Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Side 10

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Side 10
siig mjög kurteislega, segir til upp- runa síns og frá ástæðum sínum og biður menn auðmjúklegast að láta eitthvað af hendi rakna handa honum. Skipuleggur hann sam- skotin á hinn snjallasta hátt: átti fólk að skrifa nafn sitt á lista og þá upphæð, sem það vildi leggja til, en hann sjálfur ætlaði að frels inu fengnu að heimsækja fólkið, taka við peningunum og þakka fyrir sig. Hafði hann einhver ráð á því að láta prenta þetta bréf og dreifa því, og hef ég haft eitt ein- takið í höndunum, vitni liðinna og gleymdra hörmunga. Vona ég, að bréfið hans Phillipps Hochreuthi- ners hafi borið betri árangur en bréfið hennar Guðríðar okkar frá Stakkagerði. Guðríður Símonardóttir Mér hefur alltaf verið hulin ráð- gáta, af hverju Guðríði Símonar- dóttur var tekið svo illa, þegar hún loksins kom heim. Því alla siðgæðis- og trúarvandlætinguna álít ég ekkert nema fyrirslátt. Guð- ríður Símonardóttir var ekki eina í Þeir sem senda Sunnu dagsblaðinu efni ti! birtingar, eru vinsam- !ega beðnir að vanda til handrita eftir föng- um og helzt að láta vél- rita þau, ef kostur er. Ekki má þó vélrita þéttar en í aðra hverja línu. konan, sem var barnshafandi í meinum, og varla hefur hún verið veikari í trúnni en prestarnir, sem ekki einu sinni nenntu að flytja fiskinn, sem renna átti í þræla- kassann — hún, sem var gift þess- um mikla trúarinnar manni. Kuldalegar voru móttökurnar í Danmörku, þar sem fólkið var sett í eins konar sóttkví undir því yfir- skini, að fyrst þyrfti að ganga úr skugga um, hvort ekki stafaði smithætta af þessu fólki, sem þó hafði lifað 1 Barbaríinu í nærri því áratug, án þess að skipta um trú. Og þegar því var sleppt heim, tók ekkert betra við en svo, að það fékk viðurnefni, sem tolldu á því um aldir. Var þá ekki von, að þeim yrði hugsað til hinna sólböð- uðu stranda Afríku, til hinna fögru márísku kvenna og til hinna rík- búnu híbýla þar? Ég hef sýnt með sögunum um endurheimt fanga annarra þjóða, hve miklu meira hinir hafa lagt í sölurnar. Ég hef líka spurzt fyrir hjá írum, sem urðu fyrir sams- konar árás og íslendingar, og allt af fengið sama svarið: Þeir læra um Tyrkjaránið í skólanum, en minnast miklu frekar víkinganna. Hvernig stendur á því, að ís- lendingum er „Tyrkjai'ánið“ svo sérstaklega hugfólgið og minnis- stætt? Það er búið að skrifa um það, að það var hvorki söknuður né sorg vegna hinna rændu, sem ríkti á íslandi, heldur ótti fólks um sjálft sig. Alþingi hafði samþykkt að bíða skyldi í þrjú ár, áður en taka mætti eignir hinna rændu, ef ske kynni, að þeir kæmu til baka. En hvað eftir annað varð alþingi að gefa út nýjar samþykktir í því sambandi, og hljómar það ein- kennilega í okkar eyrum, þegar það ákveður að bíða ætti eftir vor- skipunum. Hverjar sem ástæðurnar hafa verið, þá þótti íslendingum hart að borga skattinn 1632, og yfir- völdin lofuðu að leggja skatt á „þetta ár alleina.“ Þegar samt var lagður á annar skattur 1637, hlýt- ur hann að hafa verið illa séður frá byrjun, og það því fremur sem þegar var búið að leysa fangana út. En sérstaklega mun hann hafa ver ið illa séður á Suðurnesjum. „Þeir fyrir sunnan“ voru einnig í þá daga „ekki of góðir til að borga“, eins og sagt hefur verið nú fyrir nokkrum árum. Því meðan aðrir íslendingar áttu að borga einn fisk á mann, urðu „þeir við sjó- síðuna“ að gefa „einn hlut á þeim degi, sem bezt fiskast af hverju skipi“. Og þennan skatt átti að af- henda 1638, heilu ái eftir að Hall- grímur og Guðríður komu í land. Það er því ekki nema mannlegt, að þau hafi þurft að gjalda þessa aukatillags Suðurnesjamanna. Eða hver ætli trúi því, að kerlingin í Hvalsnesi, sú sem neitaði Hall- grími um grautinn undir því yfir- skini, að hún kannaðist ekki við tilvonandi sóknarprestinn sinn, hafi ekki vitað, að það var Hallgrímur, þessi margumtalaði „þurfamaður þrælanna í Hraun unum“. Heimildir Ég veit ekki, hvort upplýsingar þessar um hið svokallaða Tyrkja- rán verða þegnar með þökkum eða þeim bölvað í botn, af því að þær gereyðileggja Hundtyrkjann fyrir okkur. En til huggunar þeim, sem ekki vilja missa Hundtyrkjann, get ég sagt, að lýsing mín er mjög ófullkomin. Ég hef notað aðeins einhliða heimildir — ítalskar, franskar, svissneskar, enskar og danskar, það þýðir: Þær eru allar á öndverðum meiði við Mára, þá sem áttu leikinn. Frakkar eru reyndar farnir að gefa út hingað til óaðgengileg skjöl og frumrit Mára, en ég hef ekki haft aðgang að þeim. f þeim gæti falizt mörg vitneskja, enda grundvallarskil- yrði að þekkja heimildir andstæð inga. Frásögn mín er einnig ófullkom- in, af því að ég hef ekki einu sinni lesið allar þær bækur, þar sem von væri um frekari upplýsingar. Á ég þar helzt við hollenzk rit, þvf Hollendingar hafa verið eins kon- ar milligöngumenn. Hollendingar þekktu bæði ísland og Marokkó. Múrad-Rais var Hollendingur. Hollenzki sendiherrann, sem kom til Oualídia, hefur skrifað sendi- bréf og samið skýrslur. Hollenzkir klausturbræður hafa reynt að snúa sálum trúvillinga á rétta leið.Jesú- ítar hafa verið driffjöðrin í mörgu, sem gerðist. Umboðsmað- urinn, sem leysti út íslenzku fang- ana, var hollenzkur. Ekki verður því sagt síðasta orðið fyrr en hol- lenzkar heimildir hafa verið athug- aðar. En hér skal numið staðar í bili. T í 1V1 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.