Tíminn Sunnudagsblað - 24.10.1971, Page 21
Tilraunastjórinn sænski, dr. Gunnar Larsson, me3 nýtt afbrigði berja, orSi® til
við kynblöndun akurbers og Alaska-hindbers.
Jurtakynbætur - ein af
lífsvonum mannkyns
JurtaríkiS hefur frá örófi alda
verið undirstaða alls annars lífs á
jörðinni. Þaðan kémur allt :það,
sem aðrar lífverur nærast á, beint
eða óbeint. En mennirnir eru fyrir
löngu orðnir svo þungir á fóðrun-
um, að þeir hefðu ekki getað séð
sér farborða, ef þeir hefðu ekki
hjálpað jurtunum til þess að gera
betur en þeim var í öndverðu fyrir
búið úti í náttúrunni — ræktað
þær og kynbætt og kallað fram ný
afbrigði, sem drukku meiri frjó-
efni úr jarðvegi og lofti eða nýttu
það betur, er þær náðu, og skiluðu
meiri uppskeru.
Allar korntegundir, allt græn-
meti og öll ávaxtatré eiga ætt að
rekja til gróðurs, sem gaf í önd-
verðu miklu minni og lakari upp
skeru. En mönnum hefur smám
saman tekizt að auka og bæta upp
skeruna, og þó aldrei jafnört á
jafnskömmum tíma og hina síðustu
áratúgi. Því fer þó víðs fjarri, að
séð sé fyrir endann á því, hve langt
má komast á þessari braut, og ein-
mitt þessi síðustu ár hafa verið tek
in upp vinnubrögð við jurtakynbæt
ur, er kunna að valda gagngerðri
byltingu á því sviði, þegar stundir
líða fram. Það er til dæmis vel
hugsandi, að takast megi að búa
til korntegundir sem afla sér sjálf
ar áburðar úr loftinu að meira eða
minna leyti, og rækta ný afbrigði
nytjajurta, sem sveppir og önnur
sníkjudýr vinna ekki á, svo að hin
háskalega notkun eiturefna, er öll
um stiendur nú stuggur af, verði
þarflaus. Á sama hátt er ekkert lík
legra en fram á.sjónarsviðið verði
seidd ný afbrigði,. sem þola frost
til einhverra muna og ná að þrosk
ast í kaldara og áfallasamara lofts
fagi en nú er.. Það eru ekki síður
þau lönd, þar sem loftslag er í
kaldasta lagi, er geta vænzt sér
mikillar búbótar af starfi jurtakyn
bótamanna.
Meðal þess, sem þegar hefur á-
unnizt, en þó ekki nema þá að
mjög litlu leyti farið að koma að
notum í almennum landbúnaði, má
nefna:
★ Hveiti og maístegundir,
sem skila bæði kjarna og
næringarrí'kum stöngli, sem
er miklu betra fóður en
venjulegur hálmur.
★ Kynblending hveitis og
húsapunts, sem gefur upp-
skeru þrjú til fjögur ár sam
fleytt, án sáningar, og verst
sveppum þar að auki.
★ Kartöflutegundir, sem
þola verulegt frost, verjast
myglu og kláða og fleiri ó-
þrifum.
★ Rauðsmára með svo
grunnar blómpípur, að hun-
ángsflugur geta frjóvgað
hann.
★ Baunir og ertur með
belgi, sem þroskast allir sam
tímis, svo auðvelt er að nota
vélar til þess að hirða upp-
skeruna.
★ Baðmull með gula og
rauða fræloðnu, svo að
minna þarf til að kosta við
litun.
★ Kynblending sólfylgju og
jarðskokka með næringarrík
blöð og rótarávexti. Þar að
auki er matarolía í fræinu og
stönglarnir vel fallnir til
þess að fergja þá í plötur.
★ Dvergtegundir af maís
og sólfylgju, er þurfa litla
vætu og þrífast í vindasöm
um lQndum.
★ Tvíkynja hamp með tvö-
falt eða jafnþrefalt meira
magn bastþráða en aðrar
hamptegundir.
Það kostar mikla elju, flókna
tilraunastarfsemi og mikið fé að
koma slíku til leiðar. En þetta
er starf, sem mikinn ávöxt gefur,
þegar sigur er unninn. Kanada og
Banðaríkin vörðu til dæmis um
fjórum milljörðum króna til þess
að rækta hveitiafbrigði, sem stóð
ust ásókn skaðlegra sveppa. Þá
fjárhæð fá þeir-tuttugfalda til
baka árlega í aukinni uppskeru.
Ein ný hveititegund í Sovétríkj-
unum, Besotaja 7, hefur aukið svo
uppskeruna. að gróðinn nægir til
þess að greiða allan kostnað við
689 stórar rannsóknarstofnanir,
tilraunastöðvar og efnastofur, sem
þjóna sovézkri jarðrækt.
í Norrlandi í Svíþjóð á að verja
um tuttugu milljónum króna
næstu fimm ár til þess eingöngu
að kynbæta og gera tilraunir með
ræktun berjarunna og berja
plantna: Akurber, sólber, hind-
ber, rauðber og jarðarber. Land
búnaðarháskoli stjórnar tilraun-
unum. Þegar hefur fengizt kyn
blendingur akurberja og Alaska-
hindberja, mjög bragðgóður. Villt
rauðber hafa þegar verið ræktuð
í sjö ár í tilraunaskyni á sex hekt-
örum lands suður á Smálandi,
og hafa fengizt um fimm smálest
ir af hektara að meðtaltali. Með
úrvali og kynbótum gera Svíar
vonir um að gera villiber sín að
verðmætum íæktunarjurtum.
Þannig glima jurtakynbótamenn
nú um allar jarðir við óteljandi
verkefni, miklu fleiri og flóknari
en nokkru sinni fyrr. Reynt er
að auka næringargildi kornteg-
unda og fá mjöl, sem betra er
að baka úr en áður, fá fallegri
og bragðbetri ávexti og ljúffeng
ara og fjörefnaríkara grænmeti,
auka geymsluþol og útrýma ýms
um göllum, ?vo sem tilhneigingu
aldina og rótarávaxta til að
springa. Þett? kallar á alls konar
T í M I N N
SUNNUDAGSBLAÐ
789