Tíminn Sunnudagsblað - 26.09.1971, Síða 20
ánna, en kona mín bað mig að
doka við- Þvi að iliVn þyrfti að
vera hjá Ingibjörgu, en ég þá að
vera hj.á krökkunum. Áður en
ljósmóðir kom, var barnið fætt
og ailt í góðu lagi, svo Sigurpáll
fór með hana svo til um hæl aft
ur, því að hún átti þess von að
verða á liverri stundu sótt til ann
arrar konu.
í rökkurbyrjun fór ég svo fram
eftir til ánna. Þar var ekkert að.
Veður var kyrrt, tungl nálægt
fyllingu, en skýjað. Þegar ég var
kominn af stað heimleiðis, heyrð
ist mér kallað: Farðu með ærnar
heim i kvöld. Það fannst mér ekki
koma til mála í þessu Veðri og
hélt áfram. Þá heyrði ég sömu
orðin endurtekin og sýnu ákveðn
ar. Og ég ákvað að hlýða, þótt ekki
væri mér það ljúft. Ég hafði
Snugg gamla með mér, þú manst
kannski eftir honum — mjög
vænn fjárhundur, vSnuggur, svo að
ég var engan veginn einn. Tíndi ég
nú ærnar saman og hélt með þær
heimleiðis. P'arið var að óttast um
mig heima, og mætti ég leitar
mönnum sunnan við túnið. Ærnar
létum við að sjálfsögðu inn. Morg-
inn eftir var komin öskrandi stór
hríð. Ilefði þá orðið ill vistin fyr
ir féð á Borgareyjunni', þar sem
heita má. að hvergi sé afdrep.
Öðru atviki get ég sagt þér frá,
en þá var það draumur, sem var
aði mig við hættunni. Það var einn
ig að vetrarlagi og ærnar á Borg
arey. Pétur Andrésson var þá vetr
armaður hjá mér. Svo stóð á, að
ég þurfti að fara út. á Krók. Dreym
ir mig þá um nóttina áður en ég
ætlaði að fara, að utan Eylendið
komi tröllvaxinn maður. Fór hann
mikinn og með miklum óhljóðum.
Sýndist mér hann allur svo illúð
legur, að ég varð hræddur í svefn-
inum. Draumurinn þótti mér svo
ísjárverður. að ég hætti við að fara
í Krókinn í bili. BHðviðri var þessa
dagana. Þar kom svo, að ég gat
ekki lengur frestað ferðinni. Bað
Pálínu mína að hafa snemma til
mat handa Pétri, senda hann svo
fram eftir, biðja hann að halda
ánum úti við húsin — en þá var
ég búinn að koma upp húsum á
Borgareyjunni — láta þær inn um
kvöldið og loka húsunum vel.
Lagði ég svo af stað í Krókinn með
hest og sleða. ísar oru mjög veik-
ir, svo að því leyti var þetta hálf
gerð glæfraför. Náði í Friðrik í
óvl
Pyttagerði á leiðinni, O'g urðum við
samferða úr því. Tók ég dót af
honum á sleðann til baka.
Á meðan við töfðum í Króknum,
komu nokkrar snarpar hríðargus
ur. Ég hitti svo Friðrik úti hjá
Kristjáni kaupmanni Gíslasyni og
segi: „Ertu til?“ Hann játar því.
„Þá vil ég fara strax“. Var þá
kominn blindbylur og ofsarok. Var
veðrið svo hart, að ég neyddist til
þess að skilja sleðann eftir hjá
Sjávarborg, svo að þú sérð að
þetta hefur verið nokkuð erfitt.
Svo var dimmt, að aldrei vissum
við, hvar við stigum niður nema
að athuga það. Miklavatnið var
veikt, ekki síður en Iléraðsvötnin.
Ég gekk á undan með staf og
reyndi ísinn, en Friðrik teymdi
hestinn á eftir. Við héldum okkur
sokkuð til austurs, því að við viss
um, að við færum ekki fram af
Héraðsvatnabökkunum, án þess að
verða þess verir. Stákur steinn, all
stór var á bakkanum austur und
an Pyttagerði. Á hann rákumst
við. meir af tilviljun en ratvísi.
Sagði Friðrik .mér seinna, að nógu
erfitt hefði sér orðið að ná bæn
um þaðan, þótt stutt væri.
