Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Síða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Síða 4
Hennar náð, gaxnla írúin, var dáin. Hún gaf snögglega upp and- ann á fögrum haustmorgni, líkt og blásið hefði verið á kertaljós, ein- mitt í sömu andrá og vindhviða skall á háum húsgaflinum og sleit rauð eplin af trénu utan við glugg- ann hennar. Rétt áður hafði hún horft í kringum sig í herberginu, augun óvenjulega djúp og opin og augna- ráðið nær því hæðnislegt, þegar hún beindi þeim að fólkinu, sem kringum hana stóð, ráðskonunni og þjónustustúlkmum, og lét þau hvarfla um dökk, gljáandi rauðvið- arhúsgögnin og losótt veggfóðrið á þiljunum. Við spegilinn dvöldust þau ögn lengur, líkt og í þessu gamla, fágaða gleri leyndist sú, sem hún hefði helzt viljað kveðja, þó að hún gæti ekki horfzt í augu við hana, úr því sem komið var — hún lyfti meira að segja hökunni öríitið, varla að það sæist, til marks um, að taka ætti spegilinn niður af þilinu og færa henni hann. En allir voru svo skelkaðir, að enginn s.kildi hana. Svo leið hún snögglega út af, aftur komin með þennan hæðnissvip. Höfuðið grófst eins og ofurlítið dýpra nið- ur i koddann, og augnalokin sigu. Eftir það lyfti hún þeim ekki framar fyrr en hún gaf upp önd- ina, og meðvitundin blossaði snöggvast upp í trvflingslegri al- vöru, og augun þöndust út alsjá- andí um leið og þau brustu Það varð uppi fótur og fit, og ráðskonan hafði varla haft tíma til þess að tárast og þaðan af síð- ur mæla dýpt sorgar sinnar. En nú, þegar frúin hafði verið búin til greftrunar og ættingjar hennar gátu hvenær sem var komið úr fjarlægum landshlutum á skrölt- andi .vögnum sínum heim trjá- göngin, rann það allt í einu upp fyrir henni, að bráðum varð hún að yfirgefa þennan stað, og þá grét hún húsmóður sína af fölskva- lausum söknuði. Prófasturinn sat rétt hjá henni á viðhafnarstóli með vönduðu áklæði, og þó að hann tárfelldi ekki líka, þá sást það á þvi, hve umkomuleysislega hann neri á sér feitar hendurnar, að orsökin var sú ein, að hann sá í björtu ljósi þekkingar, sem uppljómaði skyn- semd hans, hversu fánýtt var að gráta. Þó að hann væri þurreygð- ur, þá stafaði það ekki af því, að samúð hans væri í naumasta lagi. — Ef maður hefði nú átt mynd til minningar um hana, snökti ráðskonan og renndi augum upp um alla veggi til þess að gæta að, hvar bezt hefði verið að láta hana hanga, ef hún hefði verið til. Jú — yfir setubekknum, yfir honum miðium, þar sem sveigjan var á bakinu á honum — þar fann hún myndinni stað. Og nú saknaði hún hennar enn meira en áður, þegar hún hafði veitt athygli. hve vegg- urinn var auðnarlegur án myndar. — Kæra frú Dahlgren, sagði prófasturinn. Það var góð húsmóð- ir, sem þér hafið misst, og ekki aðeins þér, heldur allur herragarð- urinn, allur söfnuðurinn. Hitt er satt, að hún bar-í mörgu keim af aldarfari, sem var ólíkt því, er við eigum að venjast, einkum og sér í lagi meðal þess fólks af hennar stigum. . . . — Ó, greip ráðskonan fram í, það var svo fínt þetta fólk eins og allir vita, og aldiæi í öðru en brakandi silki — ekki ullarflíkum eins og við hin. Það hverfur margt úr sögunni með þessu elskulega fólki. Ég hef heyrt sagt, að það hafi orðið svona fínt, þegar það lék á frönsku hér fyrrum — við hirðina, þar sem náðug frúin var líka svo lengi. Prófastinum var ekki rótt, því að hann hafði ekki komið því að, sem hann ætlaði að segja. Setning- in hafði ekki fengið þetta lýta- lausa sköpulag eggsins, sem hon- um var svo mikið í mun, að allt hefði, er gekk fram af munni hans. Hann tók þess vegna þráðinn upp að nýju, ekki laust við umvöndun í raddblænum, því að hann varð að setja ofan í við konuna: — Já, kæra frú Dahlgren — það var nú eiginlega ekki þetta, sem ég ællaði að færa í tal. Ég ætla nefnilega að víkja að því, sem særði mig oft, að Hennar Náð, frúin sæla — að Hennar Náð, vildi ég sagt hafa, virtist ekki öðlast þá uppbyggingu, sem ég hefði kosið og reyndi að miðla henni með auð- mjúkum orðum — jafnvel, að hún hefði ekki miklar mætur á bæna- lífi og ljúfri iðkun Guðs orðs. Vissulega kom hún alltaf hæfilega snemma í kirkju, ef hún sótti messu, en aldrei sá ég henni vökna úí* augu — verð meira að segja að játa með hryggð, að það truflaði mig oft að sjá hana hand- leika silfurpelann, og fyrir kenn- inguna þakkaði hún mér aldrei Hennar Náð, o,am!a frúin, var við hirðina, þegar hún var ung, og lék á frönsku. En nú var hún dáin, og það var engin mynd tii -af henni, og ráðskonan, sem lengi hafði þjórtað henni, var í öngum sínum út af þessu. En allt í einu hugkvæmdist stofuþernunni mikið snjallræði . . . 12 1 I M I N N SUNNUDAGSBl.Ai)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.