Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 09.01.1972, Qupperneq 18
- Þar sem Utfin sinnti ekki ö'ðru nánii en evuku, vannst henni tímj til að koma sér upp uærfatnaði, plöggum og öðru, sem hún þarfn- aðist, útsiónarsemi hennar var ætíð söm við sig, og Kristín húsfreyja hefur látið sér annt um, að dvölin í Ærlækjarseli kæmi henni að sem beztum notum. Er Maren fór til skólavistarinnar í Ærlækjarseli, mun það hafa ver- ið fullráðið, að hún settist að í Sandfellshaga. Vegna hjúkrunar og annarra frátafa hefur hún orð- ið að neita svo mikilli vinnu við sauma, að henni hefur þótt ráð- legt að taka fyrir annað starf, sem væri einfaldara og umsvifaminna og gæti betur samrýmzt heimilis- haldi. Tilfinnanleg vöntun var á prjónakonu í sveitinni og jafnvel nærsveitum. Björn í Sandfells- haga eggjaði hana fastlega á að panta sér fullkomna prjónavél, og skyldi hann sjá svo til, að hún hefði aðstöðu til að taka heim vinnu. Bróðurdóttir Björns, Anna Soff- ía Árnadóttir frá Bakka, hafði ver- uð síðustu misserin í Reykjavík 'Pð dóttur sinni, Arnþrúði, s?m ’• hafði stundað nám. Anna hafði rt vélprjón fyrir sunnan, en ■gðist ekki mundu gera það að uvinnu sinni. Björn dró það ekki i efa, að Anna mundi fást til að kenna Marenu vélprjón, er hún kæmi heim síðla sumars eða snemma hausts. Anna hafði gifzt systursyni Björns, Gunnlaugi Björnssyni frá Skógum, og eign- azt með honum dótturina, er bar móðurnafn hans. (Arnþrúður gift- ist Einari Reynis). Eftir lát Gunn- laugs giftist hún Sigurði bróður hans. Þær voru margvíxlaðar tengdimar f Laxárdalsættinni, eða Möðrudalsætt sé lengra rakið. Maren skrifar Margréti systur sinni um hina nýju ráðabreytni Segir hún, að Gamli-Björn vilji allt fyrir sig gera, er hann viti að hana langi til, en ekki sé útlit fyr- ir, að hann eigi langt líf fyrir hönd- um, muni hún sakna hans, auk þess sem hún viti, að hann mundi ifta til með henni í framtíðinni, ef honum treindist líf. f þessu bréfi minnist Maren á skyrsendingu til mömmu. sem fórst fyrir vegna þess, að eitthvað bar út af með strandferðaskipið Hóla, sem hún hafði treyiTt á, en slíkt gat verið vait í þS dega. Hún heitir því að vera betur á verði næsta sumar. I>ó er ekki eins og hér sé um bón að ræða né olforð að halda, heldur er jafnan ofarlega í huga hennar ósk- in um að hjálpa, gefa, gleðja. Þeg- ar hún fer að búa ætlar hún að hafa ær í kvíum, safna skyri, smjöri og ostum tii vetrar, og hvort hún hefur ekki hug á að deila með sér! „Kannski ég eigi sjálf skyr næsta sumar11. í þessu sama bréfi skrifar hún, að hún hefði viljað að: „Þú hefðir sent mér litla greyið“ með Önnu, en það var ekki von að þú tímdir því, hún hefur þá verið nýkomin úr kaupavinnunni“. (Frá Stóra- Lambhaga í Skilamannahreppi í Borgarfirði). 