Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Page 11

Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Page 11
Á heimsstyrjaldarárunum fyrri spreyttu ýmsir sig á því að yrkja hringhendur um villi- mennsku stórþjóðanna, hrann- víg þeirra og þær hörmungar, sem forystumenn þeirra leiddu yfir almenning víða um lönd. Einn þeirra var Benedikt Ein- arsson á Hálsi í Eyjafirði, er svo kvað: Valdsins gróðagæðingar gerast bróðurmorðingjar. Hetjur þjóða þegnskyldar þvo í blóði hendurnar. Borgir sundrast, akur, eik í æðibundnum voðaleik. Sér þau undur sólin bleik, sveipuð tundurblossa-reýk. Ótal fregna angruð fljóð ástmenn dregna vígs á slóð. Boðar hegning hervaldsþjóð hennar þegna fórnarblóð. ísleifur Gíslason á Sauðár- króki orti sams konar vísur: Stendur hissa heimurinn að heyra um byssumorðtólin. Að því flissar andskotinn, ætlar að kyssa stórveldin. Látum þetta nægja í bili um viðurstyggð herguðsins og glæpi þeirra, sem vopnum stýra. En annar er sá, sem einn- ig reynist mörgum slægur, þótt með öðrum hætti sé — Mamm- on. Um þjónustuna við hann orti Jón S. Bergmann: Andann lægt og manndóm myrt mauranægtir geta. Allt er rægt og einskis virt, sem ekki hægt að éta. Auður, dramb og falleg föt fyrst af öllu þérist, og menn, sem hafa mör og kjöt meira en almennt gerist. Alkunna er, að gróðurmoldin er víða að f júka á haf út sökum ðhóflegrar áníðslu, heiðalönd að verða örfoka og birkikjarr í byggðum niðri að breytast í kal- viði sökum mikils ágangs. Þann- ig hefur fyrr verið búið að land- inu. Fyrir mörgum áratugum orti Dýrólína Jónsdóttir í Fagra- nesi um nídda bújörð: Margt til bóta guð þér gaf, en gæðin hljóta að falla. Þú ert mótuð ágirnd af upp að rótum fjalla. Konráð Vilhjálmsson frá Hafralæk kvað um Laxá í Þing- eyjarsýslu, löngu áður en tækn- in og vélvæðingin tóku að ógna fegurð hennar og frjósemd: Svásan þylur seið við strönd, sólbros dylur fáum, „Mjög er gallað mannkynið“, mælti karl og stundi við. „Margt er fallegt morðtólið, minnir varla á alheimsfrið“. Hvar er menning, tryggð og trú? Tapazt þrenning hefur sá. Margar brenna borgir nú. Belíal enn á dyggðahjú. engi skilur, ey og strönd unaðshyli bléuœ Hvílikt vald á sjón og sál, sem hún haldið getur. Sólartjald í tærum ál teiknast aldrei getur. Og svo er hér vísa eftir Guð- mund Inga Kristjánsson, skáld á Kirkjubóli: Örlög snúa oft í mund ^ egg og bakka hnífsins. Skiptir um á skammri stund skapadóma lífsins. ; Gnúpur. 1 LEIÐRÉTTING f vísnaþættinurn 28. nóvem- : ber var Jóni M. Péturssyni frá Hafnardal eignuð vísa um Eisen- hower, er hann kom á Keflavík- urflugvöll. En JóA frá Hafnar- dal segir: Mitt er eðli ei syo breytt, ef óg kem við vörnum, að ég vilji eiga neitt í annarra manna börnum. Vísan var sem sé eftir fón Pétursson Skagfirðing, oe getur margur villzt, þegar svo er gildrað fyrir mann. En báðir eru þeir innvirðule®a beðnir af- ! sökunar á missögninni. I 4 l_________________________ I ( II I tl N — SUNNUÐAG8BLAO 19

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.