Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Síða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Síða 18
mig og segir: „Vilt þú, Jónsi. minn, skreppa með þeslum piltum hérna austur í fiöllin. Þú getur tekið hann Sóta, ég fer hvort eð er ekkert í dag. Ég veit, að mennirn ir eru vel ríðandi, og væri leitt, ef þú drægist langt aftur úr.“ Með sjálfum mér var ég dálítið u ip með mér við þessa bón, og þ t sér í lagi að fá að ríða Sóta, íeiðhesti húsbóndans, mjög ljúf- um gæðingi, sem ég hafði ndkkr- um sinnum fengið að koma á bak áður. Hestar voru nálægir, og því varð lítil töf. Menn þessir voru hinir alúðlegustu og tóku mér sem félaga, þótt aldursmunur væri nokkur. Ekki rek ég slóð þeirra yfir fjöllin, hún var lík þeirri, sem við höfum farið í dag“, segir Jón og þegir við um stund. „Mér skildist á þér áðan, að eitthvað hefði komið fyrir á þeim stað, þar sem við erum núna“, sagði ég. „Komið fyrir?“ anzar Jón. „Ég veit ekki, hvort nokkrum nema mér hefur fundizt það. En af því að ég veit, að þú ert sólginn í sögur, er bezt ég segi þér' hvað hér gerðist“. Hér tók Jón sér málhvíld, svo hélt hann áfram: „Þegar við þremenningarnir í umgetinni yfirreið okkar nálguð- umst þennan hamar, sem við hér sitjum undir, komum við auga á tvo hrafna, sem sátu efst á hamr- inum. Þegar nær kom, sást greini- lega, að þair áttu á lítilli syllu ofarlega í hamrinum laup með ungum“. „Nú steypum við undan krumma“, segir annar félaga minna. Hét sá Sveinn, og var að ég ætl- aði aðeins eldri en Kristján. Und- ir hamrinum snöruðust þeir félag- ar af baki hestum sínum, hvað ég | .11 »i ,.i —■ Þeir, sem hugsa sér að halda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar í h?á þeim og ráða bót á því. og gerði. Árásin á laupinn, hrafns- hreiðrið, var hafin. Hana varð að gera frá jörðu, ofan frá varð ekki að komizt. Ekkert var fyrir hendi fyrir árásarmennina utan lausa- grjót, en af því var gnægð, svo sem enn í dag. Alllöng var orrustan og tvísýn, svo torsótt var heimili krumma. Engan þátt tók ég í þessu ljóta óþarfaverki, heldur reyndi ég með mínum fátæklegu fortölum fyrst að fá þá til þess að láta laupinn í friði og síðan reyna að fá þá til að hætta, meðan ég sá lítil spjöll á honum. Allt kom þetta fyrir ekki. Ákefð þeirra var svo mikil, að ég held, að þeir hafi ekki heyrt orð mín. Loks hrapaði laupurinn, og árásar mennirnir ráku upp siguróp. Með laupnum komu niður þrír lítt bún- ir ungar, þar af einn dauður. Ég vissi, að þeirra, sem lifandi komu til jarðar, gat aðeins beðið eitt, dauðinn. Ég sneri mér undan, hryggur og reiður, og dró mig þögull til hestanna. Þar var svo- lítinn frið að finna mínum sundur- tætta hug. Eftir unnið óhæfuverk komu þeir félagar til mín og virtist þá runninn af þeim mesti móðurinn. Ég hafði ekki skap til að yrða á þá. Var svo þegjandi farið á bak og haldið heimleiðis. Ég lét þá félaga eina um samræður, það sem eftir var ferðarinnar. Þegar heim kom var bóndi úti staddur. Þeir félagar buðu honum greiðslu fyrir mannslánið, hvað hann ekki þáði. Þá vildu þeir rétta að mér einhverjar krónur, en ég þáði ekki heldur og var ég þó ekki ofríkur af aurum þá. Ég hef ekki sagt þér, hversu hrafnshjónin báru sig meðan ill- verkið var framið. Það geta þeir ímyndað sér, sem komið hafa ná- lægt hreiðrum hrafna, þótt allt hafi verið látið í friði. Og enh hélt Jón áfram: Á mínum heima- slóðum vissi ég ekki til, að steypt væri undan hrafni, nema menn vissu fyrir víst, að hann hefði lagzt á unglömb í næsta nágrenni, og mörgum fannst það þá illt nauðsynjaverk. Nú er sögu minni lokið, lítilli sögu um lítið efni, myndi margur segja, þótt ég sjái þetta atvik enn í dag fyrir mér sem blóði drifinn blett á lífsleið minnL Hér þagnaði Jón. „Hittir þú aldrei síðar þessa ferðafélaga?" spurði ég. „Nei, ég sá þá ekki oftar“. Og enn þagði Jón. Þó sýndist mér hann ætti nokkuð ósagt i þessu sambandi. Ég sat rólegur, ætlaði Jóni frumkvæði að því að rísa á fætur og halda ferðinni áfram. Loks segir hann: „Svo liðu nokkur ár, ekki ærið mörg, að ég var á einni göngu minni til róðra á Suðurnesjum. Leið mín lá um kauptúnið þar, sem umræddir menn áttu heima í, þegar ég átti að heita fylgdar maður þeirra. Kom ég þá við hjá manni, sem ég hafði kynnzt á norðurferðum mínum. Ég spurði þennan kunningja minn, hvort umræddir menn væru enn í þessu kauptúni. Hann segir mér þá, að annar þeirra sé dáinn fyrir nokkr- um árum. Hann fékk slag, varð alveg máttlaus annars vegar. „Þó mun hann hafa komizt niður í stól, þegar frá leið. Þannig lifði hann tvö eða þrjú misseri, algerlega örkumla maður, unz hann fékk slag aftur og dó þá bráðlega. Hinn maðurinn fluttist úr þorpinu fyrir allmörgum árum og veit ég ekki annað en að liann sé lifandl". Ekki ræddum við fleira hér um. Við fréttina setti mig hljóðan um stund. Sveinn var dáinn — hann, sem í blóma lifsins hafði forystu í hrafnaslagnum forðum. Ekki mörgum árum seinna sá ég í blaði, að Kristján, hinn ferðafé- laginn, var einnig dáinn. Þeir voru báðir farnir, svo til á bezta aldri. Síðar á sumri því, er ég fór með þessum mönnum hérna aust- ur í fjöllin, bárust þessir piltar í tal meðal heimafólks, og sagði þá gamli bóndinn, að í þeirra um- hverfi væru þeir taldir mætir menn og drengir góðir. Ekkert lagði ég til þeirra mála, var líka svo ungur og hafði því lítið að segja, og ávallt þagði ég yfir þess- ari sögu, sem ég hefi nú sagt þér.“ „Hvað segir þú um þennan vitnisburð um menn þessa?“ spurði ég í einfeldni minni. Jón svaraði: „Ég þekkti þá ekkl utan þenn- an eina dag. Þó hefur sá dagur sjaldan mér úr minni liðið. Ég læt því þessa framliðnu menn liggja milli hluta, þegar talað er um drengl góða. En eitt skal ég segja þér“, hélt Jón áfram og 786 f 1 H I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.