16. Búskapur og bjartar vonir. Það líður fram á vor 1916. Til bréfa verður hér ekki vitnað á því tímabili, sum hafa glatazt, en eitt- hvað af þessum tíma hefur Maren verið syðra, þó að hún hafi nán- ast aðeins komið til að kveðja, áð- ur en hún sezt alveg um kyrrt fyr- ir norðan. Maren giftist Einari Sigurðssyni í Sandfellshaga 22. apríl 1915. Það var sumardagurinn fyrsti, að vísu þjóðlegur hátíðisdagur, en umleiik- inn sérstökum bjarma í hugum þeirra æ síðan — og einnig mín- um. Þóra, móðir Einars, gaf brúð- hjónunum tuttugu króna gullpen- ing, og úr honum létu þau smíða sér festarbauga, sem þau settu upp seinna en gerðist. Þeir voru frá- brugðnir öðrum giftingarhring- um, upphafsstafir á nöfnum þeirra Einars og Marenar voru á plötum framan á hringunum. Annar þess- ara hringa var smíðaður upp löngu síðar, gerður að sléttum einbaug og þá grafið innan í hann: M og E. 22.4.1915. Ungu hjónin settust að í Sand- feUi, í stofu í frambænum, sem Maren hafði áður haft til umráða, þau fengu aðgang að stóarhúsi og hlóðaeldhúsi og þeim matar- geymslum, sem þeim voru nauð- synlegar. Björn var fallinn frá, en hafði ráðstafað öllum eignum þeirra hjóna áður. Jón Sigurðsson, kvæntur Kristínu Friðriksdóttur, og Júlíana Sigurðardóttir, gift Vil- hjálmi Benediktssyni, fengu Sand- fellshaga til eignar, sína hálflend- una hvort, en Einar og Sigra fengu Klifshaga að hálfu hvort og fylgdi eyðibýlið Skeggjastaðir. Marenu hafði Björn gefið einn þriðja af Leifsstöðum, móti Vilhjálmi og Júlíönu, en Jón og Kristín hrepptu Lækjardal. Svo komu ýmis hlunn- indi til skipta, þannig hlutu Ein- ar og Sigra part af reka í sandi og ítök í beit þar. Maren og Einar munu að ein- hverju leyti hafa hafið búskap sinn í Sandfellshaga í skjóli ekkjunnar, Jóhönnu Einarsdóttur, en hennar naut skammt við, þau voru í fé- lagsskap við ábúendur jarðarinnar með heyskap og fjárgeymslu, tún- vinnslu og fleira, en alveg sér um heimilishald. Leifsstaðapartinn hafði Maren fengið að gjöf frá Sandfellshaga- hagahjónunum sem þakkarvott fyrir hjúkrun og elskusemi í garð þeirra, og þótti henni einkar vænt um þessa séreign sína. Fagurt var mjög á Leifsstöðum, túnið vel girt og haldið í góðri rækt. Berjaland var geysigott og lá að túngarðin- um á alla vegu. Brekkur voru of- anvert við Leifsstaði, og lá túnið í aflíðandi halla að lyngmóabreiðu, er var sem belti milli túnsins og Brunnár. Þar veiddist oft vel. Sii- ungur í Brunná var sægenginn, af- bragðsurriði og bleikja. Mikil veiði var einnig undan Lækjardals- og Klifshagalandi. Voru þetta landeig- endum hin mestu hlunnindi. Klifshagi var fastur í ábúð, er Maren og Einar giftust. Sigurðína giftist Jóni Grímssyni, bónda í Tunguseli í Þistilfirði, og var Klifs- hagi allur í ábúð Jóns Sigvaldason- ar, sem var ekkjumaður, en bjó með uppkomnum bömum sínum. Þó að stofan, sem Maren og Ein- ar stofnuðu sitt fyrsta heimili í, væri ekki stór og þau notuðu hana jafnframt sem verkstæði, hreiðr- uðu þau einkar notalega um sig og sýndu, að oft má lítið laglega fara. Fallegar hannyrðir Marenar voru mjög til prýði, svanamyndin i að- djúpum, logagylltum, ramma, blaðaslyðran, klukka og eitthvað af myndum á veggjum. Á komm- óðu var ísaumaður dúkur og ofan á honum myndir og smámunir. Skeliakassar voru þá í tizku og notaðir undir skartgripi, silfur- mynt og fleira smálegt. Á komm- óðuna setti Maren kortið frá mömmu með bömunum tveimur, 26 itHINN - SUNNUDAGSBIJLÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.