Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Page 8
ið, þegar hann bar þær saman. En
til þess að sefa vesalings ráðskon-
I una sagði hann, að þetta gæti lík-
; lega blessazt, og við þau orð hýrn-
aði líka svo yfir henni,- að hún
Ijómaði eins og sól í heiði.
Fórnarlambið stóð eins og þvara
á miðju gólfi og skoðaði á sér
handleggina. Hreykni og angist
toguðust á í huga hennar. En
María, sem ekki gat slitið hugann
frá ráðagerðum sínum, lét móðan
mása og sópaði öllum áhyggjum á
brott í einni svipan:
— Þú ferð í allra fínustu fötin
hennar, ég er ekki enn búin að
velja þau, sagði hún, og þú færð
festi um hálsinn, og hringa látum
við líka á þig, ef við getum troð-
ið þeim upp á fingurna á þér.
Herrann trúr! Anna sló ekki
hendinni á móti því, og hún hló
svo dátt, að skein í hvitar og sterk-
legar tennurnar í munni hennar,
og varð þá hálfu iíkari eldhús-
' stelpu en nokkru sinni fyrr.
— Og svo veitir ekki af að
greiða henni, sagði kapelláninn.
Það koni í hlut. Maríu, og hún
gekk að því af miklum dugnaði.
í Það var þó sannarlega gaman að
! fá að fást við þetta mikla og fall-
ega hár.
i — Ég bregð mér frá á meðan
þið dubbið hana upp, sagði kapel-
t láninn, og fór beinustu leið út í
| gegnum eldhúsið, smiðnum til
| undrunar og gremju, þai^ sem
hann stóð undir veggnum á smíða-
stofunni með hefla sína og borð.
— Hvaða föt eigum við að færa
j hana í? spurði frú Dahlgren.
María velti vöngum.
— Það eru reglulega fínir kjól-
ar, sem hanga innst inni i klæða-
skápnum, sagði hún. Hennar Náð
notaði þá aldrei eftir að hún fór
að reskjast, og sumir eru líka svo
sérkennilegir. Einn er svona rós-
rauður, eða hvað ég á að segja, og
eins og allir litir blandist saman,
og hann held ég sé fallegastur.
Það sést auðvitað hvergi kvenmaí*
ur í svona kjól nú á dögum, en
um það kærum við okkur kollótt-
ar. Fyrst af öllu verð ég þó að
ganga frá hárinu á henni, þó að
það hafi aldrei fyrr verið greitt,
svo að í lagi sé.
Hún rakti sundur flétturnar,
greiddi hárið vandlega, skipti því
fimlega í fallega lokka, sem húh
sneri upp af mestu natin. Stúlkan
sat grafkyrr eins og köttur, sem
strokið er í sífellu. Aldrei fyrr
hafði henni liðið svona vel. Og
stofuþernan kepptist við að hag-
ræða lokkunum sem allra bezt.
Svo ióru þær að leita að kjóln-
um. Hann var úr þykku, frönsku
silki, sem ekki fékkst framar, og
litnum á honum var tengd einliver
saga, sem flestum var gleymd.
Hún var um ungan mann með
kramið hjarta, eins og sagt var í
þá daga — sjálf var gamla frúin
kornung og nýgift. Hann lét hana
ráða i, að hún ein gæti lyft hon-
um í þær hæðir hamingjunnar, sem
hann þóttist eiga rétt á að gista,
en hún svaraði honum ekki öðru
en því, að monsjör Carbeau skyldi
opna augún og loka munninum og
taka eftir litnum í kjólnum sin-
um á morgun. Þegar hún birtist
svo í þessum kjól, stokkroðnaði
maðurinn og þakkaði lienni um
leið og hann heilsaði henni. ..Fyrir
hvað?“ spurði hún. „Fyrir litinn
— er þetta ekki 1‘aube du jour et
de l’espérance?“ „Þér villist á blæ-
brigðum“, svaraði hún, „því að
þetta er coucher du soleil d hive
Þannig sló hún hann út af lag-
inu.
