Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Page 17
Hrafnshreiður með sex eggium. Laupar hrafna eru hin haglegasta smtð, enda oft tyllt þar, sem til alls þarf að vanda, ef það á að standa. „Já, það var víst hérna. Við skulum stanza snöggvast“. Mér varð nærri ósjálfrátt að orði: „Hvað, hefur þú þá komið hing- að fyrr?“ Jón var farinn af baki. Um stund höfðum við farið fram með tindóttum móbergsrana, sem geng ur til norðurs frá miklu fjalli. Nyrzt sikagaði fram hár og svo til steiltur hamar. Jón teymdi hest sinn til hliðar við hamarinn í gróna brekku. Jón hafði ekki fyrr um daginn látið neitt uppi um, hvort hann hefði komið áður á þennan eða hinn staðinn, sem við vorum bún- ir að fara um. Þess vegna vaknaði forvitni mín við þetta hátterni hans. Jón gekk þegjandi fram fyr- ir hamarinn, horfði um stund upp eftir honum, líkt sem hann væri að átta sig á einhverju. Kom svo aftur til mín og settist í brekk- una. Loks svarar Jón spurningu minni og segir: „Já, ég hef komið hér áður. En nú eru mörg ár liðin frá þeim degi“. Eg sá, að Jón var allhugsi. Mér naegði ekki þetta einfalda svar hans og spurði enn: „Kom eitthvað fyrir þig, þegar þú varst hér síðast?“ Mér datt þá helzt í hug ein- hver fyfirburður. Ég vissi, að Jón var á vissan hátt svolítið forn í skapi og skoðunum, svo sem margt roskið fólk var á þeim tíma. Jón svarar: „Það kom svo sem ekkert fyrir mig. Þó kom þá fyrir á þessum stað atvik, sem ég hef ekki feng- ið gleymt, þótt almennt myndi fólk kannski, hvorki þá né nú, telja þess vert, að lengi væri mun- að.“ Forvitni mín var glaðvöknuð, og ég sagði því umbúðalaust: „Úr því þú hefur sagt mér þetta mikið, verðurðu að segja mér alla söguna". Og svo kom sagan með þessum inngangsorðum: ,,Ég hef víst aldrei sagt frá því, sem hér gerðist fyrir tugum ára að mér viðstöddum, fyrr en ef ég geri það nú, hef víst aldrei nennt því“. Eftir litla þögn kom frásögnin: „Svo sem þú veizt var ég smali eitt sumar á jörð, sem liggur að þessum fjöllum. Ég var þá rösk- lega kominn yfir tekt. Um mán- aðamótin maí og júní komu tveir ungir menn ríðandi heim i hlað í þann mund, sem verið var að ljúka morgunverði, sem þá var etinn á tíunda tímanum. Bóndi gekk út til gestanna, sem voru úr næsta kauptúni. Báðir voru menn þessir hinir ásjálegustu í öllu og sýnilega vel reiðfara. Menn þess- ir stunduðu verzlunar- eða skrif- stofustörf, og annar þeirra nýlega kominn í plássið. Lítillega hafði bóndi kynnzt þessum mönnum, þess vegna voru þeir nú komnir. Bóndi bauð mönnunum að ganga í bæinn, en þeir kváðu ferðinni heitið lengra hérna eitthvað aust.- ur í fjöllin. Maður sá, er bóndi þekkti nokkru meira, hafði aðal- lega orð fyrir þeim i'élögum og segir: „Við teljum okkur ekki nægi- lega kunnuga á þessum slóðum, Þess vegna kom okkur i hug, hvort þú liefðir ekki einhvern á þínum vegum, sem væri svolítið kunnugri heldur en við, sem þú vildir lána okkur. Ekki þarf að útbúa nesti, því að við erum sæmi- lega búnir að því, þótt einhver bættist á það, en aukahest höfum við ekki“. „Viljið þið ekki koma í bæinn“, segir bóndi. „E'kki fyrr en við höfum heyrt svar þitt“, segir sá, er hafði orð fyrir þeim, og brosti við. „Jæja“, segir bóndi; „komið þið inn og fáið ykkur að drekka". Og það þágu þeir. Þegar inn kom, kallar bóndi á 1ÍBINN — SUNNUBAGSBLAÐ 785

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.