Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Page 6

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Page 6
ar, 10 vættir af brennisteini og 200 árar. En dönsk samtíðarheim- ild segir: „Almenningi þykir vænzt um Dani, því Danir hafa komið fram heiðarlega við Mára (orðrétt: hafa oft sannfært Már- ana um heiðarleik sinn), og dansk- ir byggingarmeistarar hafa innt af hend*gott starf“. Er skemmtilegt að sjá, að Márar hafa haft bæði vit og ráð á því að láta koma erlenda bygginga- meistara til landsins og að dansk- ir verkfróðir menn hafa þegar á 17. öld farið í önnur lönd og stað- ið að uppbyggingu veraldar. Við munum seinna heyra um hollenzkan klausturbróður í Mar- okkó. Um miðja 17. öld voru í S‘la um 16.000 íbúar. Einnig þeir í S‘la stofnuðu sitt eigið ríld, og var það lýðveldi, sem frægt er orðið af því, að það er alveg einstætt fyrirbæri á þessum tímum. Og þeir losuðu sig ekki aðeins undan yfirráðum konungsins í Tetúan, heldur börðust þeir í stríðinu milli Englendinga og Frakka á móti honum: barðist konungurinn með Englendingum, en þeir í S‘la með Frökkum. Var þetta vopnabræðra- lag þeirra orsök þess, að þeir fóru svo margar árásarferðir til Eng- lands — og þaðan áfram — alla leið til íslands! Lýðræði þeirra varð að vísu ekki langlíft. Þeir nutu reyndar stuðn- ings Hollendinga og Frakka, en voru of fáir. Ekki misstu þeir völd- in í S‘la og ekki þurftu þeir að borga konungi skatt, en að lokum urðu þeir þó að viðurkenna hann sem yfirvald og senda honum í virðingarskyni nokkra þræla ár- lega. Staðurinn S‘la. Til eru teikningar af þeim stað, þar sem Guðríður Símonardóttir dvaldist í níu ár, og þar sem Söl- mundur sonur hennar varð eftir, þegar hinn hollenzki umboðsmað- ur leysti íslenzku fangana út árið 1636. Höfnin lá ekki fyrir opnu hafi, heldur fyrir innan staðinn, undir háum turni. Þar var skansinn með þrjátíu fallbyssum á. Höfnin var lítn. Hún var svo lítil, að þeir í S‘la gátu aldrei haft þar mörg skip í senn. Er til dæmis viíað um sjóforingja þann, sem fór ráns- ferðina til íslands, að hann átti ekki nema átján farkosti alls, og þá litla. Skipalagið var slæmt. Sextán til þrjátíu faðma dýpi var þar, sem akkerum var kastað. Innsiglingin var enn verri. Sandgrynningar ullu brimróti svo miklu og svo hættulegu, að þar týndist margt mannslífið. Bátar þeirra í S‘la voru smíðaðir með tilliti til þessarar að- stöðu, nefnilega óvenjulega háir að framan og aftan, svo að þeir kæmust sem þægilegast í gegnum brimið. Og sjómennirnir í S‘la voru orðlagðir fyrir dugnað sinn. Frægðarskeið þeirra í S‘la. Á öndverðri 17. öld urðu mikl- ar framfarir í S‘la. Siglingafræðin hafði nýlega fæðzt og strax tekið miklum framförum. Áður hafði verið siglt „samkvæmt ágizkun“ eða „með sjómannsviti“, eins og sagt er. Nú var farið að reikna og „'kalkúlera11. Árið 1569 hafði Merc- ator gefið út sjófarakort sitt, og á næstu áratugum komu út ýms- ar „Leiðbeiningar fyrir sjófarend- ur“. Við þessar framfarir á sviði sigl- ingafræði bættust uppfinningar skipasmiða. Árið 1616 lét Símon de Danzer smíða í S‘la fyrstu