Ég hélt svo áfram fram bakk
ann, þar til ég taldi mig vera
komins nógu langt til þess að
fara austur yfir Vötnin og yfir í
Ifegranesið, og náði lieim, heill á
húfi. Pétur var þá ókominn, og
vissi enginn neitt um hann. Viidi
ég fara fram eftir með rúmföt, og
gætum við þá legið í húsunum við
sæmilegar aðstæður, því að ég
gerði ekki ráð fyrir, að Pétur hefði
farið að halda heimleiðis á móti
veðrinu. En Pálína mín aftók með
öllu, að ég færi, og gat ég þá ekki
verið að því gegn vilja hennar. í
rökkurbyrjun dró í veðrið. Útbjó
ég niig í snatri með sængurföt og
mat og hugðist halda fram eftir.
í því kom Pétur sunnan t únið.
Hann hafði látið féð inn strax í
hríðarbyrjun, og var það tiltölp
lega fljótgert, því að hann fór eft
ir fyrirmælum mínum um ah
halda því í námunda við húsir/.
Hélt hann svo af stað heimleiðis,
en villtist fljótlega á Eylendinu.
Að lokum rakst hann á fcofa, sem
reyndist vera á klöppunum utan
við Eyhildarholtsbæinn. Lét liann
fyrirberast um hríð, en kom svo
auga á barðsporaslóð, sem lá frá
kofanum. Ákvað liann að fylgja
henni og trakst þá brátt á Eyhild
arholtshúsið. Þaðan fór ha«n svo,
þegar upp tók að stytta,
Hvað hefði nú gerzt, er mig
hefði ekki dreymt þennan draum?
Pétur hefði ebki farið fram eft
ir fyrr en byrjað var að hríða. Og
það hefði orðið torvelt verk fyrir
hann að ná fénu saman, þvílíkt
sem veðrið var, auk þess sem ekk
ert er líklegra en hann hefði villzt
við þá snúninga. Sök sér hefði það
verið fyrir okkur tvo. En hvort
sem nokkur trúir því eða ekki, þá
fannst mér alltaf — já, ég var
alveg viss um það —, að hriðin
myndi sikella á daginn sem ég
færi í Krókinn, hvenær sem það
yrði.
Það er nú kannski ekki hægt að
ætlast til þess, að þú eða aðrir
trúi þessum sögum, sem ég er að
segja þér, en þó ætla ég nú að
bæta einni við enn, og mun hún
þó trúlega þykja ósennilegust. En
það verður að hafa það. Mér er
það í raun og veru nóg. að þess
ir atburðir skuli hafa borið fyrir
mig, hvað sem líður skoðunum
annarra á eðli þeirra og sann
leiksgildi. Þessi atburður, sem ég
segi nú frá, gerðist meðan stóð á
byggingu Rípurkirkju, en eins og
þú kannski veizt, þá er kirkjan
iilaðin úr svonefndum r-steini.
7 Eitt sinn kom það fyrir, að kalk
vantaði til byggingarinnar. Mig
minnir, að þetta væri seint í apríl.
Kom það í minn lilut að sækja
kalktunnu i Krókinn. Ég fór að
morgni til, í góðu veðri og færi,
og var fljótur út eftir. Tók tunn
una á sleða, ásamt nokkrum rauö
mögum, og hélt heimleiðis. Þegar
ég kom fram fyrir Grænhól, missti
ég hestinn ofan í Vötnin. Þau
féliu þarna i einni kvísl og voru
hyldjúp. Ég skreið af síeðanum og
gat sprett brjóstgjörðinni á ak
tyigjunum, í von um að iiesturinn
losnaði þá við sleðann. Bæði Græn
hóll og Pyttagerði voru í eyði,
svo að enga hjálp var að fá það
an. Hrópaði ég þó eins og ég gat
í von um. að það bærist ef til vill
einhverjum til eyrna, en árangurs
laust. Og hestinn hafði ég með
engu mótu upp.
Ég hygg, að liðið hafi um það
bil hálftími, svo að hvorki rak né
geklc. Ég ákvað að yfirgefa ekfci
hestinn í vökinni, heldur stinga
honum undir skörina, svo að hann
kafnaði sem fyrst. Um leið og ég
kraup niður á skörina til þess að
T ! M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