægileg- asti sjóræningi allra alda. Lagði hann undir sig í vestri landið allt að landamærum Marokkó, og í austri allt Túnis. Eftir hánn kom Hassan sonur hans, og í höndum niðja þessara feðga lágu völdin yfir Algeirsborg alla 16. og fram á 17. öld. Hafa Vesturlandabúar kallað þessa fjölskyldu stóraðmírála og sjóræningja einu nafni: Barba- rossa. Er það reyndar rangnefni sprottið af röngum framburði á Bábá Aronj, en hefur haldizt hjá sagnfræðingum, af því að þægi- legra er að nota það en að læra og muna öll þessi tyrknesku nöfn. En vara vildi ég fólk við að nota það framan í Tyrki eða Mára, eins DR. FRIÐA SIGURÐSSON: Sjóræningjarnir frá Sla *76 TtHINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.