Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Blaðsíða 15
hefur vakið hjá mér sérstakan áhuga á að hjálpa þeim, sem af- skiptir eru, bæði þess vegna og af öðrum ástæðum. Nú, og svo kynnt- ist ég þessu líka á námsárum mín- um erlendis, enda er endurmennt- un fullorðins fólks nú mjög á dag- skrá víða um lönd’ eins og kunn- ugt er. Þetta er líka ákaflega eðli- legt og liggja til þess augljósar ástæður, en að vísu fleiri en svo, að þær verði taldar í stuttu máli. Eitt af því, sem blasir við hvers manns augum, er tæknin. Breyt- ingar á vinnubrögðum og verk- tækni allri hafa verið svo gífur- legar á síðustu áratugum, að mað- ur, sem stendur á fertugu í dag, getur haft brýna þörf á menntun vegna starfa sinna, þótt hann hafi hvorki haft þörf fyrir slíkt né held- ur löngun til þess, þegar hann var innan tvítugsaldurs. En ástæðurn- ar til þess, að menn leggja ekki út á námsbraut á unglingsárum, eru auðvitað álíka sundurleitar og einstaklingarnir eru margir. — En hvenær datt þér í hug að stofna námsflokika hér í Kópavogi? — Fyrsti vísirinn að þessu var sá, að ég hafði sjálf- stæð málanámskeið í Kárs- nessskóla í fyrravetur, og mun það vera í fyrsta skipti, sem námskeið af því tagi eru haldin í Kópavogi. Þar voru vinnubrögð lík og hjá málaskólum: Erlendir kennarar, skipuleg námskeiðs- vinna, margir flokkar, þar af tveir barnaflokkar í ensku. Auk þt'ss voru sérstakir hjálparflokkar fyr- ir gagnfræðaskólafólk í ensku og íslenzku og óskað var eftir hjálp í fleiri greinum. Næst gerðist svo það, að bæjar- stjórn Kópavogs bauð mér afnot af nauðsynlegu skólahúsnæði, ef ég vildi reka námsflokka á breiðari grundvelli, enda hefur sú hug- mynd þróazt með forráðamönn- um bæjarins í nokkur ár, þótt ekki hafi orðið úr framkvæmd- um. — Styrkir bæjarsjóður þessa starfsemi fjárhagslega. — Að sinni hefur bærinn ekki fjárráð til þess að greiða niður þáttökugjöld nemenda, en hann leggur samt nokkurt fé til starf- seminnar, til greiðslu á ræstingu og þ.h. — Hvenær gerið þið ráð fyrir að hefjast handa? — Námsflokkarnir hefja starf- semi sína mánudaginn 27. sept- ember í 5 skólastofum Víghóla- skóla. — Er ákveðið, hvaða náms- greinar verða kenndar? — Það eru auglýst námskeið í í helztu tungumálum, svo sem ensku, dönsku, sænsku, þýzku, frönsku, spænsku og norsku. Það er gert ráð fyrir að minnsta kosti fjórum flokkum í ensku og sér- flokkum fyrir börn. tíu til tólf ára, en reynslan hefur sýnt, að þessi aldursflokkur er hvað skemmtilegastur, óþvingaður og fljótur „að taka við sér.“ í ráði er að hafa námskeið í leirmótun og hefur lærður leir- kerasmiður verið ráðinn til þess að sjá um þá kennslu, að minnsta kosti tvö kvöld í viku. — Ég býð upp á tilsögn í skrift og leturgerð, smeltivinnu; auk þess sem ég mun kanna áhuga á. námskeiðum í kvikmyndagerð sem ég tel mikla þörf fyrir. Með hjálp ýmissa góðra manna eru líkur á að hægt verði að setja upp stúdíó með vinnuaðstöðu fyr- ir 10 manns. Þetta er fyrst og fremst ætlað áhugamönnum, en gæti orðið vís- ir að sérstökum skóla í ljósmvnd- un og kvikmyndun. í athugun er Suðureyri við Súgandaf jörð bátavindan fremst á myndinni minnir á gamla timann á Vestfjörðum. IÍMINN SUNNUDAGSBLAÍ 687

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.