kara- velluna. Hef ég lesið, að með til- komu þessara nýju báta hafi breyt- ingin orðið jafnmikil og þegar gufuskipin tóku við af seglskipum. Karavellur þekktust síðan Col- ombo sigldi á Santa Maríu til Ameríku árið 1492. Nú kom til sögu hin svonefnda „carabela rot- onda“, sem franskar heimildir nefna „vaisseaux ronds“. Með þessum belgskipum var hægt að leggja út á reginhaf, og það í öllum veðrum, sumar jafnt og vet- ur. Voru sjóræningjarnir nú ekki lengur bundnir við sjávarstrendur. Á þessum karavellum gerðust þeir í S‘la síðan 1616 herrar hafsins, sem öll Evrópulönd urðu að greiða skatt til. Þriðja atriðið, sem síðan olli tímamótum í landi Andalúsa og þar með einnig í S‘la, einni af mikilvægustu borgum þeirra, var liinn mikli flóttamannastraumur, sem á árunum 1608 til 1610 kom frá Spáni og hefur verið álitinn vera um hálf milljón manna. En líklegt þykir mér, að fjöldi þeirra hafi farið til sjós. Ekki er mér kunnugt um, hvort þessir kristnu Márar, sem voru reknir úr Spáni, hafi haldið sinni kristnu trú, þegar komið var til Afríku, eða hvort þeir hafi aftur snúizt til Múhameðstrúar. En sú spurning hlýtur að vakna, hvort sjóræningjarnir í Vestmannaeyj- um hafi verið heiðingjahundar all- ir með tölu, eða hvort á meðal þeirra hafi kannski verið kristnir Márar. En ekki þarf heift þeirra að hafa verið minni en hinna. En frá 1616 heyrum við samtíð- arraddir um æ fleiri, æ lengri og æ djarfari ránsferðir þeirra í S‘la. Enski sendiherrann á Spáni, Sir Francis Cottington, segir í bréfi til hertogans af Buckingham, að sjóræningjaflotinn hafi á síðustu fimmtíu árum (1569—1616) her- tekið 470 brezk skip, og hann spá- ir því. að ekki muni líða langt, „þangað til þeir koma alla leið til Englands og ræna mönnum upp úr rúmunum“. Hann var sannsþár, því á sama ári 1616 rændu þrjá- tíu skip frá S‘la á austurströnd Englands, en Englendingum tókst að taka eitt þeirra 1 Thems-ósnum. Hollenzki skipstjórinn Abbe Willemsz segir í bréfi til siglinga- málastjórnarinnar í Rotterdam þann 8. ágúst 1617, að þeir í S‘la hafi fyrir einu ári ekki haft eitt einasta skip á sjónum, en nú séu þar fjögur. Og hann bætir við: „Þeir munu verða voldugir, ef við gætum okkar ekM“. Trúskiptingar. Þegar Andalúsar voru orðnir svo voldugir, fóru þeir ekki leng- ur sjálfir í ránsferðirnar, heldur stjórnuðu þeim úr landi. En sem aðmírála notuðu þeir duglega menn, sem teMð höfðu Múhameðs- trú. Því þó að Márar berðust af öllum kröftum og miskunnarlaust gegn kristnum mönnum og hatrið milli trúarbragðanna væri mikið, og þó að Múhameðstrúarmenn rækju ekki trúboð, þá voru þeir ekki fáir, sem „tóku túrbaninn“, eins og sagt var og okkur er kunn- ugt um úr sögu Tyrkjaránsins. Má vel vera, að stundum hafi trúar- skiptunum fylgt heift í garð krist- indómsins, en að jafnaði var það ósköp auðvelt að skipta um trú. Hvorki þurfti að fara í þungar prófraunir né að ganga í gegnum erfiðan reynslutíma — trúskipt- ingurinn þurfti ekki einu sinni að hafa dvalið ákveðinn tíma í land- inu. Allt, sem var nauðsynlegt til T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.