Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Page 11
ÓFÆRUGIL Troðningarnir út með fjállinu vour illir yfirferðar. Sums staðar höfðu skriður fallið og skilið eftir sig leir og hnullungssteina á leið sinni niður í fjöru. Stöku björg höfðu og festst í skorningunum og voru nú eins og verðir, sem gættu þess að enginn óviðkomandi dirfð- ist að rjúfa kyrrð auðnarinnar. Ekki var leiðin árennileg, en þó var maður með þrjá hesta á ferð út hlíðina. Hann gekk og teymdi reiðhest sinn brúnsokkóttan gæð- ing en við tagl hans var festur fótviss áburðarklár og sá þriðji taglfestur við þann hest, en sá hestur sýndist minnstur fyrir sér og lagði kollhúfur, grár á lit og orð inn skellóttur af elli. Báðir báru hestarnir þungar klyfjar af stöðn- um hákarlslengjum auk lýsis kjagga. — Hægt, Sokki minn, — sagði maðurinn. — Hægt, — endurtók hann og fetaði sjálfur varlega skársta veginn milli stórra kletta, sem sýnilega voru nýlirundir úr fjallinu. Fjandinn hafi þessar skriður, — tautaði hann, og blá augun í festu- legu alskeggjuðu andlitinu urðu hörkuleg. Þær eru ill töf manni, sem þarf að koma afla sínum í kaupstað í skiptum fyrir brauð- korn og öngla, að ógleymdum vaðnum, því ekki dregur maður hákarlshelvítið á neinn bandspotta, og hann spýtti við tönn og teygði úr hávöxnum og karlmannlegum líkamanum. „Ó, nei, Sokki minn, — hélt hann áfram, það kemst enginn skriðurnar án tásæris, en yfir þær skulum við, og það í dag, drengur minn“. Sokki hneggjaði við ávarpi hús- bónda síns, en svo innilegt sam- band var milli hans og húsbónd- ans, að það var því líkast, sem þeir skildu hvor annars mál. „Nú, ertu orðinn þreyttur, karl- inn“, sagði bóndinn, Eða eru dróg- irnar orðnar þungar á efturend- ann. Við skulum sjá til. Hér er læk- ur og grasblettur nærri. Þar skul- um við æja og sjá til hvort ekki léttir á tagli“. Að þeim orðum töluðum voru þeir komnir að læknum. Leysti Jón bóndi hestana hvern frá öðr- um, tók ofan klyfjarnar og gaf þeim ráðrúm til að drekka úr læknum og narta í vorsprottið grængresið. Sjálfur settist Jón niður og klapp- aði Kol, hundi sínum, sem fylgt hafði lestinni og gengið í spor síð- asta hestsins eins og góðum hesta- hundi hæfði. „Þú ert svangur líka“, sagði Jón og tók harðfisk úr vasa sín- um og gaf Kol. Sjálfur saup Jón á sýru flösku og át velbarinn harð- fisk með. Ekki megum við tefja lengi. Kol- ur fóstri, sagði Jón, og er ekki sem mér sýnist að Skokki sé far- inn að reisa makkann. Hann þekk- ir leiðina. Hefur ósjaldan farið hana fyrir þína tíð, Kolur minn. Jón reis hvatlega á fætur, náði saman hestunum .og setti baggana á klabk að nýju. Síðan batt hann hestana saman eins og fyrr og hélt ótrauður af stað. Veðrið, sem hafði verið gott, það sem af var deginum, var nú tekið að breytast. Regnhryðjur tóku að skella á fjallinu hver af annari og það var því líkast, sem vitneskjan um aðstandandi óveður, ýtti við hestunum, svo að þeir greikkuðu sporið eftir mætti. Jón mátti hafa sig allan við að ganga á undan og teyma Sokka því að svo mikill var asinn á hestunum. Þessi spotti er greiðfær, hugsaði Jón, en hvað verður þegar við komum að Ófærugili. Það var sá eini staður, sem honum var ekki um að koma á, og var hann þó ýmsu vanur. Hvoll var landlítil jörð og Jón hafði eins og faðir hans og afi stundað sjóinn frá blautu barns- beini, Hákarl síðari hluta vetrar og fram á vor, þorskur og lúða síðla sumars og fram á vetur. Aldrei hafði þeim ffeðgum hlebkzt á á sjó og höfðu þék þó oft siglt hann hv>»,san og ósjaidaa brimlent í aftökum. Nei, aldrei höfðu þeir misst mann í sjóinn, og í veðrinu mikla, þegar Búsendabáturinn fórst ásamt áhöfn, hafði Jón eldri, fað- ir hans, hleypt undan landi og lát- ið síðan reka unz veðrinu slotaði. Nei, þeim Hvols-mönnum varð gott til háseta, því að þó þeir þættu þaulsæknir og vinnuharðir, guldu þeir hverjum sitt og oft bet- ur að lokinni vertíð. Já, þeir kunnu að meta dugnað og áræði Hvolsfeðga og letingjum varð ekki vært hjá þeim til lengd- ar. Ó, nei. Þeir fóru sjálfviljugir, — hugsaði Jón og glotti. Þá varð ekki alltaf mikið um kveðjur. Kaupið sitt fengu þeir en ekki meira. „Nei, ekki meira, greyin“. Jón, stanzaði og leit fram und- an. Þar blasti við honum Ófæru- gil. Og það var eins og svo oft áður, að honum fannst, að nú tæki að herða illviðrið. Regnið steyptist úr loftinu og þungar drunur heyrðust upp í fjall inu. „Það hvín í þér fjallskratti“, Jón, „en ég skal verða fljótari til“, og hann herti gönguna yfir þetta breiða gil, sem var hálf fullt af framburði skriðu. Gilið náði allhátt upp í fjallið og gekk allt fram í sjó. Þann veg höfðu skriðurnar fárið. Þetta var versti kaflinn á leið Jóns, því að urð, leir og stórgrýti skiptust á. Hægt og sígandi komst hann þó yfir klifið, og leit til baka þegar hann var vel kominn yfir. Það stóð á endum að ein skriðan var á ferð niður gilið og sentist alla leið út í sjó með ægilegum hávaða. „Þú náðir mér ekki“, sagði Jón bóndi og steytti hnefa í átt a* skriðunni. „Það var nóg fórn fyrii þig illvættið að taka föður minn ásamt hestum lians og grafa þá svo kyrfilega í sjónum, að ekkert fannst utan nokkuð af kjaggabút- um“. Svo brýndi Jón raustina og livatti hesta sína og hélt út eftir troðningum með Ófærugil að baki. • Smásaga eftir BngöBf Jónsson frá Presfbakka T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 683

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.