Nú var liturinn farinn að fölna,
og enginn hefði lengur villzt á
honum og morgunroðanum. En
leifar gamallar litadýrðar sátu þó
eftir í silkinu, Anna kímdi með
lokaðan munn, rjóð af hugaræs-
ingi. Aldrei liafði hana órað fyrir
því, að til væri svona kjóll — að
snerta hann, það var eins og dýfa
fingrunum niður í bráðið smjör.
Svo hengdu þær festi um hvít-
an, stinnan hálsinn á henni, og
kaldir hlekkirnir kitluðu liana svo,
að hún hrökk í kút. í meninu var
smeitt glerjungsmynd af karl-
manni, en hana létu þær snúa að
brjósti Önnu, svo að gullflöturinn,
með ágröfnum frönskum vísustúf,
sæist allur.
Stúlkan var farin að skammast
sín fyrir liarðar og vinnulegar
hendurnar á sér. En ráð var við
öllu — líka missmíðunum á lúk-
unum á henni. Hanzkar Hennar
Náðar voru að vísu ofþröngir, en
ráðskonan átti nokkurn veginn
ljósa hanzka, sem náðu henni al-
veg upp á úlnliði, og þá sóttu þær
handa Önnu.
A8 síðustu stungu þær blæ-
væng á milli fingranna á henni, og
hún dirfðist meira að segja að
%
blaka honum ögn, komin í fordyri
dýrðarinnar.
Stúlkan hafði tekið furðulegum
stakkaskiptum, svipurinn orðinn
allt annar en áður. Hún beit sarn-
an vörunum, og augnaráðið vitn-
aði í senn um óframfærni og hé-
gómadýrð. Hún sneri sér gætilega,
óvön svona þröngum fatnaði, og
dirfðist að bera fram eina ósk:
— Mætti ég ekki, bara snöggv-
ast, bregða mér að speglinum og
skoða sjálfa mig? sagði hún. Til
þess að vita, hvernig þetta fer mér.
En stofuþernan var miskunnar-
laus, reyndi ekki einu sinni að
setja sig i hennar spor, heldur
beitti valdi sínu af harðneskju:
— Ég held nú síður. Nú er ekki
tími til að slóra. Við köllum á
kapelláninn.
Kapelláninn kom inn án þess að
vita, hvílíkum heiftaraugum smið-
urinn horfði á eftir honum, og
staðnæmdist furðu lostinn í dyr-
unum. Hláturinn dó á vörum hans,
áður en hann komst yfir þær, og
allur gáski vék fyrir næstum guð-
rækilegri lotningu: Þetta var eins
og þai'na sæti greifadóttir! Silki-
kjóllinn, menið og festin um hvít-
an hálsinn, blævængurinn — að
hugsa sér! Hann tók teiknipappír-
inn án þess að mæla orð frá vör-
um og yddaði blýantinn einu sinni,
svo, að hann væri verðugur þess
verkefnis, sem beið lians.
— Finnst yður hún ekki orðin
skapfellileg eftir allt saman, séra
Anneus? sagði María, sem vildi
láta hrósa handaverkum sínum.
En hann leit bara til hennar
ávítunaraugum, hálfundrandi á
virðingarleysinu í orðum hennar,
og gaf sig svo aftur jafnskjótt á
vald töfrum þeirrar hofmennsku,
sem hann stóð andspænis.
— Ef við — ef við nú sitjum
alveg kyrr, sagði hann, þá skyldi
ég reyna að leggja mig allan fram:
Stúlkan sat hnarreist á stólnum,
keik eins og kóngaljós, og starði
á hann, varir hennar sem límdar
saman í sælli nautn, og það voru
aðeins findurgómarnir, sem hún
stalst til að hreyfa, rétt til þess
að sannfæra sig um, aö það var
hún sjálf, sem allt snerist um. Og
kapelláninn dró strik sín á^papp-
írinn eins létt og fínlega og hann
gat og einbeitti sér að því að töfra
fram þessa glæstu göfgi, sem hann
sá fyrir sér. Þær þorðu varla að
hreyfa sig, frú Dahlgren og Maria,
16
T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